HALLÓÓÓ!
Ég ætla að byrja á því að biðjast velvirðingar á þessu bloggleysi en mér sýnist vera komin rúmur mánuður síðan ég bloggaði síðast... Ég er bara alveg steinhissa á því hvað þið eruð búin að kvarta lítið yfir þessu.
Úúúff.. where to start!
Eins og vanalega líður tíminn mjög hratt hérna, en mér líður eins og aðfangadagur hafi verið í gær. Veit ekki hvort þið áttið ykkur á því, en ég er búin að vera hérna í næstum 3 mánuði núna og á bara tæpa 5 mánuði eftir :O Vóóó.. J
En jólin og áramótin voru eins og ég bjóst við ekkert nema djamm og meira djamm. Það voru partý hvert einasta kvöld og allir í góðum gír.
Barinn var algjörlega STAPPAÐUR á aðfangadagskvöld en hann er mjög lítill miðað við fjöldann sem vinnur á skipinu. Mjög vel heppnað partý. Vorum svo í Port Vila daginn eftir þannig að við fengum flest að sofa út, sem er alltaf lúxus.
Eins og ég sagði ykkur í síðasta bloggi þá var vildi svo skemmtilega til að ég og Laura vorum í fríi á jóladag. Þurftum að koma að vinna í 2 tíma til þess að fólk gæti farið í pásur og svo fengum við að fara um 19:00. Við áttum pantað borð á veitingastað kl 20:30 og það var spes jóla-matseðill og allt rosa fínt. Við pöntuðum okkur kalkún sem var mjög góður en hann var auðvitað ekkert í líkingu við gourmet appelsínuöndina sem við borðum á jólunum heima.. Frekar erfitt að slá henni við. Laura var rosa sátt við þetta en hún er vön því að borða kalkún á jólunum.
Mariu tókst að gera jólin æðislega góð fyrir okkur. Fengum eins mikið frí og mögulegt var en hún greyið sat sveitt inni á skrifstofu öll jólin að vinna í pappírum og veseni. Ótrúlega mikið lagt á verslunarstjórann hérna.
Áður en við vissum af vorum við á leiðinni “heim“ til Sydney aftur eftir mjög svo góða og afslappandi ferð.
Slæmar fréttir að heiman gerðu næstu daga mjög erfiða. Hef aldrei áður fengið svona mikla heimþrá og það er ótrúlegt hvað maður þarf á fjölskyldu og vinum að halda þegar eitthvað kemur uppá. Sem betur fer á ég æðislegt fólk að hérna sem tók mig algjörlega að sér. Veit sérstaklega ekki hvar ég væri án Mo vinar míns, hann er klárlega bestastur í heimi.. J
Dagurinn í Sydney milli jóla og nýárs var mjög óvanalegur. Æðislega Maria gaf mér frí til þess að komast út að hitta Ella frænda. Hann kom að skipinu og hitti mig í móttökunni niðri. Við fórum fyrst á kaffihús og sátum þar í smá tíma, röltum svo niður George Street sem er svaka löng verslunargata og enduðum svo á Paddy‘s Market í Chinatown. Það var aðeins sjoppað og ég hljóp svo í matvörubúð til þess að kaupa núðlur og fleira þar sem matarbyrgðirnar mínar voru alveg að klárast. Þá var klukkan orðin margt og ég þurfti að drífa mig aftur á skipið til þess að koma ekki seint á öryggisæfinguna.
Mjög góður dagur í alla staði og gott að fá að hitta einhvern úr fjölskyldunni. Svo skrítið að tala bara íslensku í nokkra tíma.. Tók mig smá tíma að venjast því, er orðin svo vön því að tala ensku alla dagaJ
Áramótaferðin var frekar löng en hún var 6 dagar á sjó og 6 í höfn.
Gamlárskvöld var svo awesome! Eftir vinnu fórum við öll saman í myndartöku í okkar fínasta pússi. Svo var haldið upp á dekk 10 í kokteil í boði fyrirtækisinins og við vorum þar að blanda geði við farþega og starfsfólk í smá tíma. Svo fórum við niður á okkar elskulega bar og héldum gleðinni áfram með vinum og vandamönnum. Barinn hélt áfram að fyllast og það var alveg troðið eins og á aðfangadagskvöld. Rétt fyrir miðnætti fórum við nokkrar saman í partýrölt milli herbergja. Það var partý í öðrum hverjum klefa og allir rosa hressir. Barinn var svo opinn til rúmlega 5 en hann lokar vanalega um 2:30.
