Wednesday, March 9, 2011

Ship of dreams?

Áður en ég segi ykkur frá því hvað hefur á daga mína drifið ætla ég að taka smá kennslu í að tala eins og Ástralarnir!

Byrjum á þessu..

Oy mate!

How are ya?

How ya goin?

You alright?

Can I just grab them ones?

Can I just grab them two?

Svo er fleira sem þau eru öll með á heilanum..

Fyrst og fremst er það.. HEAPS!.. Lýsingarorð sem þau nota fyrir flest allt sem er eitthvað rosalegt..

Thats heaps nice! .. híps nooooijs (mjög vinsælt!)
You‘ve got heaps of them ones!
You can fit heaps in that bag!
Heaps fun!
Thanks heaps!
Heaps, heaps, heaps...!!

Í öðru lagi..

No worries!
Þetta hefur mjög sveigjanlega merkingu.. Getur þýtt takk, það var lítið, sjáumst seinna, ekkert mál, engar áhyggjur og fleira og fleira..

Næst er það..

Too easy!
Þetta hefur svipaða merkingu og no worries.. En þetta getur líka þýtt: Vá! eða..  Vá, en sniðugt!

Svo er það..

Cheers!
Þetta getur þýtt.. Takk, bless, sjáumst eða eitthvað í þeim dúr.

Svo má ekki gleyma..

Taaaahhh...!
Einfalt: TAKK!:)

Svo er eitt sem mér fannst mjög fyndið þegar ég heyrði þetta fyrst.. En þegar þeir nota “couple of“ sem við myndum skilja sem nokkrir eða nokkur þá meina þeir sko 2!! Og þau verða sko alveg móðguð þegar maður misskilur þetta..
“And a couple of them ones please“
Ég: “Yes, how many do you want?“
Þá kemur hneykslusvipurinn rosalegi.. “Two!!“
Guð, afsakið mig sko.. !

Svo nota þeir Thongs í stað Flip flops... Vá hvað ég misskildi það fyrst þegar ég heyrði það! Hahaha
J

Jáá, það er gaman að þessu öllu saman
J

Það er annars allt gott að frétta af mér. Það var töluvert rólegra yfir öllu í síðasta mánuði heldur en í janúar. Ekki jafn mikið stress og meiri frítími.
Ég er komin með fasta aðstoðarkonu í búðina mína og er það hún Andrea mín
J Hún er oftast með mér núna og leysir mig af þegar ég fer í pásur og þarf að skottast um eftir vörum og fleiru. Við erum alltaf í góðum gír og erum orðnar þekktar fyrir læti og prakkaraskap í búðinni.
Tókum smá syrpu um daginn og vorum að gera at í öllum. Mikið af staffinu er nefninlega með pager sem virkar þannig að hver pager er með sér númer og maður hringir í það og skilur eftir númerið sem maður er að hringja úr og svo hringir fólk til baka. Nema hvað.. Við vorum að hringja í alla sem við vissum pager-númerið hjá og stimpla inn númerið hjá einhverjum öðrum. Svo var fólk hringjandi um allt skip og engin skildi neitt í neinu og við vorum alveg í kasti yfir þessu! Hahaha..
Tókum alla vini okkar í ræstingar-liðinu í gegn og vorum að láta þá hringja í hvorn annan í kross og hringja í Mo á skrifstofuna og stelpurnar í spainu og fleira.. Svo uppgötvaðist þetta auðvitað allt á endanum þegar ég lét þá alla hringja í Andreu þegar hún var í pásu og hún uppljóstraði öllu saman.. Haha!
J

Af búskapi okkar Steff er það að frétta að mér er farið að líða eins og ég sé ein í klefa aftur þar sem að hún er komin með einhvern kæró sem hún er alltaf hjá. Hann er vélstjóri og þeir lifa sko góðu lífi hér um borð. Eru með egin klefa, vinna um 6 tíma á dag, eru með herbergisþjónustu, eru á lúxusfæði, borga ekki fyrir neitt, eru á dúndurkaupi og mega gera allt sem þeim sýnist. Svo í þokkabót eru samningarnir þeirra aldrei meira en 3 mánuðir!

