Monday, August 29, 2011

Kyrrahafsperlan....


Halló, halló, halló J

Ég ætla eitthvað að reyna að halda þessu bloggi gangandi á meðan ég er hérna svo það séu nú allir með á nótunum
J

Fyrir þá sem ekki vissu, þá er ég komin á skip aftur í Ástralíu en í þetta sinn á The Pacific Pearl. Ástæðan fyrir því að ég fór hingað aftur er sú að ég var búin að ákveða að elta Mike gamla yfirmanninn minn og snilling með meiru á hans næsta skip. Hann átti að vera að fara á eitthvað gourmet skip á gourmet stað en var svo látinn fara hingað aftur og ég ákvað að koma samt því hann er bestur í heimi
J
Eeeeen!... Skipafyrirtækið heitir P&O Australia og eru þeir með 4 skip. The Sun (gamla mitt), The Dawn, The Jewel og svo er þetta nýjasta skipið þeirra sem þeir tóku inn í nóvember 2010, eftir að það var tekið í gegn frá toppi til táar.
Þetta skip er örlítið stærra en The Sun en aðeins færri farþegar. Þau eru svipuð í útliti og svipað gömul en þetta er töluvert  flottara og nýtískulegra bæði að innan og utan.
Það eru 14 dekk á þessu skipi og er klefinn minn á dekki 2. Hann er svona tvöfalt stærri en gamli en frekar ógeðslegur... En það er verið að byggja nýja klefa á móti okkur sem við flyjum inn í bráðlega.. vúhú! Ég er með stelpu í herbergi sem er frá Makedóníu og heitir Jasmina. Hún er einmitt fyrrverandi kærasta Mo besta vinar míns á The Sun, sem er frekar fyndið...

Við erum 13 starfsmenn í búðunum (eigum að vera 15) og þar af aðeins 3 strákar. Við erum rosalega góður hópur. Allir þvílíkt duglegir sem gerir það að verkum að það er minna álag og stress í gangi.
Búðirnar eru margfalt flottari og stærri en á hinu skipinu. Þar voru bara 4 búðir en hérna eru 6.
Á dekki 12 er Aqua Hut sem er alveg eins og á The Sun með snorkel dóti og fl.
Á dekki 7 eru 2 búðir,  skartgripabúð og  ilmvatns-og snyrtivörubúð.
Svo á dekki 6 eru 2 búðir, Chocoblock (búð full af súkkulaði.. mmmm!) og Resort Collection sem skiptist eiginlega í þrjá hluta, 1/3 er Beach Culture, 1/3 Logo (gjafavara) og 1/3 Guess, Swarovski, Fossil, sólgleraugu og fleira skart og fylgihlutir.
Síðast en ekki síst er það Essentials á dekki 5. Sú búð er ekki Tax-free og er því alltaf opin og í henni erum við með tannbursta, tannkrem, sólarvörn, teygjur, greiður, verkjatöflur og þess háttar dót ásamt súkkulaði og gjafavöru.

Mike setti  mig strax inn í Beach Culture þegar ég kom. Þar er ég með Billabong, Element, Rip Curl og fleiri merki. Þetta eru allt föt og fylgihlutir í surf-stíl og margt mjög flott af þessu. Á hinu skipinu vorum við bara með Rip Curl en þar sem að þetta er allt stærra hérna þá er pláss fyrir miklu meira af fötum og dóti.
Mér líst ágætlega á þetta allt saman eins og er. Var smá tíma að komast inn í þetta aftur og læra á hlutina hérna og er auðvitað enn að læra
J Það er búið að vera “hæfilega mikið“ álag.. Það er mikil vinna í kringum búðina mína og margt sem þarf að gera á hverjum degi og fylgjast með. En þar sem að ég var í því sama á hinu skipinu þá veit ég hvernig þetta virkar og verð fljót að komast inn í þetta J
Ég er annars ekkert að grínast þegar ég segi ykkur að ég er ennþá að villast á þessu  skipi! Ótrúlegt hvað maður er lengi að læra almennilega á þetta.. Mér finnst þetta skip líka vera flóknara en hitt. Það eru fleiri stigagangar og 10 sinnum fleiri crew-lyftur heldur en á hinu.. En þetta fer vonandi að síga inn J

