Blessuð!
Var að koma um borð á skipið fyrir um 4 tímum og allt í messi!
Flugferðin frá London-Hong Kong-Sydney var algjört hell! Mjög lítið pláss í vélinni, sérstaklega fyrir lappalanga einsog mig (mamma þú hefðir bilast!) og mjööög erfitt að halda rónni í 12 tíma fluginu frá London til Hong Kong. Frá Hong Kong til Sydney var skömminni skárra.. 9 tímar og sætið við hliðina á mér var laust þannig að ég gat aðeins hreyft mig... Þrátt fyrir það svaf ég ekkert af viti og 3 tíma nóttina fyrir brottför, þannig að þið getið ýmindað ykkur hvernig ég er í apagrímunni þessa stundina..
Ég var búin að hugsa það alla vikuna að taskan mín ætti eftir að týnast á þessu langa ferðalagi og viti menn..
Þegar ég kom til Sydney beið ég í 45 mín eftir töskunni.. Svo þegar við vorum þarna 2 eftir að bíða kemur maður til mín og spyr mig að nafni og segir svo voða rólegur að taskan mín hafi orðið eftir í London og að hún komi bara í fyrramálið...!!! Alveg frábært! Ég ekki með eina einustu flík í handfarangri og búin að vera á 30 tíma ferðalagi og gat ekki beðið eftir því að komast í sturtu og skipta um föt..
Þar sem að ég verð farin til Melbourne á morgun þarf að senda hana þangað og ég fæ hana þá vonandi á morgun eða á mánudaginn..
Sem betur fer er herbergisfélaginn minn, Maria frá Bretlandi rosalega indæl og lánaði mér allt sem ég þurfti, þannig að ég gat farið í sturtu og svona..
Svo fór ég strax í þjálfun og meiri þjálfun og fékk svo 2 tíma pásu til þess að "leggja mig" og skaust þá um allt skip til þess að finna internet og fann það loksins..
Ég er svo svakalega áttavillt hérna! Allt crew dæmið er í sitthvorum endanum og á sitthvoru dekkinu og ég er alveg í ruglinu hérna.. Er á crew barnum núna og ég veit ekki einusinni hvort ég sé fremst eða aftast í skipinu! Hahaha :D Þetta lærist víst á viku segja þau sem vinna hérna..
Við förum af stað til Melbourne á eftir og siglum framhjá óperuhúsinu fræga.. Ég er að vona að ég fái bara frí eftir öryggisæfinguna á eftir og geti slakað aðeins á og farið svo snemma að sofa, því ekki veitir af :)
Ég læt í mér heyra á næstu dögum og set inn nokkrar myndir..
Bæjó..
Brynja ;)
Guð fann svo til með þér þennan næstum því sólarhring sem þú varst í þessu flugi! Hræðilegt!
ReplyDeleteEn vonandi kemur taskan á morgun og þú getur byrjað að slaka á:)
þú verður pottþétt enga stund að læra á þetta allt saman og verður eflaust farin að djamma með nýju vinnufélögunum (þau toppa samt seint þá gömlu) áður en langt um líður;)
Saknaðarkveðjur
Þín systir og Golíat Freyr sem liggur hrjótandi á koddanum
Ég elska blogg! Saknaðarkveðjur á þig, er að fatta núna að þú ert farin! :O Spjallaði svo mikið í nótt að ég hef voða lítið að segja akkurat núna.. ;) Skemmtu þér vel, taskan kemur von bráðar og seinna muntu bara hlægja að þessu töskuatviki.. ;)
ReplyDelete..æi ég kann ekkert á þetta drasl, Hella7? Whatever.
ReplyDeleteHæ hæ Brynja mín, ég er prófa þetta...stór mál fyrir aldraða ..hehehhe... föðursystur að komast inn :)...fékk smá hjálp ;)
ReplyDeleteHæ elskan,
ReplyDeleteOhh mikið er ég glöð að þú ert komin heilu höldnu á leiðarenda, verst með töskuna. Hann sagði þetta vinur minn í ræktinni. Guud þorðuð þið að tékka farangurinn alla leið? Já þetta hefur verið erfitt ferðalag, ég bíð ekki í þetta með lappaplássið elskan. Er þetta bara fín káeta sem þið stöllur hafið? Gott að þú fékkst svona góðan herbergisfélaga. þú verður ekki lengi að læra á skipið, ertu ekki með ratvísi pabba? það verður gaman að sjá myndir frá þér. Ég sakna þín Brynja mín,hafðu það gott.
Kv. mamma
Taskan kemur á morgun og mamma.. það þarf meira en ratvísi pabba til þess að rata hérna! Þetta er bilun.. ég kemst ekki einusinni í klefann minn án hjalpar! En klefinn er ekki stór.. kojur og pínu klósett. en það er skrifborð og fataskápur og 2 skúffur. Skrifa um þetta allt og set inn myndir eftir nokkra daga :)
ReplyDeleteGaman að heyra frá þér!!
ReplyDeleteÞetta reddast með töskuna
Reddast allt á endanum
haha þetta reeeeddast.. :)
ReplyDelete