Við vorum þónokkur sem áttum afmæli í síðustu ferð.
Larissa videoupptökupæjan mín átti afmæli 12. feb og það var haldið Oldpeople-party á barnum í því tilefni. Allir áttu að dressa sig upp sem gamalt fólk og það var bara ágætis þátttaka. Ég hélt ég yrði ekki eldri ég hló svo mikið allt kvöldið.. Guð!! Alltaf fleiri og fleiri að koma inn um dyrnar og allir í karakter með kryppu og göngustaf. Ótrúlegt hvað fólki datt í hug. Dan vinur minn sem er dansari var dressaður sem gömul kona og ég get svo svarið það að þetta var eitt það ófríðasta sem ég hef á ævi minni séð!.. HAHA! Við vorum allar með varalit á tönnunum en hann fór algjörlega yfir strikið og var með varalit út um allt andlit og klessur á öllum tönnum og brosti sínu breiðasta. Hélt ég myndi míga á mig...

Svo átti Mo elskan mín afmæli 13. feb og það var næstum fullur bar og allir í góðum gír. Á miðnætti var svo hópsöngur því við vorum þrjú sem áttum þá afmæli. Ég, Leigh vinkona mín úr spainu og Lars dúllan mín sem er yfirvélvirki. Frekar rólegt kvöld en það var mæting kl. 8 daginn eftir, þannig að allir fóru frekar snemma heim.. Enda allir að spara sig fyrir næstkomandi kvöld :D:D

Afmælisdagurinn var í hreinskilni sagt ekkert sérstakur, en kvöldið var geggjað. Ég fékk eiginlega engar hamingjuóskir heldur 300 valentínusaróskir og kort. Svo var einhver þrjóska í Mo og hann lét mig vinna allan daginn og allt kvöldið og það var eeekkert að gera. Þegar við loksins kláruðum var hlupið niður og gert sig reddý á mettíma og svo beinustu leið á barinn. Við vorum öll uppdressuð og sæt, sem mér fannst mjög gaman
J Það var traffic-light partý og barinn var gjörsamlega stútfullur. Það var sungið fyrir okkur  og svo var sungið aftur á miðnætti fyrir Jackie receptionist, sem átti þá afmæli. Það var djammað langt fram eftir morgni og svaka stuð.
Við vorum öll mjög falleg og fersk morguninn eftir.. eða þannig! Freeekar langur dagur og það var ekki shoppie að sjá á barnum það kvöld.

Síðan að við fengum nýjan Cruise director er búið að vera slatti af partýum.. enda finnst honum sko ekki leiðinlegt að fá sér í aðra!
Það var haldið risa partý í einum veislusalnum og var þemað GANGSTER. Ég ég Meagan vorum í fríi það kvöld og hituðum upp á barnum og fórum svo og dressuðum okkur upp íkt ganster og fórum í partýið. Svo kom allt liðið eftir vinnu og það var djammað og dansað langt fram á nótt. Öryggisverðirnir voru í mesta basli við að koma öllum út og uppí bæli því fólk var sko ekkert á því að fara að sofa. Ég vil taka það fram að ég og mitt fólk tilheyrðum ekki þessum hópi ... það kvöld.

Svo var það partýið okkar sem var haldið á barnum og var þemað “Under the sea“ ... Ég, Laura og Hannah vorum hafmeyjur, Steff var gulur og blár fiskur, Meagan var selur, Mo var Nemo, Vicky var Svampur Sveinsson, Michaela var skjaldbaka, Mike var Triton úr Litlu hafmeyjunni og Andrea var Ursula.. HAHAHA!
Á barnum mátti svo sjá ýmsar útgáfur af hákörlum, selum, fiskum, hafmeyjum, köfurum, kröbbum og ýmsum teiknimyndapersónum. Við vorum nokkra daga að undirbúa skreytingar og veitingar fyrir partýið. Vorum að föndra alla daga og eyddum miklu púðri í búningana okkar þar sem þetta var jú okkar partý. Allt heppnaðist rosa vel og þið vitið hvernig þessi saga endar.. djamm, djamm og meira djamm.

Annars eru kareoke kvöldin orðin uppáhalds hjá okkur shoppies. Steff er svo helvíti lúmsk og fer alltaf og velur lag fyrir alla og svo neyðist maður til þess að syngja! Hún hefur sem betur fer ekki gert það við mig.. ætli það sé ekki því hún hefur heyrt mig syngja þegar ég held að hún heyri ekki til.. Haha!
En vá það er búið að vera svo gaman síðustu kareoke kvöld! Við misstum okkur eitt kvöldið og sungum lag eftir lag og slógum alveg í gegn sko!
J Svo eru dansararnir og söngvararnir alltaf að syngja saman  og það er geggjað stuð.

