Friday, November 12, 2010

Bree á sjó!


Lucy(verslunarstjórinn), Sonet(jeweler frá S-Afríku, Laura (N-UK), ég og Karina sem er frá Canada og vinnur í barnagæslunni)
Borðin fyrir utan búðirnar

Djamm! Andrea besta vinkona min herna (S-Afríka), Laura, Matt(UK), Maria (herbergisfélaginn minn, UK) og Bo (S-Afríka og tilvonandi herbergisfélaginn minn)

Andrea (S-Afríka) með hárlengingarnar mínar.. hahahaha sniiiillingur þessi gella..
Ég ætla að byrja á því að afsaka mig fyrir þetta bloggleysi, er búin að vera rosa busy!

Mér hefur loksins tekist að taka nokkrar myndir til að sýna ykkur hvernig þetta allt er... OKEI eruði tilbúin fyrir lengsta blogg í heimi.. !! :D

Skipið er medium-size, ótrúlegt því það er svo stórt! Það er frekar gamalt og soldið þreytt, ekkert svakalega fancy heldur. Það eru 12 dekk á skipinu. Ég hef aldrei komið á dekk 1 og 2 svo ég viti af. Það eru einhverjir crew-klefar þar og örugglega eitthvað rosa creepy dót. Á dekki 3 eru crew-klefar, ruslið, þvottahús og einhverjar skrifstofur og dót. Á dekki 4 eru flestir crew-klefarnir og þar á meðal minn klefi
J Þar eru 2 matsalir fyrir crewið, crew-skrifstofur og svo farþegaklefar líka. Upp að dekki 8 eru farþegaklefar og við skulum ekki gleyma að á dekki 6 er crew-barinn vinur minn J Á dekkjum 8 og upp eru búðirnar, veitingastaðirnir, sundlaugarnar, barirnir, veislusalirnir, sundeck og svo framvegis... !

Við erum 2500 manns um borð og þar af um 600-700 crew. Ég myndi giska á að ca. 75% af crewinu sé frá Filippseyjum og mjög mörg af þeim vinna á neðstu dekkjunum og á börunum. Svo er rosa mikið af fólki frá Englandi, Írlandi, Skotlandi, S-Afríku, Malasíu og Indlandi.
Ég er klárlega sjaldgæfasta eintakið á skipinu og hef vakið mikla athygli, bæði á meðal farþega og starfsmanna.. alltaf gaman að því! Ég er líka nokkuð viss um að ég sé eini norðurlandabúinn á skipinu til margra ára.. Já! Ótrúlegt, en satt..
J Fólk á ekki til aukatekið orð yfir því að ég sé Íslendingur og mörg þeirra hafa ekki einusinni hugmynd um hvar landið okkar góða er staðsett! Ég ætla ekkert að dæma neinn, landafræðikunnáttan mín örugglega verri en þeirra :/

Meirihluti farþeganna á skipinu eru Ástralar og eru ofur kammó og chatty! Sama saga með staffið, allir rosa glaðir og ólmir í að kynnast sem flestum og  sérstaklega forvitinir að vita hvaðan ég er. Er búin að kynnast ótrúlega mikið af fólki og er í mesti basli við að muna nöfn og uppruna fólks, en það er þó allt að koma til.

