Friday, November 26, 2010

Boozecruise!

Sælar sælar!

Nú er þessi 10 daga cruise á enda komin. Við erum að sigla til Sydney núna og eigum að vera komin þangað í fyrramálið.
Ég er komin með svo nett ógeð af þessum farþegum, get ekki beðið eftir því að fá nýja um borð! Alltaf sama fólkið að röfla yfir öllu, rífandi allt úr umbúðunum, endalausar spurningar og vesen.. “How much is this? How much is this? How much is this??“... GUÐ!.. Það er allt verðmerkt .. $#$!“!#$“%
Ótrúlegt hvað maður verður þreyttur á þessu... Fæ alveg grænar bólur þegar ég sé þetta fólk!
En auðvitað eru líka fullt af uppáhalds farþegum sem maður hefur lent á spjalli við og eru aldrei með neitt vesen. Þeirra mun maður sakna!
J

Frídagarnir tveir í Cairns voru algjört æði. Ég varð alveg ástfangin af bænum og við vorum fljótlega farin að rata um allt. Höfnin var alveg í miðbænum, vorum 3 mín að labba niður á aðalgötuna sem var snilld.
Það var alveg ógeðslega rakt og heitt, þannig að maður var alveg sveittur og sætur þegar maður kom heim úr bænum
J
Við Becky mættum tímalega á Skydiving-skrifstofuna, alveg spenntar að fara af stað.. en nei.. við vorum auðvitað svo óheppnar að það var of skýjað til þess að fljúga báða dagana sem við vorum í Cairns, þannig að það varð ekkert úr því
L Við vorum svo svekktar, sérstaklega þar sem að hún er að fara heim eftir 4 daga þannig að við getum ekki farið seinna heldur .. En ég ÆTLA að finna einhvern til þess að koma með mér seinna..
Það var ekkert smá gott að fá svona langan tíma til þess að skoða sig um og komast af skipinu og fá góðan mat og verlsa aðeins. Ég var úti allan fyrri daginn, kom heim í nokkra  tíma til þess að gera mig til og við Bo fengum okkur lúr og svo fórum við út á lífið. Staffið á skipinu fékk frítt á risa skemmtistað og við hittumst öll þar seinna um kvöldið. Það var rosa mikið fjör og við komum seint heim.. Vorum ekkert svakalega hress á öryggisæfingunni morgunin eftir.. :S
En ótrúlegustu hlutir gerast ! Ég sá hóp af dönskum krökkum og sat og hleraði samtölin þeirra, en þorði þó ekki að fara og tala við þau. Seinna um kvöldið hitti ég þau aftur og ætlaði svoleiðis að fara að spreyta mig í dönskunni og ég veit ekki alveg hvað gerðist, en ég held ég hafi blandað saman öllum tungumálum sem ég kann eitthvað í þegar ég var að reyna að tala við eina stelpuna og hún greyið horfði bara á mig og skildi ekki upp né niður :O Freeeekar vandræðanlegt.. Ég er auðvitað næstum bara búin að tala ensku síðustu vikur og hef ekki talað dönsku í nokkra mánuði og varð alveg rugluð.  Þannig að þetta fór þannig að ég brosti bara og labbaði í burtu.. hahaha
J

Eftir Cairns sigldum við í einn dag til Brisbane. Sá dagur var frekar skrítinn þar sem að það var frekar vont í sjóinn (versta sem ég hef upplifað) og skipið vaggaði svakalega seinnipart dagsins og um kvöldið. Það var þó ekki svo slæmt að hlutirnir væru að þetta úr hillunum en það komu svona skjálftar inná milli og þá fóru þeir aðeins af stað. Magnað að sjá hvernig sjórinn var þegar þetta var sem verst. Hef aldrei séð neitt þessu líkt! Var alveg hissa yfir því hvað við fundum lítið fyrir þessu.
Fullt af farþegum voru sjóveikir og nokkrir sem ældu á gólfið inni í búðunum og um allt skip. Ég varð eiginlega ekkert sjóveik. Ég fann aðeins fyrir því þegar ég sá og heyrði aðra æla og ég fann lyktina.. :S Mér finnst það eiginlega bara gaman núna ef það er smá hreyfing. Svo fyndið að sjá farþegana labba um og halda sér í allt, því þeir halda að þetta sé svo rosalegt. Ég sef líka svooo vel þegar skipið vaggar svona. Ekki það að ég sef alveg eins og steinn alltaf, en það er pínu kósý að hafa smá hreyfingu :D