Því miður er maturinn hérna nákvæmlega sá sami eins og á hinu skipinu.. ógeðslegur! Ég er strax komin í einhvern núðlu og peanut vítahring því ég bara get ekki hugsað mér að borða matinn sem er í boði fyrir okkur. Ef það er kjöt þá er það svo seigt að það er ekki manni bjóðandi og í einhverri olíusósu og ef það er kjúklingur þá er hann alltaf þurr og ógeðslegur. Allar sósur og allt er gjörsamlega bragðlaust og salat og brauð er gamalt og óætt... takk og bless! (Já! Ég er mjög bitur)
En sem betur fer getum við stundum fengið að borða uppi á farþegasvæðunum en það er auðvitað á sérstökum tímum og má ekki vera mikið að gera og svona..

Eeeeen... Fyrsta ferðin okkar  var 10 dagar og var ágæt. Fórum til Brisbane, Port Douglas, Yorkey‘s Knob og Airlie Beach. Þetta er allt nálægt stóru kóralrifjunum við austurströnd Ástralíu þannig að það er afskaplega fallegt þarna. Ég var að vinna í Brisbane en fór út hina dagana að skoða og versla aðeins. Annars var ég lika bara svakalega þreytt eftir fyrstu dagana og reyndi að nýta frítímann í að sofa og slappa af... sem er alltaf gott
J
Svo fengum við öll að fara fyrr eitt kvöld í ferðinni og kláruðum þá kl. 20:00. Við stelpurnar bókuðum okkur borð á Waterfront veitingastaðnum og fengum almennilegan mat sem var æði. Eftir það dró ég Mike með mér á show í stóra salnum og svo enduðum við öll á barnum í smá kokteilpartýi. Ótrúlega gott að fá smá frí og gera eitthvað skemmtilegt!
Svo vorum við shoppies með afmælispartý á barnum fyrir Mike 25. Ágúst og það var S-partý! Þá áttu allir að koma sem eitthvað sem byrjar á S, sem var mjög skrautlegt! Mike keypti sé risa leikfangaskel í Brisbane,sagaði gat í hana og kom íklæddur henni sem Shellfish sem var eitt það fyndnasta sem ég hef á ævi minni séð! Þegar hann beygði sig aðeins niður þá lokaðist hann inni í skelinni og hann komst ekki út og inn um dyr án þess að snúa sér á hlið því skelin var svo stór.. hahaha! Ég bjó til risa skeið úr pappa og klæddi hana álpappír og var með hana fasta á mér og var Spoon. Aðrir búningar voru: sailor, sheriff, strawberry, slinky (gormur), sanitary napkin (dömubindi!!), soccerplayer, schoolteacher, schoolboy, sous chef, sharkattack-victim, seventeen, south african, swimmer, smurfs, sheep, suicide-victim, SWAT team, surgeon og eitthvað fleira.. Ssssssjúklega skemmtilegt partý og fólk var í ruglinu langt fram á morgun auðvitað.. haha J

Í dag var turnaround og er heimahöfnin okkar Sydney í augnablikinu.. Mike er að þjálfa mig upp í bíða fyrir utan skipið kl. 8 og taka á móti sendingunum og láta þá koma brettunum okkar um borð sem fyrst. Var í því í morgun með stelpu sem er að fara heim eftir nokkrar vikur og það var fínt.. Svo þarf að fara með þetta allt á lagerinn og merkja við að allt hafi komið og svo þarf að verðmerkja allt þar á eftir.. Við fengum litla sendingu í dag (6 bretti) og kláruðum það frekar snemma eða um 13:30. Ég og Natasha vinkona mín drifum okkur út og niðrí Darling Harbour og fengum okkur Subway og löbbuðum aðeins um og fórum svo aftur tilbaka því við byrjuðum að vinna kl. 15:00 aftur. Búðirnar lokuðu svo loksins 23:00 í kvöld eftir langan dag þar sem Subway var klárlega bjargvættur dagsins
J
Nú taka svo við 2 dagar á sjó, Emerald Bay, Noumea og Isle of Pines og 2 dagar á sjó aftur til Sydney.