Fyrir þá sem ekki vissu þá vinn ég í verslununum á skipinu, sem eru 4.
Það er ein lítil búð sem heitir Sun-shop sem selur nammi, póstkort, tannbursta, sjampó, verkjatöflur og þannig dót. Þar er bara einn starfsmaður að vinna.
Það er ein búð uppi á dekki 10 við aðra sundlaugina sem heitir Aqua-Hut. Hún selur ýmist snorkle dót, sund-og stranddót. Líka bara einn starfsmaður þar.
Svo er það Logo-shop, sem er gjafavörubúð..  Föt og ýmis gjafavara fáanleg þar. Yfirleitt bara einn starfsmaður þar.
Síðast, en ekki síst er það stóra duty free verslunin.. JÁ ég sagði DUTY FREE.. Hún er stærst af öllum búðunum og er í miðjunni. Þar fær maður allt sem við kemur snyrtivörum, ilmvötnum, skargripum og fylgihlutum. Þar eru yfirleitt 4 að vinna við að afgreiða og aðstoða og einhverjir að fylla á. Það er einn watch-specialist, einn jeweler, einn perfumist og einn í fylgihlutunum. Þessi búð lítur nánast nákvæmlega eins út og duty free búðir í fríhöfnum og er jafn ódýr. Ég vil líka koma því á framfæri að ég fæ 35% afslátt ofan á duty free verðið..  Já, það er bara of erfitt og já, mig langar að kaupa alla búðina!
Á hverjum degi byrjum við á að raða vörum á borð fyrir framan búðirnar. Það eru ýmst úr, ilmvötn og skartgripir og eru þessar vörur “special price for you my friend“. Fólk virðist bara missa sig ef það sér að einhverjar vörur eru á tilboði og verður alveg kaupsjúkt. Svo eru auðvitað alltaf sömu kerlingarnar að koma aftur og aftur og eru alveg að sjoppa galið. Hálfgerð bilun!
En á þessum borðum erum við ýmst 3,4 eða 5 að vinna og þarna þjálfa þau nýja fólkið. Þannig að ég hef verið þar síðan ég kom.

Við erum 15 starfsmenn sem sjáum um búðirnar, 6 strákar og 9 stelpur.
Verslunarstjórinn er braselísk og heitir Lucy. Hún á það til að vera soldið hvöss og oft mjög pirruð. Hugsa að hún vinni svona minnst 300 tíma á viku og yfirleitt um 350 tíma, rosalegt álag á henni. Hún hikar ekkert við það að æpa á starfsmann fyrir framan alla hina, sem er soldið scary.
3 af strákunum eru breskir, einn frá Filippseyjum, einn frá S-Afríku og man ekki alveg hvaðan síðasti er.
3 af stelpunum eru breskar, 3 frá S-Afríku, ein frá Filippseyjum og svo auðvitað Íslendingurinn ég.
Þau er öll rosa nice og það er ágætis mórall í hópnum. Bretarnir eru rosa mikið í því að hópa sig saman og loka sig af, enda finnst mér hin miklu hressari og skemmtilegri :)
Við erum tvö og tvö saman í klefa og erum öll á sama svæði. Stelpan sem er með mér í klefa er bresk, 29 ára og heitir Maria. Hún er rosa fín og okkur kemur vel saman. Hún er búin að vera á þessu skipi í 2,5 mán en á sjó síðustu 3-4 árin held ég. Hún er ekki eins og þau hin sem hópa sig saman, hún er algjörlega sammála þvi að þetta sé þreytandi í fari Breta.

Lífið á skipinu er mjög skemmtilegt en ekkert smá erfitt! Ég vissi að þetta yrði mikil vinna, en vá! Þetta virkar semsagt þannig að þegar við erum á sjó þá vinnum við öll frá 8:30 til amk 22:30, mjög erfiðir dagar! Svo þegar við erum í landi eigum við oftast ekki að mæta fyrr en kl. 17 og þá erum við til amk 23:30.
Svo getur er litla búðin (Sun shop) alltaf opin þegar við erum í landi, á meðan hinar eru þá lokaðar og við skiptumst öll á að vinna í henni. Ég er t.d. þar í dag frá 12:30-17:00 og það er algjörlega dautt, allir farþegarnir á ströndinni. Þannig að við megum bara taka tölvuna, bók, tónlist eða hvað sem er með okkur á þessum vöktum.
Svo skiptumst við öll á að vera á ipm vöktum sem þýðir að þú mátt ekki yfirgefa skipið allan daginn, ég er líka á þeirri vakt í dag. Þetta er gert því það verða að vera ákveðið margir um borð á skipinu ef eitthvað kæmi uppá. Svo eru líka stundum einhverjar æfingar og öryggistest sem eru alveg óþolandi og guð minn góður outfittið sem við þurfum að vera í, ég verð að taka mynd af mér í vestinu og með neongulu húfuna næst og setja inn..

