Halló, halló, halló J
Ég ætla eitthvað að reyna að halda þessu bloggi gangandi á meðan ég er hérna svo það séu nú allir með á nótunum J
Fyrir þá sem ekki vissu, þá er ég komin á skip aftur í Ástralíu en í þetta sinn á The Pacific Pearl. Ástæðan fyrir því að ég fór hingað aftur er sú að ég var búin að ákveða að elta Mike gamla yfirmanninn minn og snilling með meiru á hans næsta skip. Hann átti að vera að fara á eitthvað gourmet skip á gourmet stað en var svo látinn fara hingað aftur og ég ákvað að koma samt því hann er bestur í heimi J
Eeeeen!... Skipafyrirtækið heitir P&O Australia og eru þeir með 4 skip. The Sun (gamla mitt), The Dawn, The Jewel og svo er þetta nýjasta skipið þeirra sem þeir tóku inn í nóvember 2010, eftir að það var tekið í gegn frá toppi til táar.
Þetta skip er örlítið stærra en The Sun en aðeins færri farþegar. Þau eru svipuð í útliti og svipað gömul en þetta er töluvert flottara og nýtískulegra bæði að innan og utan.
Það eru 14 dekk á þessu skipi og er klefinn minn á dekki 2. Hann er svona tvöfalt stærri en gamli en frekar ógeðslegur... En það er verið að byggja nýja klefa á móti okkur sem við flyjum inn í bráðlega.. vúhú! Ég er með stelpu í herbergi sem er frá Makedóníu og heitir Jasmina. Hún er einmitt fyrrverandi kærasta Mo besta vinar míns á The Sun, sem er frekar fyndið...
Við erum 13 starfsmenn í búðunum (eigum að vera 15) og þar af aðeins 3 strákar. Við erum rosalega góður hópur. Allir þvílíkt duglegir sem gerir það að verkum að það er minna álag og stress í gangi.
Búðirnar eru margfalt flottari og stærri en á hinu skipinu. Þar voru bara 4 búðir en hérna eru 6.
Á dekki 12 er Aqua Hut sem er alveg eins og á The Sun með snorkel dóti og fl.
Á dekki 7 eru 2 búðir, skartgripabúð og ilmvatns-og snyrtivörubúð.
Svo á dekki 6 eru 2 búðir, Chocoblock (búð full af súkkulaði.. mmmm!) og Resort Collection sem skiptist eiginlega í þrjá hluta, 1/3 er Beach Culture, 1/3 Logo (gjafavara) og 1/3 Guess, Swarovski, Fossil, sólgleraugu og fleira skart og fylgihlutir.
Síðast en ekki síst er það Essentials á dekki 5. Sú búð er ekki Tax-free og er því alltaf opin og í henni erum við með tannbursta, tannkrem, sólarvörn, teygjur, greiður, verkjatöflur og þess háttar dót ásamt súkkulaði og gjafavöru.
Mike setti mig strax inn í Beach Culture þegar ég kom. Þar er ég með Billabong, Element, Rip Curl og fleiri merki. Þetta eru allt föt og fylgihlutir í surf-stíl og margt mjög flott af þessu. Á hinu skipinu vorum við bara með Rip Curl en þar sem að þetta er allt stærra hérna þá er pláss fyrir miklu meira af fötum og dóti.
Mér líst ágætlega á þetta allt saman eins og er. Var smá tíma að komast inn í þetta aftur og læra á hlutina hérna og er auðvitað enn að læra J Það er búið að vera “hæfilega mikið“ álag.. Það er mikil vinna í kringum búðina mína og margt sem þarf að gera á hverjum degi og fylgjast með. En þar sem að ég var í því sama á hinu skipinu þá veit ég hvernig þetta virkar og verð fljót að komast inn í þetta J
Ég ætla eitthvað að reyna að halda þessu bloggi gangandi á meðan ég er hérna svo það séu nú allir með á nótunum J
Fyrir þá sem ekki vissu, þá er ég komin á skip aftur í Ástralíu en í þetta sinn á The Pacific Pearl. Ástæðan fyrir því að ég fór hingað aftur er sú að ég var búin að ákveða að elta Mike gamla yfirmanninn minn og snilling með meiru á hans næsta skip. Hann átti að vera að fara á eitthvað gourmet skip á gourmet stað en var svo látinn fara hingað aftur og ég ákvað að koma samt því hann er bestur í heimi J
Eeeeen!... Skipafyrirtækið heitir P&O Australia og eru þeir með 4 skip. The Sun (gamla mitt), The Dawn, The Jewel og svo er þetta nýjasta skipið þeirra sem þeir tóku inn í nóvember 2010, eftir að það var tekið í gegn frá toppi til táar.