Svo er ég bara að fara í 14 daga ferð til Fiji eftir það krakkar mínir! Get sko ekki beðið....

En ég ætla að láta þetta gott heita.. Kem með aðra færslu bráðlega og ég lofa að setja inn myndir þá
J

Ekki gleyma að kommenta !!

-BrynjaSif

Monday, April 11, 2011

ÍSLAND :) :)

Sææææl :)

Fyrir þá sem ekki vissu þá er ég komin heim og klakann :)
Ástæðan er einfaldlega sú að ég hætti við að framlengja samninginn minn og fór bara heim eftir minn 5 mánaða samning.. Var búin að vita þetta nánast allan tímann sem ég var úti en ákvað að segja engum og koma öllum á óvart sem var algjörlega þess virði :)

Ég hugsa að ég stoppi ekki lengi heima.. Er ekki alveg búin að ákveða hvað ég ætla að gera ennþá en það er búið að bjóða mér á Norrænu og svo get ég auðvitað alltaf farið aftur á skemmtiferðaskip. En ég er allavega ákveðin í því að drífa mig eitthvert í maí hvert sem það nú verður :)

Ég vil bara þakka öllum sem tóku sér tíma í að lesa bloggin mín. Ég hafði mjög gaman af þessu og ég vona að þið hafið haft gaman af þessu líka :)

-ég kem svo auðvitað sterk inn aftur um leið og nýtt ævintýri byrjar .. :)

Bless í bili!

Brynja Sif ;)

Wednesday, March 9, 2011

Ship of dreams?

Áður en ég segi ykkur frá því hvað hefur á daga mína drifið ætla ég að taka smá kennslu í að tala eins og Ástralarnir!

Byrjum á þessu..

Oy mate!

How are ya?

How ya goin?

You alright?

Can I just grab them ones?

Can I just grab them two?

Svo er fleira sem þau eru öll með á heilanum..

Fyrst og fremst er það.. HEAPS!.. Lýsingarorð sem þau nota fyrir flest allt sem er eitthvað rosalegt..

Thats heaps nice! .. híps nooooijs (mjög vinsælt!)
You‘ve got heaps of them ones!
You can fit heaps in that bag!
Heaps fun!
Thanks heaps!
Heaps, heaps, heaps...!!

Í öðru lagi..

No worries!
Þetta hefur mjög sveigjanlega merkingu.. Getur þýtt takk, það var lítið, sjáumst seinna, ekkert mál, engar áhyggjur og fleira og fleira..

Næst er það..

Too easy!
Þetta hefur svipaða merkingu og no worries.. En þetta getur líka þýtt: Vá! eða..  Vá, en sniðugt!

Svo er það..

Cheers!
Þetta getur þýtt.. Takk, bless, sjáumst eða eitthvað í þeim dúr.

Svo má ekki gleyma..

Taaaahhh...!
Einfalt: TAKK!:)

Svo er eitt sem mér fannst mjög fyndið þegar ég heyrði þetta fyrst.. En þegar þeir nota “couple of“ sem við myndum skilja sem nokkrir eða nokkur þá meina þeir sko 2!! Og þau verða sko alveg móðguð þegar maður misskilur þetta..
“And a couple of them ones please“
Ég: “Yes, how many do you want?“
Þá kemur hneykslusvipurinn rosalegi.. “Two!!“
Guð, afsakið mig sko.. !