Svo eru Quiz kvöldin líka orðin mjög vinsæl hjá okkur. Þau eru þannig að það eru 6 saman í hóp og svo eru lesnar upp spurningar og hver hópur skrifar niður svarið og sá hópur sem fær flestar réttar vinnur. Það eru 4 umferðir og 10 spurningar í hverri umferð. Við erum alltaf að verða betri og betri, en við vorum fyrst í 3. sæti, svo næst í 2. sæti og svo síðast unnum við! Wooop!
J Fengum öll internet kort á mann og vorum mjög sátt með sigurinn!! J Núna er þetta orðið hálfgert stríð á milli liða og allir komnir í keppnisskap. Nú bíðum við bara spennt eftir næstu keppni J

Ég veit að ég er alltaf að segja ykkur frá einhverjum partýum og djammi en málið er það að það er bara frekar lítið annað sem hægt er að gera eftir vinnu. Svo langar manni oft líka bara að kíkja út, hitta vinina og skemmta sér þegar maður klárar 14 tíma vinnudag... Ótrúlegt, en satt
J
Stelpur! Þið voruð að velta því fyrir ykkur hvernig við færum að því að vinna svona mikið en samt djamma svona mikið líka.. Ég get eiginlega ekki útskýrt þetta á einfaldan hátt..
Í fyrsta lagi erum við aldrei að drekka það mikið að við verðum eitthvað þunn að viti. Maður er kannski að drekka nokkra bjóra eða nokkur glös þegar við erum að vinna snemma daginn eftir.
Í öðru lagi þá held ég að maður leyfi sér bara ekkert að verða þunnur því að maður veit að það er 14 tíma vinnudagur framundan og það er ekkert gefið eftir..
Síðast en ekki síst þá er svooo gaman á barnum að það er bara alveg þess virði að vera soldið myglaður daginn eftir .. Hahaha
J

Eitt sem er búið að vera að skemmta okkur síðustu vikur.. Á hverjum degi kl. 12:00 á hádegi er lesin upp tilkynning um stöðu skipsins og heyrist um allt skip. Í henni er talað um staðsetninguna, veðrið, næsta áfangastað og svo framvegis. Svo er alltaf verið að reyna að segja einhverja brandara í lokin. Svo síðustu vikur er Mike vinur okkar sem er 3rd officer búinn að vera að lesa upp þessar tilkynningar. Hann þolir ekki að þurfa að gera þetta og er alltaf í mesta basli við að semja tilkynningarnar og sérstaklega að þurfa að koma með einhverja fróðleiksmola og brandara í lokin. Þannig að í stað þess að gera það þá endar hann núna hverja tilkynningu á því að ljóstra upp leyndarmálum um staffið og skjóta á okkur og mjög oft erum það við shoppies sem verðum fyrir högginu.
Laura mín var tekin í gegn í síðustu viku en hún hafði nokkrum dögum áður verið að tala við bróður sinn heima og hann tilkynnti henni það að hann ætlaði að keyra til London og koma að sækja hana á flugvöllinn þegar hún fer heim, sem er eftir 2 vikur. Hún var svo yfir sig ánægð að hún gat ekki hætt að tala um þetta og var búin að segja gjörsamlega öllum frá þessu ef ekki tvisvar eða þrisvar og var byrjuð að segja farþegum frá þessu líka! Hahaha! Við vorum öll farin að gera grín að henni og haldiði ekki að Mike hafi endað tilkynningu nokkrum dögum seinna á því að formlega segja öllum að bróðir hennar Laura í duty free búðinni ætlaði sko að sækja hana á flugvöllin þegar hún færi heim. Við sprungum auðvitað öll úr hlátri og hún greyið stóð í búðinni og roðnaði einsog ég veit ekki hvað! Hahahaha!
J
Svo var það alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi.. Einn daginn var það að hann væri svo þreyttur því að partýdýrin í búðunum höfðu verið að halda fyrir honum vöku nóttina áður.. Svo næsta dag átti Michaela að vera svo rosalega ástfangin af honum og daginn eftir það fór hann að ljóstra upp samböndum  sem engum grunaði neitt um. Svo einn daginn hvatti hann alla til þess að fara og láta einn barþjóninn blanda sér kokteil því hann væri svo ofboðslega klár og þessi barþjónn hafði verið alveg á perunni kvöldið áður og var alveg glær því hann var svo þunnur og hann var sko ekki sáttur með þetta hjá Mike.. hahaha!
Þetta var eiginlega orðið þannig að það voru allir orðnir hálf stressaðir þegar fór að líða að hádegi..
J