Svo voru nokkur partý í byrjun janúar, m.a. partý sem myndartökuliðið hélt og var þemað “Wear anything but clothes“... Það var eitt það skrautlegasta sem ég hef séð! Ýmindunaraflið sem fólk hefur sko.. Fólkið sem mætti umvafið í lökum og koddaverum var bara boring sko! Fólk var búið að sauma sér búninga úr gardínum, einn ljósmyndari var búin að búa til galla úr ljósmyndum, ein var í álpappírsgalla, vinur minn lagði mikla vinnu í galla úr pappa og honum tilheyrði hattur, sverð og skjöldur sem var mjög svalt! Spa stelpurnar voru í göllum úr leir og þangi, einn dansarinn var í búning úr JÁRNI.. Strákarnir okkar voru í göllum úr plastpokum og strigapokum.. mjööög fyndið! Svo voru tvær í göllum úr tímaritum og slógu algjörlega í gegn.. Ég, Laura og Michaela vorum ógeðslega boring og hunsuðum þemað og mættum bara í kjólum.. Ekki mjög vinsælt! J Snilldar partý í alla staði .. J
Annars er veðrið er búið að vera frekar pirrandi síðustu vikur. Það er ekki það að það sé ekki nógu heitt, því það er algjör steik úti og eins og alltaf geðveikt rakt loftið en það er búið að rigna svo mikið að við erum alveg að bilast! Það er aldrei hægt að tana því ef það er ekki rigning þá er of skýjað! Erum búnar að lenda nokkrum sinnum í því að það byrji að rigna á okkur þegar við erum í sólbaði.. EKKI sáttar sko..!
Janúar er búinn að vera svakalega strembinn og við erum öll búin að vera á haus! Okkur vantaði 2 manneskjur fyrstu vikuna og svo fóru Tahnee og Maria heim og það kom ein ný inn sem þýðir að okkur vantaði 3 manneskjur í 10 daga. Ótrúlegt hvað maður finnur mikið fyrir þessu. Við vorum geðveikt busy alla daga að reyna að koma nýjum vörum upp og svo í þokkabót vorum við með útsölu þannig að við þuftum að merkja niður endalaust af vörum. Útsalan var geðveiki því það var allt að 80% afsláttur af öllu og fólk gjörsamlega missti sig í gleðinni. Þetta var í sömu ferð og stormurinn var og við þurftum að snúa við því það var svo slæmt í sjóinn og misstum þar 2 daga í höfn.. ekki gaman það! Held að ég hafi unnið að meðaltali 14 tíma á dag í 3 vikur og ég er vanalega með um 9-10 tíma... Við vorum líka öll að fara að kyrkja hvort annað því við vorum orðin svo þreytt og pirruð á þessu öllu saman.
Eeeen þetta lagaðist allt þegar við fengum loksins 3 nýjar manneskjur í Sydney síðast. Ég ætla bara að segja ykkur það að hún elskulega Andrea mín er komin aftur til okkar eftir 2 mánaða frí og ég hef alveg tekið gleði mína á ný og skil ekki hvernig ég gat verið án hennar svona lengi :D:D Hún er svooo fyndin að ég græt úr hlátri.. hahaha J
En eins og ég sagði þá kom fyrst ein ný stelpa og hún flutti inn til mín. JÁ þetta er fjórði herbergisfélaginn minn á 3 mánuðum og ég var ein í klefa í 2 vikur líka.. Hahaha! En hún heitir Stephanie og er frá UK eins og svo margir aðrir hérna. Mér leist ekkert alltof vel á hana fyrst og var soldið hrædd um að ég þyrfti að reyna að fá nýjan herbergisfélaga aftur, en svo smullum við svona líka saman og erum góðar vinkonur í dag. Við höfum það rosa gott núna þar sem að ísskápurinn okkar virkar nú loksins!! :D Fórum að versla í matinn í Noumea og sitjum nú oftar en ekki með osta, kex og sultu á pappakassa á gólfinu í góðu yfirlæti.. Allir frekar abbó útí okkur þar sem að við erum einu sem erum með ísskáp.. Hahaha ! J Hún verður með mér hérna í klefa 277 það sem eftir er af mínum samningi.. Sem er sniiilld J
Jájájá.. svo komu þessar 3 nýju og það var í fyrsta lagi Andrea mín. Svo er það Meagan sem er frá S-Afríku og elska hana líka! Þær systur eru saman í klefa og er alltaf ágætis háfaði á þeim bæ.
Svo er það Victoria sem er frá UK. Hún er pínu skrítin en ágæt þrátt fyrir það. Hún flutti inn til Láru minnar sem fær ennþá tár í augun ef minnst er á Sonet sem yfirgaf hana eftir 3,5 mánaða samveru þeirra í klefanum á móti mér.
