Ohh thats nooijs (nice) eru orð sem ég heyri 300 sinnum á dag. Merkilegt hvað Ástralarnir nota þetta mikið um allt! Allt svo nooijs.
Booozecruise á enda og þetta eins og krakkarnir sögðu þá kom fólk aðeins til þess að drekka og djamma í 3 daga. Við vorum ógeðslega busy þessa 3 daga og markmiðið fyrir þessa 3 daga voru 38.000 dollarar en við seldum fyrir 110.000 dollara sem þýðir fullt af auka pening fyrir okkurJ
Bo mín hefur yfirgefið mig og ég er komin með nýjan roomie sem heitir Michaela og er frá UK. Hún er 21 árs og er rosa fín.
Eftir Boozecruisið fórum við í 10 daga cruise til Vanuatu og New Coledonia. Vorum 2 daga að sigla fyrst og fyrsti áfangastaður var Noumea sem er í NC og vorum svo að sigla milli eyja í 5 daga og svo 2 daga aftur til Sydney. JÁ, við erum að tala um 5 port-days í röð sem þýðir 5 sinnum sofa út, skoða eyjarnar, sólbað, versla og djamma 5 daga í röð... GOTTA LOVE IT J Þetta voru án gríns bestu 5 dagar síðan ég kom hingað. Algjör afslöppun og mér leið virkilega eins og ég væri í fríi þrátt fyrir það að við værum að vinna á kvöldin.
Noumea var frekar skítug borg og ekkert brjálæðislega fallegt þar en mjög gaman að koma þangað. Við fórum beinustu leið á McDonalds og löbbuðum svo um bæinn og kíktum í búðir. Svo fórum við aftur á skipið og fórum í sólbað í nokkra tíma. Planið okkar breyttist skyndilega þann dag því við þurftum að vera lengur í höfninni í Noumea því það var ennþá verið að fylla skipið af vatni. Skipstjórinn frestaði fyrst brottförinni um 2 tíma og svo aftur um 2 tíma þannig að við áttum að leggja af stað kl. 22:00. Við áttum að vera með opið til 23:00 þannig að það tók því ekki fyrir okkur að opna sem þýddi FRÍFRÍFRÍ fyrir okkur... Mjög vel þegið að sjálfsögðu J
Þriðja daginn fórum við aftur til Port Vila, höfuðborg Vanuatu og í stað þess að fara í bæinn eins og síðast þá fórum við með bát á eyju sem var bara risastórt hótel. Við borguðum 17 dollara á mann og vorum þar allan daginn í fríu fæði með þjónustufólk, sólbekki,sundlaug og allt til alls. Þetta var algjör draumur og þvílík náttúrufegurð þarna í kring. Við lágum bara einsog skötur allan daginn í góðu yfirlæti með útsýni út á sjó og yfir alla borgina. Klárlega einn af bestu dögunum síðan ég kom hingað og við ætlum pottþétt að fara þarna aftur næst þegar við förum þangað.
Fjórða daginn var það Mystery Island og getiði hvað.... ÉG SNORKLAÐI!! Ég hélt náttúrulega að ég myndi deyja úr hræðslu en þetta var svo ótrúlega gaman samt! Ég fór reyndar ekki langt út frá ströndinni því ég var svo hrædd... en ég skoðaði kóralrifin og sá fullt af geðveikt flottum fiskum og dóti! Ég ætla að kaupa myndavél sem ég get farið með í sjóinn næst og taka fullt af myndum af þessu svo þið getið séð þegar ég kem heim J
Síðasti dagurinn var í Isle of Pines. Við vöknuðum snemma og fórum á ströndina og löbbuðum svo lengst upp á fjall þar sem fólkið á eyjunni býr. Mjööög furðulegt að sjá þetta því þau búa í “húsum“ sem þau hafa búið til úr ýmsum greinum, laufum og trébútum. Svo virðist vera sem þau safni öllu sem þau finna á ströndinni og festa það á húsin eins og plastpokar, bréfarusl, skilti og ýmist fleira... En þarna uppi var geðveikt útsýni yfir allt og ég skil það ósköp vel að þau leggji það á sig að labba upp og niður fjallið á hverjum degi fyrir útsýnið. Það merkilegasta við þetta allt var að hér og þar voru bútar af malbikuðum vegum og splunkunýjir bílar sem keyrðu á þeim. Ég skil ekki alveg hvernig fólkið hafði efni á því að kaupa þessa bíla því það er jú bláfátækt og hvað þá hvernig þeim tókst að koma þessum bílum á eyjuna því það er ekki einusinni höfn á eyjunni!! Við þurfum að fara með bátum frá skipinu yfir á eyjuna því það er engin höfn... HahahaJ
En eftir þennan ágætis göngutúr fórum við aftur á skipið og lágum í sólbaði restina af deginum. Það var alveg heiðskírt, mátulega heitt, mátulega mikil gola, mátulega mikill veltingur þannig að ég tók upp coconut olíuna og smurði á mig, skellti Ipodinum í eyrun og hlustaði á nýja diskinn með Hjálmum frá mömmu og reyndi að senda ykkur hlýja strauma heim í kuldann áður en ég datt inn í draumalandið... J Svo nooooijs...Til gamans má geta að ég vaknaði mökk-tönuð 2 tímum seinna!