Svo nota þeir Thongs í stað Flip flops... Vá hvað ég misskildi það fyrst þegar ég heyrði það! Hahaha
J

Jáá, það er gaman að þessu öllu saman
J

Það er annars allt gott að frétta af mér. Það var töluvert rólegra yfir öllu í síðasta mánuði heldur en í janúar. Ekki jafn mikið stress og meiri frítími.
Ég er komin með fasta aðstoðarkonu í búðina mína og er það hún Andrea mín
J Hún er oftast með mér núna og leysir mig af þegar ég fer í pásur og þarf að skottast um eftir vörum og fleiru. Við erum alltaf í góðum gír og erum orðnar þekktar fyrir læti og prakkaraskap í búðinni.
Tókum smá syrpu um daginn og vorum að gera at í öllum. Mikið af staffinu er nefninlega með pager sem virkar þannig að hver pager er með sér númer og maður hringir í það og skilur eftir númerið sem maður er að hringja úr og svo hringir fólk til baka. Nema hvað.. Við vorum að hringja í alla sem við vissum pager-númerið hjá og stimpla inn númerið hjá einhverjum öðrum. Svo var fólk hringjandi um allt skip og engin skildi neitt í neinu og við vorum alveg í kasti yfir þessu! Hahaha..
Tókum alla vini okkar í ræstingar-liðinu í gegn og vorum að láta þá hringja í hvorn annan í kross og hringja í Mo á skrifstofuna og stelpurnar í spainu og fleira.. Svo uppgötvaðist þetta auðvitað allt á endanum þegar ég lét þá alla hringja í Andreu þegar hún var í pásu og hún uppljóstraði öllu saman.. Haha!
J

Af búskapi okkar Steff er það að frétta að mér er farið að líða eins og ég sé ein í klefa aftur þar sem að hún er komin með einhvern kæró sem hún er alltaf hjá. Hann er vélstjóri og þeir lifa sko góðu lífi hér um borð. Eru með egin klefa, vinna um 6 tíma á dag, eru með herbergisþjónustu, eru á lúxusfæði, borga ekki fyrir neitt, eru á dúndurkaupi og mega gera allt sem þeim sýnist. Svo í þokkabót eru samningarnir þeirra aldrei meira en 3 mánuðir!

Við vorum þónokkur sem áttum afmæli í síðustu ferð.
Larissa videoupptökupæjan mín átti afmæli 12. feb og það var haldið Oldpeople-party á barnum í því tilefni. Allir áttu að dressa sig upp sem gamalt fólk og það var bara ágætis þátttaka. Ég hélt ég yrði ekki eldri ég hló svo mikið allt kvöldið.. Guð!! Alltaf fleiri og fleiri að koma inn um dyrnar og allir í karakter með kryppu og göngustaf. Ótrúlegt hvað fólki datt í hug. Dan vinur minn sem er dansari var dressaður sem gömul kona og ég get svo svarið það að þetta var eitt það ófríðasta sem ég hef á ævi minni séð!.. HAHA! Við vorum allar með varalit á tönnunum en hann fór algjörlega yfir strikið og var með varalit út um allt andlit og klessur á öllum tönnum og brosti sínu breiðasta. Hélt ég myndi míga á mig...

Svo átti Mo elskan mín afmæli 13. feb og það var næstum fullur bar og allir í góðum gír. Á miðnætti var svo hópsöngur því við vorum þrjú sem áttum þá afmæli. Ég, Leigh vinkona mín úr spainu og Lars dúllan mín sem er yfirvélvirki. Frekar rólegt kvöld en það var mæting kl. 8 daginn eftir, þannig að allir fóru frekar snemma heim.. Enda allir að spara sig fyrir næstkomandi kvöld :D:D