Mike elsku besti verslunarstjóri er kominn aftur og ég var næstum búin að gleyma því hvað hann er skemmtilegur! Það er töluvert rólegra yfir öllu, enda er hann ekkert að æsa sig yfir einhverju smotteríi eins og stelpurnar. Hann er alltaf hangandi yfir mér í búðinni minni að fíflast.. elska hann! Haha J Hann verður líka hérna alveg þangað til að ég fer.. sem er snilld J
Já, það er búin að vera rosaleg endurnýjun í hópnum núna.. 3 stelpur farnar og svo fóru Luke og John heim í dag. Ég og Lára litla erum ekki sáttar með þetta en það eru tveir í viðbót að fara í febrúar og þá erum við bara fjögur eftir úr hópnum sem var hérna þegar ég kom :O
Ég hélt það myndi líða yfir mig um daginn þegar Ryan sem þrífur klefann minn sagði mér að þeir væru að fara að banna það að þeir væru að þrífa starfsmannaklefa. Þetta þurfti að gera því það var búið að gerast nokkrum sinnum að verðmætum var stolið úr klefum hjá staffi og þar sem að þeir eru með lykla þá þurfti að banna þetta alveg. Þetta tók gildi fyrir um viku og ég get sagt ykkur það klefinn okkar er ógeð!! Það var slæmt þegar hann kom ekki að þrífa í 3 daga og núna er það sko slæmt. Við vitum ekki einusinni hvar við eigum að fá hreinsiefni til þess að þrífa, ryksugu, rúmföt, handklæði eða klósettpappír! Við erum búnar að skiptast á að fara í mission og stela handklæðum og klósettpappír úr vögnunum sem þeir eru með til þess að þrífa farþegaklefana.. haha! Slææææmt ástand sko..
Ég ætla að byrja á því að biðjast velvirðingar á þessu bloggleysi en mér sýnist vera komin rúmur mánuður síðan ég bloggaði síðast... Ég er bara alveg steinhissa á því hvað þið eruð búin að kvarta lítið yfir þessu.
Úúúff.. where to start!
Eins og vanalega líður tíminn mjög hratt hérna, en mér líður eins og aðfangadagur hafi verið í gær. Veit ekki hvort þið áttið ykkur á því, en ég er búin að vera hérna í næstum 3 mánuði núna og á bara tæpa 5 mánuði eftir :O Vóóó.. J
En jólin og áramótin voru eins og ég bjóst við ekkert nema djamm og meira djamm. Það voru partý hvert einasta kvöld og allir í góðum gír.
Barinn var algjörlega STAPPAÐUR á aðfangadagskvöld en hann er mjög lítill miðað við fjöldann sem vinnur á skipinu. Mjög vel heppnað partý. Vorum svo í Port Vila daginn eftir þannig að við fengum flest að sofa út, sem er alltaf lúxus.
Eins og ég sagði ykkur í síðasta bloggi þá var vildi svo skemmtilega til að ég og Laura vorum í fríi á jóladag. Þurftum að koma að vinna í 2 tíma til þess að fólk gæti farið í pásur og svo fengum við að fara um 19:00. Við áttum pantað borð á veitingastað kl 20:30 og það var spes jóla-matseðill og allt rosa fínt. Við pöntuðum okkur kalkún sem var mjög góður en hann var auðvitað ekkert í líkingu við gourmet appelsínuöndina sem við borðum á jólunum heima.. Frekar erfitt að slá henni við. Laura var rosa sátt við þetta en hún er vön því að borða kalkún á jólunum.
Mariu tókst að gera jólin æðislega góð fyrir okkur. Fengum eins mikið frí og mögulegt var en hún greyið sat sveitt inni á skrifstofu öll jólin að vinna í pappírum og veseni. Ótrúlega mikið lagt á verslunarstjórann hérna.
Áður en við vissum af vorum við á leiðinni “heim“ til Sydney aftur eftir mjög svo góða og afslappandi ferð.
Slæmar fréttir að heiman gerðu næstu daga mjög erfiða. Hef aldrei áður fengið svona mikla heimþrá og það er ótrúlegt hvað maður þarf á fjölskyldu og vinum að halda þegar eitthvað kemur uppá. Sem betur fer á ég æðislegt fólk að hérna sem tók mig algjörlega að sér. Veit sérstaklega ekki hvar ég væri án Mo vinar míns, hann er klárlega bestastur í heimi.. J
Dagurinn í Sydney milli jóla og nýárs var mjög óvanalegur. Æðislega Maria gaf mér frí til þess að komast út að hitta Ella frænda. Hann kom að skipinu og hitti mig í móttökunni niðri. Við fórum fyrst á kaffihús og sátum þar í smá tíma, röltum svo niður George Street sem er svaka löng verslunargata og enduðum svo á Paddy‘s Market í Chinatown. Það var aðeins sjoppað og ég hljóp svo í matvörubúð til þess að kaupa núðlur og fleira þar sem matarbyrgðirnar mínar voru alveg að klárast. Þá var klukkan orðin margt og ég þurfti að drífa mig aftur á skipið til þess að koma ekki seint á öryggisæfinguna.
Mjög góður dagur í alla staði og gott að fá að hitta einhvern úr fjölskyldunni. Svo skrítið að tala bara íslensku í nokkra tíma.. Tók mig smá tíma að venjast því, er orðin svo vön því að tala ensku alla dagaJ
Áramótaferðin var frekar löng en hún var 6 dagar á sjó og 6 í höfn.