Ég og Sonet vorum svo heppnar að fá fríkvöldið okkar þennan sama dag og það var einmitt Island night. Við vorum búnar að panta borð seint um kvöldið á fínasta veitingastaðnum á skipinu, einmitt þar sem vinir mínir og ofsækjendur allir vinna á. Þannig að við gerðum okkur íkt sætar, settum á okkur Hawaii skrautið, fórum á barinn í fordrykk og svo á veitingastaðinn.
Þessi staður sérhæfir sig í steikum og sjávarréttum, en við erum ekki mikið fyrir sjávarrétti þannig að við fengum okkur brauðrétti í forrétt og steikur í aðalrétt. Það var sko þvííílíkt stjanað við okkur og þeir voru stanslaust á sveimi í kringum okkur, komandi með alls konar drykki og rétti frítt til að leyfa okkur að smakka þannig að við neyddumst til að smakka á ýmsum sjávarréttum sem komu skemmtilega á óvart J Svo var það súkkulaðibomba í eftirrétt og ég held bara að ég hafi sjaldan verið jafn södd og sæl. Ótrúlega góður matur og ein besta steik sem ég hef smakkað..! Nammmmi sko J Við basically rúlluðum niður á bar, þar sem vinnufélgarnir fóru að týnast inn og við áttum öll gott kvöld saman eins og svo oft áður.. Fullkominn endir á þessu góða 5 daga “fríi“ okkar... J
Nú lá leiðin aftur til Sydney til að skila þessum ágætis farþegum heim og fá partýliðið um borð því við vorum á leið í aðra Boozecruise! Í tilefni af því tók ég þá stóru ákvörðun að vera edrú í viku þar sem það voru ekkert nema 14 tíma vinnudagar framundan og ég tala nú ekki um hvað ég var búin að eyða miklum tíma á barnum fyrri kvöld.. Jiidúddamía! J
Eftir 2 daga vorum við í Sydney aftur og fengum risa sendingu af vörum, heil 9 bretti. Svo voru ýmis verkefni sem biðu okkar eftir það. Af því að verslunarstjórinn okkar er bestastur í heimi þá skipulagði hann daginn þannig að allir fengu 2 tíma frí til að hlaupa út og skoða Sydney J Við löbbuðum Darling Harbour og fórum á Subway og svo beint í mollið þar sem var hlaupið á milli búða og við stelpurnar vorum svo gráðugar að við þurftum að taka taxa heim aftur því við vorum svo seinar.. Hahaha J
Boozecruise-ið var ekki eins hardcore og síðasta því það var meira af fjölskyldufólki í þetta sinn. Við seldum ekki eins mikið en náðum þó markmiðinu og fáum því 130 pund auka í vasann.. Húrra fyrir þvíJ
Sydney... AFTUR.. og.. í.. þetta.. sinn....... 6 TÍMA FRÍ!! Vá hvað ég elska Mike verslunarstjórann okkar.. Btw.. Sydney er AMAZING! JJJ
Núna erum við í 7 daga cruise og bara 2 port-dagar. Erum 3 daga á leiðinni til Noumea aftur og svo er það Isle of Pines daginn eftir það og svo 2 dagar heim.