Þetta skip er örlítið stærra en The Sun en aðeins færri farþegar. Þau eru svipuð í útliti og svipað gömul en þetta er töluvert flottara og nýtískulegra bæði að innan og utan.
Það eru 14 dekk á þessu skipi og er klefinn minn á dekki 2. Hann er svona tvöfalt stærri en gamli en frekar ógeðslegur... En það er verið að byggja nýja klefa á móti okkur sem við flyjum inn í bráðlega.. vúhú! Ég er með stelpu í herbergi sem er frá Makedóníu og heitir Jasmina. Hún er einmitt fyrrverandi kærasta Mo besta vinar míns á The Sun, sem er frekar fyndið...
Við erum 13 starfsmenn í búðunum (eigum að vera 15) og þar af aðeins 3 strákar. Við erum rosalega góður hópur. Allir þvílíkt duglegir sem gerir það að verkum að það er minna álag og stress í gangi.
Búðirnar eru margfalt flottari og stærri en á hinu skipinu. Þar voru bara 4 búðir en hérna eru 6.
Á dekki 12 er Aqua Hut sem er alveg eins og á The Sun með snorkel dóti og fl.
Á dekki 7 eru 2 búðir, skartgripabúð og ilmvatns-og snyrtivörubúð.
Svo á dekki 6 eru 2 búðir, Chocoblock (búð full af súkkulaði.. mmmm!) og Resort Collection sem skiptist eiginlega í þrjá hluta, 1/3 er Beach Culture, 1/3 Logo (gjafavara) og 1/3 Guess, Swarovski, Fossil, sólgleraugu og fleira skart og fylgihlutir.
Síðast en ekki síst er það Essentials á dekki 5. Sú búð er ekki Tax-free og er því alltaf opin og í henni erum við með tannbursta, tannkrem, sólarvörn, teygjur, greiður, verkjatöflur og þess háttar dót ásamt súkkulaði og gjafavöru.
Mike setti mig strax inn í Beach Culture þegar ég kom. Þar er ég með Billabong, Element, Rip Curl og fleiri merki. Þetta eru allt föt og fylgihlutir í surf-stíl og margt mjög flott af þessu. Á hinu skipinu vorum við bara með Rip Curl en þar sem að þetta er allt stærra hérna þá er pláss fyrir miklu meira af fötum og dóti.
Mér líst ágætlega á þetta allt saman eins og er. Var smá tíma að komast inn í þetta aftur og læra á hlutina hérna og er auðvitað enn að læra J Það er búið að vera “hæfilega mikið“ álag.. Það er mikil vinna í kringum búðina mína og margt sem þarf að gera á hverjum degi og fylgjast með. En þar sem að ég var í því sama á hinu skipinu þá veit ég hvernig þetta virkar og verð fljót að komast inn í þetta J
Ég er annars ekkert að grínast þegar ég segi ykkur að ég er ennþá að villast á þessu skipi! Ótrúlegt hvað maður er lengi að læra almennilega á þetta.. Mér finnst þetta skip líka vera flóknara en hitt. Það eru fleiri stigagangar og 10 sinnum fleiri crew-lyftur heldur en á hinu.. En þetta fer vonandi að síga inn J
Því miður er maturinn hérna nákvæmlega sá sami eins og á hinu skipinu.. ógeðslegur! Ég er strax komin í einhvern núðlu og peanut vítahring því ég bara get ekki hugsað mér að borða matinn sem er í boði fyrir okkur. Ef það er kjöt þá er það svo seigt að það er ekki manni bjóðandi og í einhverri olíusósu og ef það er kjúklingur þá er hann alltaf þurr og ógeðslegur. Allar sósur og allt er gjörsamlega bragðlaust og salat og brauð er gamalt og óætt... takk og bless! (Já! Ég er mjög bitur)
En sem betur fer getum við stundum fengið að borða uppi á farþegasvæðunum en það er auðvitað á sérstökum tímum og má ekki vera mikið að gera og svona..