Gamlárskvöld var svo awesome! Eftir vinnu fórum við öll saman í myndartöku í okkar fínasta pússi. Svo var haldið upp á dekk 10 í kokteil í boði fyrirtækisinins og við vorum þar að blanda geði við farþega og starfsfólk í smá tíma. Svo fórum við niður á okkar elskulega bar og héldum gleðinni áfram með vinum og vandamönnum. Barinn hélt áfram að fyllast og það var alveg troðið eins og á aðfangadagskvöld. Rétt fyrir miðnætti fórum við nokkrar saman í partýrölt milli herbergja. Það var partý í öðrum hverjum klefa og allir rosa hressir. Barinn var svo opinn til rúmlega 5 en hann lokar vanalega um 2:30.
Svo voru nokkur partý í byrjun janúar, m.a. partý sem myndartökuliðið hélt og var þemað “Wear anything but clothes“... Það var eitt það skrautlegasta sem ég hef séð! Ýmindunaraflið sem fólk hefur sko.. Fólkið sem mætti umvafið í lökum og koddaverum var bara boring sko! Fólk var búið að sauma sér búninga úr gardínum, einn ljósmyndari var búin að búa til galla úr ljósmyndum, ein var í álpappírsgalla, vinur minn lagði mikla vinnu í galla úr pappa og honum tilheyrði hattur, sverð og skjöldur sem var mjög svalt! Spa stelpurnar voru í göllum úr leir og þangi, einn dansarinn var í búning úr JÁRNI.. Strákarnir okkar voru í göllum úr plastpokum og strigapokum.. mjööög fyndið! Svo voru tvær í göllum úr tímaritum og slógu algjörlega í gegn.. Ég, Laura og Michaela vorum ógeðslega boring og hunsuðum þemað og mættum bara í kjólum.. Ekki mjög vinsælt! J Snilldar partý í alla staði .. J
Annars er veðrið er búið að vera frekar pirrandi síðustu vikur. Það er ekki það að það sé ekki nógu heitt, því það er algjör steik úti og eins og alltaf geðveikt rakt loftið en það er búið að rigna svo mikið að við erum alveg að bilast! Það er aldrei hægt að tana því ef það er ekki rigning þá er of skýjað! Erum búnar að lenda nokkrum sinnum í því að það byrji að rigna á okkur þegar við erum í sólbaði.. EKKI sáttar sko..!
Janúar er búinn að vera svakalega strembinn og við erum öll búin að vera á haus! Okkur vantaði 2 manneskjur fyrstu vikuna og svo fóru Tahnee og Maria heim og það kom ein ný inn sem þýðir að okkur vantaði 3 manneskjur í 10 daga. Ótrúlegt hvað maður finnur mikið fyrir þessu. Við vorum geðveikt busy alla daga að reyna að koma nýjum vörum upp og svo í þokkabót vorum við með útsölu þannig að við þuftum að merkja niður endalaust af vörum. Útsalan var geðveiki því það var allt að 80% afsláttur af öllu og fólk gjörsamlega missti sig í gleðinni. Þetta var í sömu ferð og stormurinn var og við þurftum að snúa við því það var svo slæmt í sjóinn og misstum þar 2 daga í höfn.. ekki gaman það! Held að ég hafi unnið að meðaltali 14 tíma á dag í 3 vikur og ég er vanalega með um 9-10 tíma... Við vorum líka öll að fara að kyrkja hvort annað því við vorum orðin svo þreytt og pirruð á þessu öllu saman.
Eeeen þetta lagaðist allt þegar við fengum loksins 3 nýjar manneskjur í Sydney síðast. Ég ætla bara að segja ykkur það að hún elskulega Andrea mín er komin aftur til okkar eftir 2 mánaða frí og ég hef alveg tekið gleði mína á ný og skil ekki hvernig ég gat verið án hennar svona lengi :D:D Hún er svooo fyndin að ég græt úr hlátri.. hahaha J
En eins og ég sagði þá kom fyrst ein ný stelpa og hún flutti inn til mín. JÁ þetta er fjórði herbergisfélaginn minn á 3 mánuðum og ég var ein í klefa í 2 vikur líka.. Hahaha! En hún heitir Stephanie og er frá UK eins og svo margir aðrir hérna. Mér leist ekkert alltof vel á hana fyrst og var soldið hrædd um að ég þyrfti að reyna að fá nýjan herbergisfélaga aftur, en svo smullum við svona líka saman og erum góðar vinkonur í dag. Við höfum það rosa gott núna þar sem að ísskápurinn okkar virkar nú loksins!! :D Fórum að versla í matinn í Noumea og sitjum nú oftar en ekki með osta, kex og sultu á pappakassa á gólfinu í góðu yfirlæti.. Allir frekar abbó útí okkur þar sem að við erum einu sem erum með ísskáp.. Hahaha ! J Hún verður með mér hérna í klefa 277 það sem eftir er af mínum samningi.. Sem er sniiilld J
Jájájá.. svo komu þessar 3 nýju og það var í fyrsta lagi Andrea mín. Svo er það Meagan sem er frá S-Afríku og elska hana líka! Þær systur eru saman í klefa og er alltaf ágætis háfaði á þeim bæ.