En það sem bjargar þessum löngu vinnudögum eru matartímarnir. Við fáum alltaf klst í hádeginu og svo 1-1.5 tíma á kvöldin, stundum 2 tíma.
Það er matur hérna fjórum sinnum á dag og bara í tæpa tvo tíma í senn. Það eru nokkrir réttir og svo er salat og brauð. Morgunmatuirnn er mjög fínn, allt mögulegt í boði. Hádegismaturinn og kvöldmaturinn er í 95% tilfelli algjör viðbjóður! Ég borðaði eiginlega bara brauð fyrstu vikuna og er alveg komin með nóg af því! Skil ekki alveg hvað þessir kokkar eru að spá því það er ekki það að hráefnið sé ekki gott, þeir bara kunna ekki að elda það! Það er einstaka sinnum pizza sem er skítsæmileg. Það er ekkert í boði á daginn og stundum er maður kannski í hádegismat frá 11-12 og svo kvöldmat frá 20-21 og er þá orðinn veeel svangur. Þeir eru með einhvern mat á nóttunni fyrir þá sem vinna á nóttunni. Við megum fara upp á hlaðborðið þar sem farþegarnir borða, en bara á ákveðnum tímum og það er aldrei þegar við erum í mat.


Núna er ég búin að vera hérna í næstum 2 vikur og tíminn búinn að líða ótrúlega hratt. Fyrstu dagarnir voru rosa erfiðir. Taskan mín kom ekki fyrr en ég var búin að vera hérna í viku og ég var ekki með neina skó, né föt. Bjargaði mér að ég fékk vinnuföt þegar ég kom og fékk svo lánuð föt hjá stelpunum.
Fyrstu dagana vorum við að vinna ógeðslega mikið og ég þurfti að vinna frá 16-23 sama dag og ég kom og þetta var bara eitt það erfiðasta sem ég hef gert. Ég var mjög illa sofin, búin að sofa ca 7 tíma á tæpum 3 sólarhringum og þreytt eftir flugið og stressið út af töskunni og öllu. Ég var í óþæginlegum skóm og þreytt í löppunum og nældi mér í svona 6 blöðrur á fæturnar fyrsta kvöldið. Næstu dagar voru langir og ég var að drepast í fótunum alla daga og öll kvöld. Svo var ég svo heppin að lenda í talningu og vann um 20 tíma þann dag!
Svo komum við loksins til Melbourne og fórum að djamma eftir vinnu. Mjög gaman! Svo fékk ég loksins töskuna þegar ég kom aftur til Sydney, sem var best í heimi. Var nokkra daga að koma mér fyrir því við vorum að sigla í 2 daga og þá hefur maður ekki tíma til neins.

Svo var siglt af stað til Vanuatu og byrjuðum á að fara til Isle of Pines. Án efa eitt það skemmtilegasta sem ég hef upplifað. Ótrúúúlega falleg eyja og allt í kóral-rifjum þarna í kring. Það sem það var engin höfn á eyjunni þá stoppaði skipið bara við ströndina og við tókum svona litla báta frá skipinu yfir á eyjuna, frekar spes upplifun :D Ég var svo spennt að stelpurnar héldu að það væri að líða yfir mig! Alveg með myndavélina á lofti allan daginn og snorkle græjur og froskalappir. Ætlaði að fara að snorkla en fékk svo smávegis panicattack þegar við vorum að synda út á svæðið og synti til baka.. hahaha :D Æðislegur dagur í alla staði.. svo gott að fá loksins smá afslöppun og njóta sólarinnar.