BRISBANE.. mögnuð borg! Við þurftum að vinna auka um morguninn því það var verið að breyta búðunum aðeins. Við fengum að fara nokkur um hádegi og drifum okkur í taxa niðrí bæ. Ég fór með Ian (S-Afríka, vinnur með mér) og Scotty (Skotland, vélstjóri) í bæinn og við byrjuðum á því að fá okkur gott að borða á rosa fínum stað á göngugötunni með útsýni yfir bæinn. Svo löbbuðum við göngugötuna og versluðum aðeins. Hugsa að þetta hafi verið fyrsta og síðasta sinn sem þeir fóru með mér að versla.. var pínu upptekin í stelpubúðunum á meðan þeir biðu þolinmóðir.. haha
J Náði að versla slatta og við fórum ekki heim fyrr en um 5 leitið og vorum svo að vinna um kvöldið frá 18-23. Það var aftur smá ókyrrð og einn og einn bjór sem rann á gólfið á barnum. Við Bo flugum upp stigann á leiðinni á barinn.. mjög fyndið!

Ég og Bo (roomie) erum alveg klesstar saman eftir að ég flutti yfir til hennar. Ekki nóg með það að við séum herbergisfélagar þá erum við alltaf eitthvað að brasa í vinnunni og utan vinnu.
Nýjasta nýtt hjá okkur núna er símaat. Það eru símar í öllum klefum og við erum búnar að þefa upp ýmis númer og skemmtum okkur við það að hringja og gera at.. hahaha, bara gaman
J Þetta er farið að fréttast út svo við verðum að fara að passa okkur.
Klefinn okkar er hálfgerð félags- og partýmiðstöð og mér hefur ítrekað verið hótað öllu illu ef hann verður það ekki áfram þegar Bo fer.
Bo er besti roomie í heimi og læðist um með slökkt ljósið ef ég er sofandi. Svo er hún alltaf að skrifa miða til mín..

Hi Bree!
Hope you have a nice break.
See you soon.
Love, Bo:*

Hahaha, algjört krútt...
J

Ég er með pínu hnút í maganum því hún er að fara frá mér eftir 4 daga og þá fæ ég nýjan roomie. Hún er búin að vera hérna í 6 mánuði núna og er rosa spennt að komast heim. Hún verður heima fram að áramótum og fer svo á annað skip sem mun sigla um Evrópu og fer m.a. til Íslands næsta sumar! Það verður geggjað, því þá verð ég komin heim og get sýnt henni allt :D

Lucy verslunarstjóri er farin og Mike hefur tekið við. Hann er svo fínn og er ekki eins ósanngjarn og hún átti það til að vera. Hann vill bara drífa hlutina af og komast sem fyrst út og ekkert vesen.. Enda er hann alltaf á leið á barinn.. haha, love it!
Við erum rosa gott team núna í búðunum. Seljum rosa mikið og erum alltaf að ná markmiðum sem fyrirtækið setur (Toptarget) og fáum þá hellings auka pening. Held við séum að fá ca. 25.000 kall ef við náum markmiðinu og svo hækkar það eftir því sem við seljum meira. Þessi markmið eru sett í hverju cruise og við erum búin að ná því síðustu 2 cruise og erum að fara að ná því auðveldlega í næsta cruise.. sem er NICE
J

Ég er alltaf að eignast nýja vini og nýjasti er Ryan frá Filippseyjum. Hann er í ræstingarliðinu og þrífur klefann okkar Bo. Hann kemur annan hvern dag og tekur allt í gegn.. þrífur baðherbergið, ryksugar, þurrkar af, tekur ruslið, skiptir um á rúmunum, skiptir um handklæði, brýtur saman fötin okkar, tekur til og raðar öllu upp. Mér fannst þetta íkt creepy fyrst því að hann tekur allt dótið af rúmunum, brýtur saman fötin og raðar þessu upp á rúmið aftur.. haha! Verð að taka mynd af þessu næst og reyna að setja inn.
En vá.. þetta er svo mikill LÚXUS.. Maður fer í vinnuna og allt í drasli í klefanum, svo kemur maður heim úr vinnunni og það er allt hreint og fínt. :D Við borgum honum 50 AUS dollara á mann á mánuði og það er svo þess virði! Held að flestir séu með einhvern sem þrífur, annað er bara rugl! Hahaha
J
En hann Ryan er algjör moli og hann elskar okkur Bo! Alltaf að heimsækja okkur í vinnuna og spjalla og knúsast.
Ég er búin að kynnast öllum í ljósmyndaliðinu en þau eru fáránlega mörg. Held þau séu ca. 10 bara í því að taka myndir, taka upp og selja myndavélar og eitthvað dót. Þau eru öll rosa hress og fara sko á djamm hvert einasta kvöld og þá er ekki nóg að fara á barinn heldur eru þau alltaf með partý langt fram eftir nóttu... haha!