Svo er það Victoria sem er frá UK. Hún er pínu skrítin en ágæt þrátt fyrir það. Hún flutti inn til Láru minnar sem fær ennþá tár í augun ef minnst er á Sonet sem yfirgaf hana eftir 3,5 mánaða samveru þeirra í klefanum á móti mér.
Mike elsku besti verslunarstjóri er kominn aftur og ég var næstum búin að gleyma því hvað hann er skemmtilegur! Það er töluvert rólegra yfir öllu, enda er hann ekkert að æsa sig yfir einhverju smotteríi eins og stelpurnar. Hann er alltaf hangandi yfir mér í búðinni minni að fíflast.. elska hann! Haha J Hann verður líka hérna alveg þangað til að ég fer.. sem er snilld J
Já, það er búin að vera rosaleg endurnýjun í hópnum núna.. 3 stelpur farnar og svo fóru Luke og John heim í dag. Ég og Lára litla erum ekki sáttar með þetta en það eru tveir í viðbót að fara í febrúar og þá erum við bara fjögur eftir úr hópnum sem var hérna þegar ég kom :O
Ég hélt það myndi líða yfir mig um daginn þegar Ryan sem þrífur klefann minn sagði mér að þeir væru að fara að banna það að þeir væru að þrífa starfsmannaklefa. Þetta þurfti að gera því það var búið að gerast nokkrum sinnum að verðmætum var stolið úr klefum hjá staffi og þar sem að þeir eru með lykla þá þurfti að banna þetta alveg. Þetta tók gildi fyrir um viku og ég get sagt ykkur það klefinn okkar er ógeð!! Það var slæmt þegar hann kom ekki að þrífa í 3 daga og núna er það sko slæmt. Við vitum ekki einusinni hvar við eigum að fá hreinsiefni til þess að þrífa, ryksugu, rúmföt, handklæði eða klósettpappír! Við erum búnar að skiptast á að fara í mission og stela handklæðum og klósettpappír úr vögnunum sem þeir eru með til þess að þrífa farþegaklefana.. haha! Slææææmt ástand sko..
Eins og ég sagði ykkur í síðasta bloggi þá stóð til að ég myndi taka við gjafavörubúðinni þegar Tahnee færi. Þannig að ég tók við henni í byrjun janúar og það hefur gengið mjög vel. Það er rosalega mikil vinna í kringum þetta þannig að ég er á fullu alla daga sem er mjög góð tilbreyting. Tíminn líður ótrúlega hratt og áður en ég veit af erum við að fara að loka.
Ég byrjaði á því að taka litla lagerinn minn alveg í gegn og skipulagði allt eftir mínu höfði. Það tók mig 4 daga þar sem að sumir höfðu ekki alveg verið að vinna vinnuna sína áður og það var allt á hvolfi! Næst var það afgreiðsluborðið og það tók mig heilan dag að taka til, þrífa og skipuleggja þar. Það má heldur ekki koma nálægt því núna, þá verð ég alveg ær. Stranglega bannað að rugla skipulagið sko!! J Svo fékk ég risa sendingu af Rip Curl sem er rosa vinsælt merki með fötum og fylgihlutum í surf-stíl. Svo fæ ég alltaf sendingu í hvert sinn sem við förum til Sydney þannig að ég er alltaf busy að verðmerkja og koma öllu inn í búðina, breyta og bæta til að allt líti vel út. Ég er alveg í skýjunum yfir þessu því ég hef aldrei fengið að ráða svona miklu sjálf og fengið að gera allt svona eftir mínu höfði.. algjör draumur J Yfirmennirnir eru rosa ánægðir með mig og ég og yfirmaðurinn sem sér um alla sölu um borð (Revenue-officer) erum nú bestu vinir. Hann er reyndar alltaf að koma inn og stríða mér..Hrinda hlutum af borðunum og rústa öllu til að reyna að vera fyndinn.. Hann er algjör snilli J
Fyrir þá sem misstu af því á Facebook þá er ég komin með dagsetninguna hvenær ég fer heim :D Mun yfirgefa The ship of dreams 20. júní og ætti að vera komin heim á klakann 21. eða 22. Júní J Verð að viðurkenna það að ég er orðin pínu spennt þó svo að það séu ennþá tæpir 5 mánuðir í þetta.. Er farin að sakna ykkar ogguponsulítið.. Verður svo gaman að hitta alla eftir svona langan tímaJ Svo get ég líka ekki beðið eftir því að fá smá SPACE í kringum mig. Það er ótrúlega erfitt að búa með einhverjum í svona litlu herbergi og hafa svona lítið pláss fyrir allt.. Alltaf allt á hvolfi því maður hefur ekkert pláss fyrir dótið sitt.. Haha! J Get líka ekki beðið eftir ... góðum og FERSKUM mat.. vera úti í fersku lofti og kulda(Já, mjög ofarlega á lista).. að drekka íslenskt vatn.. interneti sem virkar.. NÓA KROPPI.. að tala ÍSLENSKU J
Síðast en ekki síst þá get ég hreint ekki beðið eftir því að sjá Golla minn og kyssast og knúsast í honum og pína hann til þess að kúra þangað til að hann móðgast og fer í fýlu..Hahaha! Óóóó ég sakna hans svo mikið!J
Annars er ég strax orðin stressuð yfir því hvernig ég á að koma öllum farangrinum mínum heim.. :S Ég á víst að fá einhverja undanþágu og fæ að taka tvær töskur með mér heim.. en ég get svo svarið það að ég held bara að ég eigi ekkert eftir að koma þessu öllu fyrir :S Fyrir utan það að við eigum eftir að fara í svo margar stórborgir á næstu vikum og þið vitið hvað það þýðir.. SHOPPIIIIING...Jæææks..