Afmælisdagurinn var í hreinskilni sagt ekkert sérstakur, en kvöldið var geggjað. Ég fékk eiginlega engar hamingjuóskir heldur 300 valentínusaróskir og kort. Svo var einhver þrjóska í Mo og hann lét mig vinna allan daginn og allt kvöldið og það var eeekkert að gera. Þegar við loksins kláruðum var hlupið niður og gert sig reddý á mettíma og svo beinustu leið á barinn. Við vorum öll uppdressuð og sæt, sem mér fannst mjög gaman
J Það var traffic-light partý og barinn var gjörsamlega stútfullur. Það var sungið fyrir okkur  og svo var sungið aftur á miðnætti fyrir Jackie receptionist, sem átti þá afmæli. Það var djammað langt fram eftir morgni og svaka stuð.
Við vorum öll mjög falleg og fersk morguninn eftir.. eða þannig! Freeekar langur dagur og það var ekki shoppie að sjá á barnum það kvöld.

Síðan að við fengum nýjan Cruise director er búið að vera slatti af partýum.. enda finnst honum sko ekki leiðinlegt að fá sér í aðra!
Það var haldið risa partý í einum veislusalnum og var þemað GANGSTER. Ég ég Meagan vorum í fríi það kvöld og hituðum upp á barnum og fórum svo og dressuðum okkur upp íkt ganster og fórum í partýið. Svo kom allt liðið eftir vinnu og það var djammað og dansað langt fram á nótt. Öryggisverðirnir voru í mesta basli við að koma öllum út og uppí bæli því fólk var sko ekkert á því að fara að sofa. Ég vil taka það fram að ég og mitt fólk tilheyrðum ekki þessum hópi ... það kvöld.

Svo var það partýið okkar sem var haldið á barnum og var þemað “Under the sea“ ... Ég, Laura og Hannah vorum hafmeyjur, Steff var gulur og blár fiskur, Meagan var selur, Mo var Nemo, Vicky var Svampur Sveinsson, Michaela var skjaldbaka, Mike var Triton úr Litlu hafmeyjunni og Andrea var Ursula.. HAHAHA!
Á barnum mátti svo sjá ýmsar útgáfur af hákörlum, selum, fiskum, hafmeyjum, köfurum, kröbbum og ýmsum teiknimyndapersónum. Við vorum nokkra daga að undirbúa skreytingar og veitingar fyrir partýið. Vorum að föndra alla daga og eyddum miklu púðri í búningana okkar þar sem þetta var jú okkar partý. Allt heppnaðist rosa vel og þið vitið hvernig þessi saga endar.. djamm, djamm og meira djamm.

Annars eru kareoke kvöldin orðin uppáhalds hjá okkur shoppies. Steff er svo helvíti lúmsk og fer alltaf og velur lag fyrir alla og svo neyðist maður til þess að syngja! Hún hefur sem betur fer ekki gert það við mig.. ætli það sé ekki því hún hefur heyrt mig syngja þegar ég held að hún heyri ekki til.. Haha!
En vá það er búið að vera svo gaman síðustu kareoke kvöld! Við misstum okkur eitt kvöldið og sungum lag eftir lag og slógum alveg í gegn sko!
J Svo eru dansararnir og söngvararnir alltaf að syngja saman  og það er geggjað stuð.

Svo eru Quiz kvöldin líka orðin mjög vinsæl hjá okkur. Þau eru þannig að það eru 6 saman í hóp og svo eru lesnar upp spurningar og hver hópur skrifar niður svarið og sá hópur sem fær flestar réttar vinnur. Það eru 4 umferðir og 10 spurningar í hverri umferð. Við erum alltaf að verða betri og betri, en við vorum fyrst í 3. sæti, svo næst í 2. sæti og svo síðast unnum við! Wooop!
J Fengum öll internet kort á mann og vorum mjög sátt með sigurinn!! J Núna er þetta orðið hálfgert stríð á milli liða og allir komnir í keppnisskap. Nú bíðum við bara spennt eftir næstu keppni J