Eeeeen... Fyrsta ferðin okkar var 10 dagar og var ágæt. Fórum til Brisbane, Port Douglas, Yorkey‘s Knob og Airlie Beach. Þetta er allt nálægt stóru kóralrifjunum við austurströnd Ástralíu þannig að það er afskaplega fallegt þarna. Ég var að vinna í Brisbane en fór út hina dagana að skoða og versla aðeins. Annars var ég lika bara svakalega þreytt eftir fyrstu dagana og reyndi að nýta frítímann í að sofa og slappa af... sem er alltaf gott J
Svo fengum við öll að fara fyrr eitt kvöld í ferðinni og kláruðum þá kl. 20:00. Við stelpurnar bókuðum okkur borð á Waterfront veitingastaðnum og fengum almennilegan mat sem var æði. Eftir það dró ég Mike með mér á show í stóra salnum og svo enduðum við öll á barnum í smá kokteilpartýi. Ótrúlega gott að fá smá frí og gera eitthvað skemmtilegt!
Því miður er maturinn hérna nákvæmlega sá sami eins og á hinu skipinu.. ógeðslegur! Ég er strax komin í einhvern núðlu og peanut vítahring því ég bara get ekki hugsað mér að borða matinn sem er í boði fyrir okkur. Ef það er kjöt þá er það svo seigt að það er ekki manni bjóðandi og í einhverri olíusósu og ef það er kjúklingur þá er hann alltaf þurr og ógeðslegur. Allar sósur og allt er gjörsamlega bragðlaust og salat og brauð er gamalt og óætt... takk og bless! (Já! Ég er mjög bitur)
En sem betur fer getum við stundum fengið að borða uppi á farþegasvæðunum en það er auðvitað á sérstökum tímum og má ekki vera mikið að gera og svona..
Eeeeen... Fyrsta ferðin okkar var 10 dagar og var ágæt. Fórum til Brisbane, Port Douglas, Yorkey‘s Knob og Airlie Beach. Þetta er allt nálægt stóru kóralrifjunum við austurströnd Ástralíu þannig að það er afskaplega fallegt þarna. Ég var að vinna í Brisbane en fór út hina dagana að skoða og versla aðeins. Annars var ég lika bara svakalega þreytt eftir fyrstu dagana og reyndi að nýta frítímann í að sofa og slappa af... sem er alltaf gott J
Svo fengum við öll að fara fyrr eitt kvöld í ferðinni og kláruðum þá kl. 20:00. Við stelpurnar bókuðum okkur borð á Waterfront veitingastaðnum og fengum almennilegan mat sem var æði. Eftir það dró ég Mike með mér á show í stóra salnum og svo enduðum við öll á barnum í smá kokteilpartýi. Ótrúlega gott að fá smá frí og gera eitthvað skemmtilegt!