Talandi um næstu vikur.. Planið okkar er alltaf að verða betra og betra og þá meina ég lengri ferðir, betri hafnir og meira frí frí frí J Eftir þessa ferð erum við að flytja okkur yfir til New Castle og verður það heimahöfnin okkar næstu vikur í stað Sydney. Svo förum við í langa ferð til Vanuatu og Noumea aftur, sem er nice og svo er það bara Nýja Sjáland :D:D Sú ferð verður awesome .. Hún er 12 dagar og 8 af þeim eru í höfn.. J Shopping, djamm, sólbað og chiiill my friends.. Ég og Euan vinur minn ætlum að reyna að fara í fallhlífarstökk þar og mig langar líka dáááldið að fara í teygjustökk.. En við sjáum til hvað gerist J
Eftir þessa Nýja Sjáland hættum við eiginlega þessum Vanuatu ferðum og förum m.a. til Brisbane, Melbourne og Cairns aftur sem eru allt awesome borgir! Siglum hjá The great barrier reef í næstum hverri ferð og svo erum við nokkrum sinnum yfir nótt í Cairns í mars og apríl.. Frí, frí, frí... JEI J
En ég man ekki eftir neinu öðru sem ég þarf að segja ykkur í bili.. Enda er þetta ágætt og það er búið að taka mig næstum viku að skrifa þessa ágætis færslu! J
Ég verð mjög reið ef ég fæ ekki comment frá ykkur í þetta sinn!! Ég verð að fá eitthvað feedback til að ég nenni þessari bloggvitleysu elsku börnin mín J
Knúúús á ykkurs!Ég byrjaði á því að taka litla lagerinn minn alveg í gegn og skipulagði allt eftir mínu höfði. Það tók mig 4 daga þar sem að sumir höfðu ekki alveg verið að vinna vinnuna sína áður og það var allt á hvolfi! Næst var það afgreiðsluborðið og það tók mig heilan dag að taka til, þrífa og skipuleggja þar. Það má heldur ekki koma nálægt því núna, þá verð ég alveg ær. Stranglega bannað að rugla skipulagið sko!! J Svo fékk ég risa sendingu af Rip Curl sem er rosa vinsælt merki með fötum og fylgihlutum í surf-stíl. Svo fæ ég alltaf sendingu í hvert sinn sem við förum til Sydney þannig að ég er alltaf busy að verðmerkja og koma öllu inn í búðina, breyta og bæta til að allt líti vel út. Ég er alveg í skýjunum yfir þessu því ég hef aldrei fengið að ráða svona miklu sjálf og fengið að gera allt svona eftir mínu höfði.. algjör draumur J Yfirmennirnir eru rosa ánægðir með mig og ég og yfirmaðurinn sem sér um alla sölu um borð (Revenue-officer) erum nú bestu vinir. Hann er reyndar alltaf að koma inn og stríða mér..Hrinda hlutum af borðunum og rústa öllu til að reyna að vera fyndinn.. Hann er algjör snilli J
Fyrir þá sem misstu af því á Facebook þá er ég komin með dagsetninguna hvenær ég fer heim :D Mun yfirgefa The ship of dreams 20. júní og ætti að vera komin heim á klakann 21. eða 22. Júní J Verð að viðurkenna það að ég er orðin pínu spennt þó svo að það séu ennþá tæpir 5 mánuðir í þetta.. Er farin að sakna ykkar ogguponsulítið.. Verður svo gaman að hitta alla eftir svona langan tímaJ Svo get ég líka ekki beðið eftir því að fá smá SPACE í kringum mig. Það er ótrúlega erfitt að búa með einhverjum í svona litlu herbergi og hafa svona lítið pláss fyrir allt.. Alltaf allt á hvolfi því maður hefur ekkert pláss fyrir dótið sitt.. Haha! J Get líka ekki beðið eftir ... góðum og FERSKUM mat.. vera úti í fersku lofti og kulda(Já, mjög ofarlega á lista).. að drekka íslenskt vatn.. interneti sem virkar.. NÓA KROPPI.. að tala ÍSLENSKU J
Síðast en ekki síst þá get ég hreint ekki beðið eftir því að sjá Golla minn og kyssast og knúsast í honum og pína hann til þess að kúra þangað til að hann móðgast og fer í fýlu..Hahaha! Óóóó ég sakna hans svo mikið!J
Annars er ég strax orðin stressuð yfir því hvernig ég á að koma öllum farangrinum mínum heim.. :S Ég á víst að fá einhverja undanþágu og fæ að taka tvær töskur með mér heim.. en ég get svo svarið það að ég held bara að ég eigi ekkert eftir að koma þessu öllu fyrir :S Fyrir utan það að við eigum eftir að fara í svo margar stórborgir á næstu vikum og þið vitið hvað það þýðir.. SHOPPIIIIING...Jæææks..