Svo daginn eftir var það Mystery Island og þá var ég á ipm og að vinna (skrifa þetta blogg í vinnunni) Komum svo til höfuðborg Vanuatu sem heitir Port Vila. Mjög skítug borg en ofboðslega fallegt allt þarna. Fullt af duty free búðum og fólk út um allt að betla og selja alls konar drasl. Frábær upplifun að koma þangað!
Komumst í matvöruverslun og ég verslaði núðlur í tonnatali og einhvern mat til að bjarga mér þegar allt er óætt í matsalnum.. stelpunum fannst þetta mjög fyndið :D
Í gær vorum við í Wala, sem er eiginlega bara strönd og engar búðir eða neitt svona. Kannski 100 manns sem búa þarna í “húsum“ úr pálmatrjám.
Í dag vorum við svo í Luganville, Vanuatu. Við rétt skruppum út og röltum aðeins. Skítugt og fólk að selja sama dótið og á hinum eyjunum. Svo fórum við upp á 12. dekk og lágum þar að tana í allan dag. Mjööög nice! Fullt að gerast við sundlaugina og frábært veður. Kellingin orðin frekar tönuð eftir síðustu daga!

Ótrúlegt en satt þá er ég í FRÍI í kvöld :D S-Ameríska vinkona mín Sonet er í fríi með mér og það er stíft plan í kvöld. Ætlum að fara upp á 11. dekk að borða eitthvað gourmet og svo detta inn á crew barinn í einn, tvo eða þrjá.. jafnvel fleiri. Ætlum að kíkja á eitthvað show og gera eitthvað gaman. Svo er Island night í kvöld, sem þýðir að allt er skreytt og staffið er í spes fötum í Hawaii stíl og allt rosa flott
J

Það eru svona þema kvöld í hverri ferð. Var formal night fyrsta kvöldið og þá eigum við að vera rosa fín í hælum og dragt, stundum í kjólum. Strákarnir með bindi og allir farþegarnir uppdressaðir. Svo var country night í fyrradag og þá voru allir í skyrtum með kúrekahatta og kúrekashow á stóra sviðinu.

Við erum búin að vera á crew barnum öll kvöld síðan við komum til Vanuatu, barþjóninn strax byrjaður að þekkja mig og gerir drykkina mína um leið og ég labba inn og kallar á eftir mér á daginn ef hann sér mig... “Hey! Miss Iceland..  vodka and redbull?“.. haha, algjör sko!

Ég er komin með þónokkuð mörg viðurnefni hérna.. Krakkarnir nefndu mig Bree þar sem að þeim fannst Brynja bara of flókið og erfitt. Svo kalla strákarnir á barnum mig Miss Iceland eða Icequeen, já merkilegt að vera frá Íslandi. Svo eru ýmis önnur nöfn í gangi.

Ég er alveg að byrja að skilja alla þessi ensku-hreimi. Það er ein frá N-Englandi að vinna með mér og guð minn góður!! Ég skildi ekki orð af því sem hún sagði fyrst. Brosti bara og kinkaði kolli þegar hún var að tala við mig. Svo eru sumir Ástralar alveg óskiljanlegir og ég á í mesta basli við að afgreiða suma af þeim. Var eitt stórt spurningamerki fystu dagana, en svo er þetta allt að koma núna.
Maður er líka smá tíma að komast inn í þessa ofur kurteisis menningu sem er hérna. Þeir nota mikið dear, love, darling, maddam, sir og svo framvegis. Svo segja sumir Ástralarnir Taaahh í stað Thank you.. haha, hljómar soldið einsog takk
J

Ég hef sem betur fer ekki orðið mikið sjóveik. Verð alltaf smá sjóveik þegar ég er að drekka og daginn eftir það líka. Það er búið að vera mjög gott í sjóinn, einn dagur sem var pínu slæmur og við áttum ekki að komast í land daginn eftir.

Ég og stelpa sem vinnur með mér (Becky) vorum rétt í þessu að panta fallhlífarstökk á laugardaginn eftir viku! JÚÚÚHÚÚ!! Förum í þetta í Cairns, Ástralíu og úr 14.000 fetum takk fyrir bless! Það er minnst 60 sek free fall og svo er fallhlífin opnuð.. Ég get ekki beðið sko.. Kostar 350 AUS dali, sem er um 40.000 kall en vá það verður svo þess virði.. :D

Sorry hvað þetta blogg er ruglingslegt, skrifaði það á nokkrum dögum :)

Verð að drífa mig aftur að vinna, reyni að blogga fljótlega aftur ;) Ég gat ekki sett myndir inn í bloggið, eitthvað vesen í gangi.. Er að reyna að setja inn á Facebook, en netið er svo hægt að það tekur ages!

