Monday, December 20, 2010

Jól hjá Bree

Við vorum núna að leggja af stað í 10 daga Christmas-cruise til Vanuatu. Við erum 3 daga að sigla til Wala (Þorláksmessa) og svo daginn eftir er það Port Vila (Aðfangadagur), Mystery Island (Jóladagur) og svo endum við í Noumea (Annar í jólum) og erum svo 2 daga á leiðinni aftur til Sydney.
Þessir 4 port-dagar verða sweeeet en við erum búin að vera að vinna rosa mikið síðustu 2 vikur og svo eru 3 langir dagar framundan.
Ég nældi mér í bölvaða flensu og er búin að vera að drepast síðustu daga. Fór ekkert út í Isle of Pines og var fárveik í vinnunni 2 daga í röð og svo fór ég loksins að hressast... Nei, maður fær sko ekkert frí þó svo að maður sé veikur. Ég var þó neydd til að fara til læknis og hún lét mig hafa 3 box af töflum, hóstasaft og Strepsils og þá fór mér aðeins að líða betur og er öll að koma til núna.

Í dag var allt skipið skreytt og jólatónlist spiluð um allt.. geggjað kosý! Við þurfum að vera með jólasveinahúfur næstu 10 daga, sem mér finnst nú ekki leiðinlegt! :D
Það eru allir í góðu skapi, bæði farþegar og starfsfólk, enda ekki annað í boði þegar jólin eru handan við hornið. Það verður stanslaust partý hjá okkur hérna um jólin og ég hef engar áhyggjur af þessu öllu saman lengur
J

Við fáum öll eitt fríkvöld í þessu cruise og ég og Laura vorum svo heppnar að fá jóladag :D Þannig að við þurfum bara að vinna frá 17:00-19:00 og erum í fríi morguninn eftir líka.. Lúxus!
J

Mike kvaddi okkur með bros á vör í gær og er farinn heim í 4 vikna frí. Hann hefur ekki verið heima um jólin síðustu ár og var rosa spenntur að fá loksins að vera heima með fjölskyldunni um jóli. Ég mun klárlega sakna hans á meðan hann er í burtu en hann kemur aftur eftir 4 vikur.. sem betur fer!
J

Ég fékk bestu fréttir í heimi í lok síðasta cruise :D Mo besti vinur minn er EKKI að fara á The Pacific Pearl, heldur verður hann áfram hjá okkur og verður assistant manager hér alveg þangað til að ég fer
J Ég var svooo ánægð, því það eru 5 að fara heim í janúar og ég var alveg að fara á taugum yfir þessu öllu saman.. Þetta reddast allt svo lengi sem hann er hér og býr hérna á móti mér þessi elskaJ

Annað skemmtilegt.. Maria bauð mér að vera þjálfuð sem Perfumist, en Mary sem var Perfumist áður er farin heim og okkur vantar nú einhvern nýjan til þess að sjá um ilmvötnin og snyrtivörurnar. Ég þurfti því miður að hafna þessu mjög svo góða boði því ég fæ svo mikinn hausverk á að vera í kringum ilmvatnslyktina
L Eeen þá bauð hún mér að taka yfir gjafavörubúðinni sem er frekar stór og mikil vinna í kringum hana, en þið sem þekkið mig vitið að það þarf ekki mikið til þess að mér sé farið að leiðast, þannig að þetta er sko aldeilis eitthvað fyrir mig.. NÓG að gera! J Ég mun taka yfir búðinni þegar Tahnee fer heim sem verður 10. jan og verð í þjálfun hjá henni alveg þangað til.

Við erum núna tveimur færri en við eigum að vera en það virðist vera sem þeim vanti starfsfólk, sem er ótrúlegt því það er svo mikil aðsókn í að vinna á skipum. En fyrir ykkur sem voruð áhugasöm um að vinna á skipi þá hvet ég ykkur til að sækjið um hjá Harding Brothers, þ.e.a.s. ef þið hafið einhverja reynslu af búðarstörfum og langar að vinna í búðunum á skipi
J Mæli að sjálfsögðu með þessu.. en ekki hvað ! Vantar klárlega fleiri Íslendinga á þessi skip miðað við það sem ég hef heyrt.. fólk hefur aldrei rekist á Íslending um borð á skipi! Þetta gengur ekki J

En frá einu yfir í annað... Mér tókst að redda mér og Michaela litlum ísskáp og mun hann koma okkar að góðum notum. Sérstaklega þar sem ég þarf nauðsýnlega að kæla Malt & Appelsín dósina mína sem ég tók með mér að heiman og ætla að drekka á aðfangadag... Mmmm!
J Hann er reyndar eitthvað bilaður í augnablikinu en ég get lofað ykkur því að við systur verðum búnar að blikka einhvern af vinum okkar og fá hann til að gera við hann fyrir jól! J

Svo eru vinir okkar Michaela frá Filippseyjum allir búnir að bjóða okkur í partý 22. des og eru alveg óðir í að fá okkur.. Erum spurðar margsinnis á dag hvort við ætlum ekki að koma. Veit ekki alveg hvort við treystum okkur í slíkt strákapartý, en það er aldrei að vita hvað gerist
J

Aðfangadagur hjá mér verður frekar skrítinn í ár. Við verðum í Port Vila í ca. 25° hita og ég er á vakt í Aqua Hut frá 8-12 og er svo í fríi til 18:00. Má samt ekki fara af skipinu því ég er á vakt. Svo erum við að vinna frá 18:00-23:00 og svo er það risa partý á barnum og við munum sko ekki láta okkur vanta þar :D Þegar ég skríð heim úr því partýi munu einhverjir mjög svo heppnir aðilar fá símtal frá mér en þá verðið þið um það bil að bíða eftir jólamatnum, því þið eruð svo helvíti slow þarna hinum megin á hnettinum
J

HAPPY CHRISTMAS elsku dúllurnar mínar!!
JJJJJ
Hafiði það ógó rosa mega gíga gott um jólin og ekki vera abbó vitandi af mér á ströndinni að tana og drekka Malt & Appelsín.. HAHAHA
J

Kossar og knúúús :*

-JólaBree

5 comments:

  1. Dúlla :)
    Gleðileg jól :)

    ReplyDelete
  2. Elsku hjartans dúllan ekki hætta að skrifa. Það er svo gaman að lesa bloggið þitt. Fullt að fólki sem er að lesa en eru löt að kommentera.
    Gleðileg jól elsku Brynja mín, þetta verður vafalaust pínku skrítið en líka skemmtilegt.
    Lov jú kossar og knús

    ReplyDelete
  3. aaa ég var ekki búin að sjá jólablogg!!

    víí ég var ein af þessum heppnu (lesið sem "ég var eins af þessum stóru")haha, ekkert smá gott að heyra í þér:)

    En djöfulsins djammdýr ertu þarna haha! hilvíti litli kall

    okeijbæjjj

    ReplyDelete
  4. Þetta hljómar alltaf jafn ofur næs hjá þér! :) Jólin komu og fóru og þau voru eins og alltaf svo þú misstir ekki af neinu.. :) Haltu áfram að skemmta þér!

    ReplyDelete
  5. Ómægod! Ég trúi ekki að þú hafir bloggað 20. desember seinast og að það sé ekki ennþá komið nýtt blogg!!
    Líttu aðeins upp úr bjórglasinu og segðu okkur hvernig botninn lítur út, kona!! ;)

    ReplyDelete