Talandi um næstu vikur.. Planið okkar er alltaf að verða betra og betra og þá meina ég lengri ferðir, betri hafnir og meira frí frí frí J Eftir þessa ferð erum við að flytja okkur yfir til New Castle og verður það heimahöfnin okkar næstu vikur í stað Sydney. Svo förum við í langa ferð til Vanuatu og Noumea aftur, sem er nice og svo er það bara Nýja Sjáland :D:D Sú ferð verður awesome .. Hún er 12 dagar og 8 af þeim eru í höfn.. J Shopping, djamm, sólbað og chiiill my friends.. Ég og Euan vinur minn ætlum að reyna að fara í fallhlífarstökk þar og mig langar líka dáááldið að fara í teygjustökk.. En við sjáum til hvað gerist J
Eftir þessa Nýja Sjáland hættum við eiginlega þessum Vanuatu ferðum og förum m.a. til Brisbane, Melbourne og Cairns aftur sem eru allt awesome borgir! Siglum hjá The great barrier reef í næstum hverri ferð og svo erum við nokkrum sinnum yfir nótt í Cairns í mars og apríl.. Frí, frí, frí... JEI J
En ég man ekki eftir neinu öðru sem ég þarf að segja ykkur í bili.. Enda er þetta ágætt og það er búið að taka mig næstum viku að skrifa þessa ágætis færslu! J
Ég verð mjög reið ef ég fæ ekki comment frá ykkur í þetta sinn!! Ég verð að fá eitthvað feedback til að ég nenni þessari bloggvitleysu elsku börnin mín J
Bri J
Hæ hæ elsku Brynja mín:)
ReplyDeleteÉg er sko alltaf að kíkja hvort það sé ekki komið nýtt blogg!!!..Rosalega er gaman að heyra frá þér og þessu ótrúlega ævintýri þínu. Vertu nú ekkert að vesenast þetta í fallhlífarstökk og þaðan af síður í teygjustökk...GUÐ MINN GÓÐUR..mér verður flökurt af hugsuninni einni saman. Af okkur er allt gott að frétta. Bára liggur hérna uppí sófa, nýkomin úr svínaflensusprautu, verður vonandi ekki slöpp af henni því að á morgun er Nemó allan daginn sem endar í miklu djammi annað kvöld:) Nú Karl Óli les og les lög....ekki slæmt að hafa einn lögfræðing í fjölskyldunni og Snjólaug fór 6 jan aftur til London. En núna erum við Bára að fara að horfa á Bold..heheheh dásamlegir þættir...kossar og knús frá okkur. Farðu varlega elsku Brynja mín.
Katrín Helga....:)
ReplyDeleteég sakna þín svo mikið, veist það ekki! Ætlaði að segja svo mikið varðandi bloggið en þetta er svo langt og þú veist hvernig minnið mitt virkar..Það er gott að það sé svona gaman og að þið roommatesin séuð orðnar vinkonur, ég á nú enn eftir að heyra söguna af því! Alltaf í vinnunni þegar þú hringir! FK...mega gaman að lesa frá þér og fá að vita eitthvað smá af því sem þú ert að upplifa..get ekki beðið eftir að heyra allar sögurnar LIVE! Styttist í þig huhu...
Passaðu þig og farðu varlega...ekki taka titanic scene eftir tequila eða eitthvað álíka...
Loveeee you lots!