Ég veit að ég er alltaf að segja ykkur frá einhverjum partýum og djammi en málið er það að það er bara frekar lítið annað sem hægt er að gera eftir vinnu. Svo langar manni oft líka bara að kíkja út, hitta vinina og skemmta sér þegar maður klárar 14 tíma vinnudag... Ótrúlegt, en satt
J
Stelpur! Þið voruð að velta því fyrir ykkur hvernig við færum að því að vinna svona mikið en samt djamma svona mikið líka.. Ég get eiginlega ekki útskýrt þetta á einfaldan hátt..
Í fyrsta lagi erum við aldrei að drekka það mikið að við verðum eitthvað þunn að viti. Maður er kannski að drekka nokkra bjóra eða nokkur glös þegar við erum að vinna snemma daginn eftir.
Í öðru lagi þá held ég að maður leyfi sér bara ekkert að verða þunnur því að maður veit að það er 14 tíma vinnudagur framundan og það er ekkert gefið eftir..
Síðast en ekki síst þá er svooo gaman á barnum að það er bara alveg þess virði að vera soldið myglaður daginn eftir .. Hahaha
J

Eitt sem er búið að vera að skemmta okkur síðustu vikur.. Á hverjum degi kl. 12:00 á hádegi er lesin upp tilkynning um stöðu skipsins og heyrist um allt skip. Í henni er talað um staðsetninguna, veðrið, næsta áfangastað og svo framvegis. Svo er alltaf verið að reyna að segja einhverja brandara í lokin. Svo síðustu vikur er Mike vinur okkar sem er 3rd officer búinn að vera að lesa upp þessar tilkynningar. Hann þolir ekki að þurfa að gera þetta og er alltaf í mesta basli við að semja tilkynningarnar og sérstaklega að þurfa að koma með einhverja fróðleiksmola og brandara í lokin. Þannig að í stað þess að gera það þá endar hann núna hverja tilkynningu á því að ljóstra upp leyndarmálum um staffið og skjóta á okkur og mjög oft erum það við shoppies sem verðum fyrir högginu.
Laura mín var tekin í gegn í síðustu viku en hún hafði nokkrum dögum áður verið að tala við bróður sinn heima og hann tilkynnti henni það að hann ætlaði að keyra til London og koma að sækja hana á flugvöllinn þegar hún fer heim, sem er eftir 2 vikur. Hún var svo yfir sig ánægð að hún gat ekki hætt að tala um þetta og var búin að segja gjörsamlega öllum frá þessu ef ekki tvisvar eða þrisvar og var byrjuð að segja farþegum frá þessu líka! Hahaha! Við vorum öll farin að gera grín að henni og haldiði ekki að Mike hafi endað tilkynningu nokkrum dögum seinna á því að formlega segja öllum að bróðir hennar Laura í duty free búðinni ætlaði sko að sækja hana á flugvöllin þegar hún færi heim. Við sprungum auðvitað öll úr hlátri og hún greyið stóð í búðinni og roðnaði einsog ég veit ekki hvað! Hahahaha!
J
Svo var það alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi.. Einn daginn var það að hann væri svo þreyttur því að partýdýrin í búðunum höfðu verið að halda fyrir honum vöku nóttina áður.. Svo næsta dag átti Michaela að vera svo rosalega ástfangin af honum og daginn eftir það fór hann að ljóstra upp samböndum  sem engum grunaði neitt um. Svo einn daginn hvatti hann alla til þess að fara og láta einn barþjóninn blanda sér kokteil því hann væri svo ofboðslega klár og þessi barþjónn hafði verið alveg á perunni kvöldið áður og var alveg glær því hann var svo þunnur og hann var sko ekki sáttur með þetta hjá Mike.. hahaha!
Þetta var eiginlega orðið þannig að það voru allir orðnir hálf stressaðir þegar fór að líða að hádegi..
J