Svo vorum við shoppies með afmælispartý á barnum fyrir Mike 25. Ágúst og það var S-partý! Þá áttu allir að koma sem eitthvað sem byrjar á S, sem var mjög skrautlegt! Mike keypti sé risa leikfangaskel í Brisbane,sagaði gat í hana og kom íklæddur henni sem Shellfish sem var eitt það fyndnasta sem ég hef á ævi minni séð! Þegar hann beygði sig aðeins niður þá lokaðist hann inni í skelinni og hann komst ekki út og inn um dyr án þess að snúa sér á hlið því skelin var svo stór.. hahaha! Ég bjó til risa skeið úr pappa og klæddi hana álpappír og var með hana fasta á mér og var Spoon. Aðrir búningar voru: sailor, sheriff, strawberry, slinky (gormur), sanitary napkin (dömubindi!!), soccerplayer, schoolteacher, schoolboy, sous chef, sharkattack-victim, seventeen, south african, swimmer, smurfs, sheep, suicide-victim, SWAT team, surgeon og eitthvað fleira.. Ssssssjúklega skemmtilegt partý og fólk var í ruglinu langt fram á morgun auðvitað.. haha J
Í dag var turnaround og er heimahöfnin okkar Sydney í augnablikinu.. Mike er að þjálfa mig upp í bíða fyrir utan skipið kl. 8 og taka á móti sendingunum og láta þá koma brettunum okkar um borð sem fyrst. Var í því í morgun með stelpu sem er að fara heim eftir nokkrar vikur og það var fínt.. Svo þarf að fara með þetta allt á lagerinn og merkja við að allt hafi komið og svo þarf að verðmerkja allt þar á eftir.. Við fengum litla sendingu í dag (6 bretti) og kláruðum það frekar snemma eða um 13:30. Ég og Natasha vinkona mín drifum okkur út og niðrí Darling Harbour og fengum okkur Subway og löbbuðum aðeins um og fórum svo aftur tilbaka því við byrjuðum að vinna kl. 15:00 aftur. Búðirnar lokuðu svo loksins 23:00 í kvöld eftir langan dag þar sem Subway var klárlega bjargvættur dagsins J
Nú taka svo við 2 dagar á sjó, Emerald Bay, Noumea og Isle of Pines og 2 dagar á sjó aftur til Sydney.
Svo er ég bara að fara í 14 daga ferð til Fiji eftir það krakkar mínir! Get sko ekki beðið....
En ég ætla að láta þetta gott heita.. Kem með aðra færslu bráðlega og ég lofa að setja inn myndir þá J
Ekki gleyma að kommenta !!
-BrynjaSif
Í dag var turnaround og er heimahöfnin okkar Sydney í augnablikinu.. Mike er að þjálfa mig upp í bíða fyrir utan skipið kl. 8 og taka á móti sendingunum og láta þá koma brettunum okkar um borð sem fyrst. Var í því í morgun með stelpu sem er að fara heim eftir nokkrar vikur og það var fínt.. Svo þarf að fara með þetta allt á lagerinn og merkja við að allt hafi komið og svo þarf að verðmerkja allt þar á eftir.. Við fengum litla sendingu í dag (6 bretti) og kláruðum það frekar snemma eða um 13:30. Ég og Natasha vinkona mín drifum okkur út og niðrí Darling Harbour og fengum okkur Subway og löbbuðum aðeins um og fórum svo aftur tilbaka því við byrjuðum að vinna kl. 15:00 aftur. Búðirnar lokuðu svo loksins 23:00 í kvöld eftir langan dag þar sem Subway var klárlega bjargvættur dagsins J
Nú taka svo við 2 dagar á sjó, Emerald Bay, Noumea og Isle of Pines og 2 dagar á sjó aftur til Sydney.
Svo er ég bara að fara í 14 daga ferð til Fiji eftir það krakkar mínir! Get sko ekki beðið....
En ég ætla að láta þetta gott heita.. Kem með aðra færslu bráðlega og ég lofa að setja inn myndir þá J
Ekki gleyma að kommenta !!
-BrynjaSif
Gaman að lesa þetta Brynja mín :) Hehehe algjör snilld með búningana!:D Hafðu það súper gott- Kveðja Anna Margrét :D
ReplyDeletegaman að sjá, hlakka til að sja myndir :)
ReplyDeleteJeei loksins! Ég var að hjálpa mömmu í dag þannig ég komst ekki á skype en við verðum allavega að heyrast aðeins áður en ég fer á fimmtudaginn:) Sendu mér sms þegar þú kemst
ReplyDeleteHæ Brynja mín,
ReplyDeleteÞetta hljómar allt vel og spennó með Fitchi, man ekki alveg hvernig það var skrifað.Við erum bara hress og Golli líka, fékk nýja gamla matinn sinn áðan og var ægilega ánægður með það. knús knús mamma
hahah shellfish! það vantar ekki hugmyndaflugið hjá ykkur vá hefði alveg verið til í þetta partý!
ReplyDeleteFiji hljómar alls ekki illa vá örugglega paradís, hafðu það gott og ekki vinna yfir þig!
kv Ruttla
Vei, vei, vei!
ReplyDeleteÚ blogg:)
ReplyDeleteGaman að lesa þetta og eg verð fastagestur á síðunni hér eftir :)