Veii nýtt blogg;) ég elska að lesa bloggin þín því ég lifi mig svo mega inní það hehe:)
ReplyDeleteGreinilega mikið líf og fjör á þessu skipi, ég skil bara ekki hvernig þið getið djammað svona mikið þegar þið vinnið eins og meiníaks :O
Það er allavega ekkert mikið að frétta héðan frekar en vanalega:)
Vonandi verður afmælið þitt awesome þarna úti, verður skrítið að halda ekki uppá afmælin okkar saman í þetta skiptið! :/
Tek undir með nöfnu minni að vera ekkert að taka Titanic scene eftir áfengissopa :D
Jeeeei!! Ég elska bloggin þín ;)
ReplyDeleteÉg man heldur aldrei neitt, eins og Katrín Helga, enda er ég ólétt og barnið tekur allar heilasellurnar mínar (vil ég meina ;) )
Ætlaði að segja helling - mér finnst geðveikt að þú fáir að ráða svona öllu í búðinni, shit hvað ég öfundaði þig, klæjaði alveg í puttana sko :D
Og ég gjörsamlega dáist að þér að vinna svona fááááránlega mikið, en einmitt nærð að djamma svona fáránlega mikið á milli ;)
Fokk hvað mig hlakkar til að fá þig heim í júní, fá okkur BJÓR (hefur ekki gerst of lengi), og að fá allar sögurnar beint í æð ;)
Hæ hæ elska :)
ReplyDeleteGaman að lesa bloggið þitt og greinilega gaman hjá þér þrátt fyrir mikla vinnu.
Edda fór til Köben í gær með hálftóma tösku, "ready" til að versla mikið í H&M ;). Frábært að þið eruð að breyta um rútu og að fara á nýja staði.
Hlakka til að sjá þig í júní og Golli verður örugglega í knús stuði þegar hann sér þig og við líka.
Knús og kossar frá okkur.
Hæ elsku kerlingin mín,Já það er ekkert smá gaman að lesa bloggið þitt. Það gengur aftúr á móti illa að senda svar, það dettur alltaf út. Reyni aftur núna. Já þetta er mikið fjör hjá ykkur greinilega. Þú ert svo dugleg Brynja mín þegar þú tekur þig til, ég er ekki hissa þótt yfirmennirnir elski þig.Ég er stolt af þér elskan og mér fyrir að hafa alið upp svona duglega dóttur. Það verður gaman fyrir þig að skipta um höfn og fara á nýja staði. Þetta er nú meira ævintýrið hjá þér. Ég hlakka svo til að fá þig heim í sumar,elskan, þá gerum við eitthvað skemmtilegt saman og borðum eitthvað gott. Hér er allt í góðu, við Kristín vorum að koma frá Frankfurt af sýningu mjög spennandi. Það er búið að vera rólegt í búðunum í janúar en er allt að lifna við og er búist við miklum fjölda ferðamanna hingað í sumar.Edda er í Köben, eins og þú veist og kemur á sunnudag. Pabbi er heima núna en fer líklega aftur til Grænlands í vikunni. Ef ég reyni að senda þér pakka hvaða adressu sendi ég þá á. Líður að afmælinu þínu prinsessan mín 23.ára stelpan mín. Mér finnst ekki vera svona langt síðan þú fæddist, stærsta barnið á deildinni þá og hjúkkurnar biðu bara eftir að þú kæmir hlaupandi eftir ganginum, þú varst svo mannaleg.
ReplyDeleteAllt á kafi í snjó hérna, metershár í garðinum og pabbi var að moka göng fyrir Golla titla svo hann sökkvi ekki á bólakaf.
Hafðu það gott dóttir góð, ástarkveðja Mamma
Ég elska að lesa þessi blögg
ReplyDeleteEr komin með heila sögu í hausin á mér með myndum og með því :)
Það er greinilega allt að gerast og þú skemmtir þér greinilega vel, Innilega til hamingju með nýju stöðuna, frábært að ná að vinna sig svoldið upp og fá að ráða aðeins, enda efast ég ekki um að þú takir þig vel út í þessu, dugnaðarforkurinn þinn :)
Hlakka alveg fáránlega til að sjá þig
Það verður allt allt allt of gaman :)
Risa stórt knús á þig
Auður,Smári og Jökull Þór
Jibbí! :) Ég kíki oft til að tékka á nýju bloggi og ég elska ný blogg! :)
ReplyDeleteMér finnst þú hrikalega dugleg!! Þið vinnið svo mikið og jólin og allt!
Ég segi eins og Helena ég öfunda þig þvílíkt af búðinni og að fá að haga öllu eftir þínu höfði! Það væri sko alveg eitthvað sem ég myndi fíla mig í! :)
Þú ert greinilega jafn dugleg að djamma og að vinna! :) Þannig á það líka að vera.. :)
Allt sem er framundan hjá þér hljómar líka ekkert smá vel! Nýja Sjáland og fallhlífarstökk og teygjustökk! OMG! :)
Hlakka til að sjá þig þegar þú kemur heim! :) Haltu áfram að skemmta þér! :) Kv. Silja