Næsta cruise er frekar pirrandi en hún er bara 4 dagar. Við förum frá Sydney og erum bara að sigla um í 2 daga og förum svo aftur til Sydney. Þau kalla það turnaround day þegar við förum til Sydney, fáum nýja farþega og förum af stað í nýja ferð. Þá fáum við vörur um morguninn og erum að vesenast í því fram yfir hádegi og að öryggisæfingu kl. 15 og svo vinna um kvöldið. Þetta þýðir að næstu 4 dagar er stanslaus vinna... amk 14 tímar á dag! Gotta love it!
Svona cruise eru kallaðar boozecruise því  þetta yfir helgi og fólk fer bara í þær til þess að detta í það og vera fullt í 3 daga. Það þýðir lots of money fyrir okkur, því fólk verslar og verslar þegar það er drukkið. :D

Ég ætla að fara að segja þetta gott í bili..

Ég sakna Íslands ekkert ennþá og ég vona að þið sakni mín ekki heldur :D

Love,
Bree
J

9 comments:

  1. hljómar einsog það se bara úber gaman hja þer fyrir utan helvitis ferðamennina ;) haltu afram að njota þess að vera í ævintýraferð ísland fer ekki neitt... ;*

    ReplyDelete
  2. Tinna og bumbubúi ;)November 27, 2010 at 11:31 AM

    Vá hvað það er gaman hjá þér ;) Jú ég sakna þín allavega smááááá sko :D En gott þú ert að skemmta þér vel, verðum í bandi :***

    ReplyDelete
  3. Rosalega er alltaf gaman að lesa bloggið þitt. Haltu áfram að vera svona dugleg að skrifa. Svakalegt ævintýri sem þú ert að upplifa Brynja mín og við hin hérna uppá klaganum í gengum þig. Kossar og knús

    ReplyDelete
  4. Fáranlega leiðinlegt með fallhlífarstökkið! En þú verður þá að fara seinna.. Mér fannst samt pínu fyndið að heyra að þú hefðir orðið hrædd og hætt við snorklið en værir samt búin að panta þér í fallhlífarstökki.. :)

    Ég heyri það að með þessu áframhaldi þá kemur þú heim með lifraskemmdir.. Haha :) djók! En það er greinilega endalaust fjör!

    Ég er samt sammála þér með ölduganginn síðast þegar við vorum í herjólfi þá voru stelpurnar sjóveikar en mér fannst þetta bara semí gaman.. Svona kitl í magann.. Haha.. :)

    En ég vil fá að sjá fleiri myndir! og mér finnst að þú ættir að sejta það efst á forganslistann hjá þér! Haltu áfram að skemmta þér ógeðslega vel og vera duglega að færa okkur fréttir! :)

    ReplyDelete
  5. Silja: Haha! kæmi mér ekki á óvart ef ég verð með lifraskemmdir þegar ég kem heim.. :D

    En ég verð alltaf sjóveik í Herjólfi en ekki hérna... fyndið!

    Reyni aftur að setja inn myndir við fyrsta tækifæri:)

    ReplyDelete
  6. Ómægod, af hverju er ég að sjá þetta blogg fyrst núna?!
    Ég sakna þín bara víst, en það er gott að þú sért ekki farin að sakna Íslands :) Gerir þetta miklu auðveldara. Ég bjóst nú ekki við öðru en að þú kæmir heim með lifraskemmdir; stand up to your reputation ;)
    Hvernig er það, eru bara e-rjir litlir ræstingagæjar þarna og þannig vesen? Ekkert gott í kroppinn? ;)

    ReplyDelete
  7. djöfullsins snilld sem þessi blogg eru hjá þér :) ótrúlega spennandi það sem þú ert að gera !
    en ótrúlega tipikal þú að vera að gera símaat í liðið þarna !

    farðu svo að drífa þig í kanakvöld ;)

    ReplyDelete
  8. Ótrúlega typical Brynja að vera að gera símaöt og grenjandi úr hlátri..

    ReplyDelete