En frá einu yfir í annað.. Loksins, loksins kom að ferðinni okkar til Nýja Sjálands! Hún er nú á enda komin reyndar og er búin að vera mesta klúður í heimi!! Vélin er búin að bila nokkrum sinnum og við komum tvisvar 4 tímum of seint í höfn og lögðum einu sinni of seint af stað. Eins og þið hafið öll líklegast heyrt í fréttunum var rosalegur jarðskjálfti í Christchurch og gerðist þetta 3 dögum áður en við áttum að fara þangað. Það var strax vitað að við værum ekki að fara þangað út af þessu og fengum við að vita daginn áður að við værum að fara á litla eyju í staðin. Það var frekar svekkjandi því við vorum að vona að við yrðum í Wellington í 2 daga í stað þess að sigla eitthvert annað.. Eeeeen.. Haldiði ekki að vélin hafi endanlega gefið sig um kvöldið þegar við vorum að leggja af stað frá eyjunni og þá var okkur tilkynnt að við yrðum að leggja af stað aftur til Newcastle strax til þess að koma þangað á réttum tíma. Þetta þýddi það að við misstum af tveimur borgum og áttum þá að sigla í fjóra daga í stað þess að vera í höfn í tvo og sigla svo í tvo heim. Ógeðslega svekkjandi .. Farþegarnir voru sko EKKI sáttir og við fengum allt nöldrið beint í æð.
Tveimur dögum seinna kom ný tilkynning frá skipsstjóranum.. Við vorum búin að vera að sigla hægar en búist var við og út af því áttum við ekki að komast í land fyrr en 19:00 í stað 08:00. Þetta var nú ekki svo slæmt fyrir okkur því við hefðum þá átt að loka kl. 19:00 og hefðum fengið frí um kvöldið og mætt fyrstalagi 10 daginn eftir.
Þegar við erum í öryggisæfingum þá eru allir starfsmenn með ákveðið hlutverk og erum við í búðunum, spa-stelpurnar og casino fólkið til dæmis Stairway guides. Það þýðir að við stöndum í stigagöngunum og leiðbeinum fólki til sinnar “Muster station“ og aðstoðum það við allt sem við getum. Á efstu dekkjunum er stærstu rýmunum skipt niður í 4 parta og er hver partur ein Muster station (A,B,C og D). Þangað er allt fólkið flutt og þar eru starfsmenn sem eru allir með sitt hlutverk við að aðstoða farþegana og ýmist fleira. Þarna stjórnar fólkið sem er í skemmtibransanum öllu og þau eru mikilvægasta fólkið og þurfa að vita allt um það hvað á að gera í ýmsum aðstæðum. Ef búist er við einhverju hættuástandi er strax haft samband við þau og þau látin vita að bjöllunum gæti verið hringt seinna og allir þyrftu þá að fara í sína stöðu.  Þá vitið þið það
J
Þar sem að krakkarnir úr skemmtibransanum (dansarar, söngvarar, leikarar, sirkusfólkið og fl.) eru vinir okkar þá fengum við þær fréttir beint í æð rétt áður en að skipsstjórinn tilkynnti um seinkunina að við værum að fara að sigla “í gegnum“ tvo storma á næstu 12 tímum og að mjög líklegt væri að bjöllunum yrði hringt og allir þyrftu að fara í stöðu því að veltingurinn yrði svo mikill að það gæti orðið hættulegt.
Það var búið að vera smá hreyfing á skipinu um morguninn og það var alltaf að verða verra og verra. Við vorum náttúrulega líka bara að sigla á einni bilaðri vél, sem hafði stór áhrif á hreyfingu skipsins. Farþegarnir fengu ekkert að vita og við áttum ekkert að fá að vita heldur strax en sumir voru alveg að fríka út eftir að þetta fréttist og Andrea greyið var farin að biðja til guðs og allt því hún var svo hrædd. Hahaha
J Ég og Matt vorum yfir okkur spennt og vorum að vona að eitthvað krassandi myndi gerast..!
Ástandið varð “því miður“ aldrei svona slæmt en þetta var samt það versta sem ég hef upplifað síðan ég kom hingað. Hlutir fóru aðeins af stað og ég var hlaupandi um búðina tínandi upp bangsa og dót sem var að detta af hillunum allt kvöldið.
Seinni stormurinn átti að hafa áhrif á okkur morguninn eftir en okkur seinkaði ennþá meira út af hinum og byrjuðum því að finna fyrir óróleika seinnipartinn og það stóð yfir í nokkra tíma en var ekki eins slæmt og kvöldið áður. Fólkið var frekar rólegt yfir þessu og ekki margir sem urðu veikir.
Enn og aftur kom tilkynning frá skipsstjóranum.. 12 tíma seinkun í viðbót út af stormunum.. Takk fyrir kærlega!
Þetta endaði þannig að við vorum sólarhring of sein til Newcastle og sigldum ekki fyrr en sólarhring eftir að við komum í höfn.  
Fyrir utan allt ruglið þá var Nýja Sjáland bara awesome!
J Það var frekar kalt og ekki eins rakt og það er alltaf. Ég tók fullt af myndum sem þið fáið að sjá seinna J