En frá einu yfir í annað.. Loksins, loksins kom að ferðinni okkar til Nýja Sjálands! Hún er nú á enda komin reyndar og er búin að vera mesta klúður í heimi!! Vélin er búin að bila nokkrum sinnum og við komum tvisvar 4 tímum of seint í höfn og lögðum einu sinni of seint af stað. Eins og þið hafið öll líklegast heyrt í fréttunum var rosalegur jarðskjálfti í Christchurch og gerðist þetta 3 dögum áður en við áttum að fara þangað. Það var strax vitað að við værum ekki að fara þangað út af þessu og fengum við að vita daginn áður að við værum að fara á litla eyju í staðin. Það var frekar svekkjandi því við vorum að vona að við yrðum í Wellington í 2 daga í stað þess að sigla eitthvert annað.. Eeeeen.. Haldiði ekki að vélin hafi endanlega gefið sig um kvöldið þegar við vorum að leggja af stað frá eyjunni og þá var okkur tilkynnt að við yrðum að leggja af stað aftur til Newcastle strax til þess að koma þangað á réttum tíma. Þetta þýddi það að við misstum af tveimur borgum og áttum þá að sigla í fjóra daga í stað þess að vera í höfn í tvo og sigla svo í tvo heim. Ógeðslega svekkjandi .. Farþegarnir voru sko EKKI sáttir og við fengum allt nöldrið beint í æð.
Tveimur dögum seinna kom ný tilkynning frá skipsstjóranum.. Við vorum búin að vera að sigla hægar en búist var við og út af því áttum við ekki að komast í land fyrr en 19:00 í stað 08:00. Þetta var nú ekki svo slæmt fyrir okkur því við hefðum þá átt að loka kl. 19:00 og hefðum fengið frí um kvöldið og mætt fyrstalagi 10 daginn eftir.
Þegar við erum í öryggisæfingum þá eru allir starfsmenn með ákveðið hlutverk og erum við í búðunum, spa-stelpurnar og casino fólkið til dæmis Stairway guides. Það þýðir að við stöndum í stigagöngunum og leiðbeinum fólki til sinnar “Muster station“ og aðstoðum það við allt sem við getum. Á efstu dekkjunum er stærstu rýmunum skipt niður í 4 parta og er hver partur ein Muster station (A,B,C og D). Þangað er allt fólkið flutt og þar eru starfsmenn sem eru allir með sitt hlutverk við að aðstoða farþegana og ýmist fleira. Þarna stjórnar fólkið sem er í skemmtibransanum öllu og þau eru mikilvægasta fólkið og þurfa að vita allt um það hvað á að gera í ýmsum aðstæðum. Ef búist er við einhverju hættuástandi er strax haft samband við þau og þau látin vita að bjöllunum gæti verið hringt seinna og allir þyrftu þá að fara í sína stöðu.  Þá vitið þið það
J
Þar sem að krakkarnir úr skemmtibransanum (dansarar, söngvarar, leikarar, sirkusfólkið og fl.) eru vinir okkar þá fengum við þær fréttir beint í æð rétt áður en að skipsstjórinn tilkynnti um seinkunina að við værum að fara að sigla “í gegnum“ tvo storma á næstu 12 tímum og að mjög líklegt væri að bjöllunum yrði hringt og allir þyrftu að fara í stöðu því að veltingurinn yrði svo mikill að það gæti orðið hættulegt.
Það var búið að vera smá hreyfing á skipinu um morguninn og það var alltaf að verða verra og verra. Við vorum náttúrulega líka bara að sigla á einni bilaðri vél, sem hafði stór áhrif á hreyfingu skipsins. Farþegarnir fengu ekkert að vita og við áttum ekkert að fá að vita heldur strax en sumir voru alveg að fríka út eftir að þetta fréttist og Andrea greyið var farin að biðja til guðs og allt því hún var svo hrædd. Hahaha
J Ég og Matt vorum yfir okkur spennt og vorum að vona að eitthvað krassandi myndi gerast..!
Ástandið varð “því miður“ aldrei svona slæmt en þetta var samt það versta sem ég hef upplifað síðan ég kom hingað. Hlutir fóru aðeins af stað og ég var hlaupandi um búðina tínandi upp bangsa og dót sem var að detta af hillunum allt kvöldið.
Seinni stormurinn átti að hafa áhrif á okkur morguninn eftir en okkur seinkaði ennþá meira út af hinum og byrjuðum því að finna fyrir óróleika seinnipartinn og það stóð yfir í nokkra tíma en var ekki eins slæmt og kvöldið áður. Fólkið var frekar rólegt yfir þessu og ekki margir sem urðu veikir.
Enn og aftur kom tilkynning frá skipsstjóranum.. 12 tíma seinkun í viðbót út af stormunum.. Takk fyrir kærlega!
Þetta endaði þannig að við vorum sólarhring of sein til Newcastle og sigldum ekki fyrr en sólarhring eftir að við komum í höfn.  
Fyrir utan allt ruglið þá var Nýja Sjáland bara awesome!
J Það var frekar kalt og ekki eins rakt og það er alltaf. Ég tók fullt af myndum sem þið fáið að sjá seinna J