Lots of love!
-Bree

11 comments:

  1. OMG! Ég elska þetta blogg, ég vildi ekki að það myndi enda.. ;)
    Meira svona og meiri myndir já :) Þú ert algjört krútt að hafa beilað á snorklinu, en ætlar svo í fallhlifarstökk? ;) Váá hvað ég öfunda þig! FARÐU VARLEGA og taktu fullt af myndum og keyptu video ef það er hægt og plöggaðu því á veraldarvefinn fyrir okkur hin.. ;)
    Þeir eru ekkert lítið heppnir að hafa fengið ÞIG, sem ert vön að vera ofvirk og vinnandi eins og brjálæðingur og höndlar þessa þrælavinnu sem þú ert í.. ;)

    Lots of love og sakn frá Íslandi! :)

    ReplyDelete
  2. Hahaha guð mér fannst þetta orðið heldur langdregið hjá mér.. En vá ég var svo hrædd þegar við vorum að fara að snorkla að ég hélt ég myndi bara deyja! Er svo hrædd við sjóinn og fæ bara panic stundum.. haha :)
    Já fæ myndir úr fallhlífarstökkinu og set eitthvað inn.. :)
    Já satt, þau væla alveg eins og ég veit ekki hvað yfir vinnunni hérna.. þetta er ágætt allt saman :)
    Sakn!

    ReplyDelete
  3. Hææææ!!Jejj ég get kommentað á bloggið þitt loksins :D Sjitt hvað þetta hljótar allt spennandi og skemmtilegt :D OG mér persónulega fynnst þú alveg BRJÁL að ætla í fallhífarstökk!!!! :0 En ég bíð spennt eftir næsta bloggi, hafðu það áfram rosa gott. Mikið sakn frá Tinnu sín ;):*

    ReplyDelete
  4. heyyy...gaman að fylgjast með! Vertu dugleg að nota íslendingaathyglina og hössla hehe im so special you know ;)!
    Soldið mikið öfundsjúk með vanuatu sko! halltu áfram að hafa svona gaman.

    kveðja Ruttla

    ReplyDelete
  5. Hæ hæ.
    Mikið rosalega er gaman að heyra frá þér elsku Brynja mín. Svakalegt ævintýri er þetta hjá þér og það kemur mér sko ekkert á óvart að þú sért búin að sjarmera alla upp úr skónum, þú gerðir það daginn sem þú fæddist dúllan mín:)
    Veit að vísu ekki alveg með fallhlífarstökkið...hugsaðu til mín og mömmu þinnar þegar þú stekkur:)...
    Ástarkveðjur knús og kossar :*

    ReplyDelete
  6. Haha íslendingaathyglin er að gera sig :)
    Ég hugsa til ykkar mömmu þegar ég stekk Didda.. haha ;)

    Knús!

    ReplyDelete
  7. ómææ hvað það er gaman að lesa bloggið! Bíð svo spennt eftir myndum:)

    Þú ert greinilega að njóta þín vel inná milli þegar þú hefur tíma:) og fallhlífarstökk!! shæsen.. Hafðu það rosa gott :D

    ReplyDelete
  8. Vááá hvað þetta hljómar allt ótrúlega Brynja! Hafðu það ótrúlega gott og vertu dugleg að taka myndir og blogga :D

    ReplyDelete
  9. Ég var bara að lesa þetta blogg núna! þú verður að fyrirgefa mér það :) En þetta hljómar ekkert smávegis vel allt saman! Gott að heyra líka hvað þú ert jákvæð enda ekki við öðru að búast. Ég átti alveg von á því að þetta væri fáránlega mikil vinna en eins og Helena sagði þá ert þú nú ekki týpan sem ert vön að kvarta yfir mikilli vinnu! Work hard, play hard! Ætla að lesa næsta blogg! ahaha og kommenta líka á það! :)

    ReplyDelete