Ég segi frá því með bros á vör að viku bindindið mitt er nú loks á enda og ég mun leggja leið mína á barinn í einum af 5 nýju kjólunum mínum í kvöld og mæti svo FERSK á 4 tíma vakt í Sun-Shop kl. 8 í fyrramálið. Krakkarnir eru alveg komin með nóg af þessu edrú-bulli í mér og ég hef verið útskúfuð úr hópnum síðustu viku. Held að þau séu bara bitur því þau gætu þetta aldrei.. Muhahaha!! :D
Ég er orðin stressuð aftur því að það eru tveir að fara í Sydney næst. Mike verslunarstjóri er að fara heim yfir jólin og kemur aftur eftir mánuð en Maria sem er aðstoðarverslunarstjóri núna tekur við af honum og klárar samninginn sinn sem verslunarstjóri og fer heim þegar Mike kemur aftur. Það verður ekki verra að hafa hana sem verslunarstjóra en hún ætlar að reyna allt sem hún getur til að gera jólin og áramótin sem best fyrir okkur öll J Svo er Mo besti vinur minn að fara líka en hann er að fara yfir á The Pacific Pearl og verður aðstoðarverslunarstjóri þar. Hann er mesti snillingur sem ég hef hitt á ævinni en hann er frá Makedóníu og talar eins og Borat.. Hahaha! Á eftir að sakna hans svo ótrúlega mikið en hann er búinn að lofa mér að hann ætli að koma að heimsækja mig til Íslands þegar við erum bæði komin heim...J “I will come visit you.. you‘re my sistah!“ hahaha.. Elska hann! J
Held ég verði busy næstu árin við að taka á móti hinu og þessu fólki sem ég hef kynnst á þessu skipi. Það langar öllum að koma til Íslands og núna hafa þau almennilega ástæðu til þess að fara þangað. Ég fæ líklega tvo brjálæðinga í heimsókn næsta sumar en það eru tveir úr myndatökuliðinu og er annar Skoti og hinn Íri. Þeir rugl hressir og ætla sko pottþétt að koma að heimsækja mig og gera allt vitlaust. Þeir eru búnir að skanna fésið mitt og þeim líst helvíti vel á vinkonur mínar og eru rosa spenntir yfir þessu öllu saman.. :D
Annars erum við nokkur alveg að missa okkur í jólabrjálæði. Við erum búin að skreyta ganginn okkar með gömlu jólaskrauti úr búðunum og það er rosa kosý og fínt hjá okkur. Svo er það mitt djobb að spila jólatónlistina og það er alltaf blússandi jólafílingur hjá okkur hérna. Ég verð nú samt að viðurkenna að mér líður alls ekki eins og það séu að koma jól.. á þessum tíma væri ég vanalega að missa vitið yfir spenningi ef ég væri heima. Ég reyni að hugsa sem minnst um það J
En eruði að ná því að 18 ára snillingurinn hún systir mín er að útskrifast á laugardaginn.. ?? Ég er ekki alveg að meðtaka þetta.. J Vildi óska þess að ég gæti verið heima þennan dag, íkt leiðinlegt að missa af þessu. Allir sem hitta hana verða að knúsa hana og smella einum á hana frá mér líka.. Ég verð með ykkur í anda! J
Ég er í mat núna og er að fara með krökkunum upp á hlaðborð að borða. Ekki oft sem maður getur það en við megum ekki fara þangað fyrr en eftir 20:30 þegar það er orðið rólegt..
Þá segi ég bara bless í bili börnin góð!
-Bree!
Jeeei Bree! Ég elska blogg :)
ReplyDeleteÞú stendur þig eins og hetja, vikuedrúmennska, vááá! ;) Þetta gátum við, ótrúlegt en satt ;)
Haltu áfram að vera svona dugleg að vinna, og skemmta þér svona konunglega :) Njóttu jólanna með öllum vinum þínum þarna, það koma önnur jól eftir þessi :) Hlakka til að fá fleiri fréttir! ;)
ókei vá hvað það er örugglega gaman hja þér.. þvílíkt nooijs! hahah
ReplyDeleteÞetta verða eitthvað skrítið jól og áramót hjá þér en örugglega mjög skemmtileg með öllum vinum þínum um borð..
fyndið að bestu vinir þínir heita Mo og Bo :D
En já haltu áfram að njóta þín og hafa gaman :*
Haha já svo dúúúleg :)
ReplyDeleteTRUE, það koma jól eftir þessi, ég hef engar áhyggjar af þessu lengur :)
Já Mo og Bo.. þau voru meira að segja par fyrir mína tíð hérna.. haha :D
Jiiii hvað þetta er mikið ævintýri hjá þér, búin að snorka og allt.....o mæ god!!!!.....fyrir roskna föðursystur þína er þetta eitt stórt ævintýri..en mundi nú samt að fara varlega dúllan mín:):)
ReplyDeleteÚff hvað þetta hljómar allt nooooijs! Hahah :) Ég væri að ljúga ef ég myndi ekki segjast vera að drepast úr öfund.. :) Sérstaklega með snorklið! FML! Hvað ég væri til í það.. :)
ReplyDeleteMér finnst þú helvíti mikill dugnaður í þér með viku áfengis pásuna.. :) Gott líka að þú sért ánægð með bossann :)
En eins og Helena sagði þá koma önnur jól eftir þessi og best að pæla sem minnst í þessu.. :) Passaðu bara að hafa eitthvað skemmtó að gera.. :)
Ég vil fleiri myndir :) Haltu áfram að skemmta þér! Allar þessar eyjar hljóma líka dásamlega!
Já omg snorklið var svo AWESOME!! Ég sá nemófiska og skærbláa og skærgula fiska með röndum.. GEGGJAÐ sko :)
ReplyDeleteÉg fer alltaf varlega Didda mín :)
Já ætli við endum ekki á suddadjammi um jólin og áramótin.. Port-dagar 24,25,26,27 31 og 1. jan líka :) Vííí...