Eftir Nýja Sjáland fór við í 3 daga boozecruise sem átti reyndar að vera 5 dagar en styttist út af seinkuninni. Við vorum eins og alltaf ógeðslega  busy og við erum öll orðin frekar þreytt. Eftir hana tók við 3 daga boozecruise og það var sama sagan.. Busy, busy, busy.. þreyta, þreyta og meiri þreyta.

Loksins fór að styttast í nokkra frídaga en næst var ferðinni heitið til Noumea og Isle of Pines. Reyndar frekar pirrandi ferðir þessar stuttu ferðir með tveimur dögum í höfn, en það var þó smá frí.
Í þessum töluðu orðum er ég að vinna minn 14. dag í röð með lágmark 12 tíma vinnu á hverjum degi og mig langaði að grenja í gær ég var svo ógeðslega þreytt og ómöguleg. Það er búið að vera svo bilað álag á okkur og strákarnir eru alveg að fríka út úr stressi.
Til þess að toppa þetta allt saman þá var skipsstjórinn að tilkynna það fyrir klukkutíma að vélin er biluð.. AFTUR... missum því Isle of Pines og verðum í Noumea í hálfan dag.. Ég er að vinna frá 8-13 þennan dag og svo ætlar helv**** kallinn að hafa öryggisæfingu seinnipartinn..
Held það sé ekkert annað við þessu að gera nema að detta bara hressilega í það í kvöld..

Það var gaman að vera með ykkur..
Heyrumst!

-Blý

3 comments:

  1. Hæ Brynja mín :) Þetta er í fyrsta sinn sem að ég skoða bloggið þitt. Ótrúlega gaman að lesa og sjá hvað þú ert að gera þarna út á skipinu:)
    Heyrist þetta vara bara rosalega mikið djamm og endalaus vinna líka :)
    Hafðu það gott !
    Kveðjur frá mér og Matthíasi Andra :)

    ReplyDelete
  2. Ég er allavega búin að komast að því að Mike er uppáhalds minn á skipinu.. ógeðslega fyndið hja honum! haha :) og líka gömlu-fólka partýið!! óguð ég hefði tapað mér úr hlátri haha með varalit á tönnunum haha!!

    Endalaust gaman að lesa bloggin þin Brynja! Elska þegar það kemur nýtt:) Bara sirkað 3 og hálfur mánuður í þig !;) En þetta er þvílíkt ævintýri sem þú ert að upplifa svo haltu áfram að njóta þín og skemmta þér vel. Sakna þín mikið!

    ReplyDelete
  3. Já hææ! Eg sá þetta blogg NÚNA.. hvurslags! Elska alltaf ný blogg frá þér, greinilega mjööög gaman og greinilega ALLTOF mikil vinna lögð á ykkur :(
    Þetta er svo mikið ævintýri þarna hjá þér, ég hefði pottþétt fríkað út út af þessum stormum og séð fyrir mér e-ð Titanic drama "Is anybody out there?!" rugl.. en ekki hetjan Brynja ;)

    Skemmtu þér ennþá meira og hlakka meeega til að sjá þig aftur :D :D
    Kv., Helena og Viktoría Dís :)

    ReplyDelete