Eftir Nýja Sjáland fór við í 3 daga boozecruise sem átti reyndar að vera 5 dagar en styttist út af seinkuninni. Við vorum eins og alltaf ógeðslega  busy og við erum öll orðin frekar þreytt. Eftir hana tók við 3 daga boozecruise og það var sama sagan.. Busy, busy, busy.. þreyta, þreyta og meiri þreyta.

Loksins fór að styttast í nokkra frídaga en næst var ferðinni heitið til Noumea og Isle of Pines. Reyndar frekar pirrandi ferðir þessar stuttu ferðir með tveimur dögum í höfn, en það var þó smá frí.
Í þessum töluðu orðum er ég að vinna minn 14. dag í röð með lágmark 12 tíma vinnu á hverjum degi og mig langaði að grenja í gær ég var svo ógeðslega þreytt og ómöguleg. Það er búið að vera svo bilað álag á okkur og strákarnir eru alveg að fríka út úr stressi.
Til þess að toppa þetta allt saman þá var skipsstjórinn að tilkynna það fyrir klukkutíma að vélin er biluð.. AFTUR... missum því Isle of Pines og verðum í Noumea í hálfan dag.. Ég er að vinna frá 8-13 þennan dag og svo ætlar helv**** kallinn að hafa öryggisæfingu seinnipartinn..
Held það sé ekkert annað við þessu að gera nema að detta bara hressilega í það í kvöld..

Það var gaman að vera með ykkur..
Heyrumst!

-Blý

Wednesday, February 2, 2011

Sorrymeðmig!

HALLÓÓÓ!

Ég ætla að byrja á því að biðjast velvirðingar á þessu bloggleysi en mér sýnist vera komin rúmur mánuður síðan ég bloggaði síðast... Ég er bara alveg steinhissa á því hvað þið eruð búin að kvarta lítið yfir þessu.

Úúúff.. where to start!

Eins og vanalega líður tíminn mjög hratt hérna, en mér líður eins og aðfangadagur hafi verið í gær. Veit ekki hvort þið áttið ykkur á því, en ég er búin að vera hérna í næstum 3 mánuði núna og á bara tæpa 5 mánuði eftir :O Vóóó..
J
En jólin og áramótin voru eins og ég bjóst við ekkert nema djamm og meira djamm. Það voru partý hvert einasta kvöld og allir í góðum gír.
Barinn var algjörlega STAPPAÐUR á aðfangadagskvöld en hann er mjög lítill miðað við fjöldann sem vinnur á skipinu. Mjög vel heppnað partý. Vorum svo í Port Vila daginn eftir þannig að við fengum flest að sofa út, sem er alltaf lúxus.
Eins og ég sagði ykkur í síðasta bloggi þá var vildi svo skemmtilega til að ég og Laura vorum í fríi á jóladag. Þurftum að koma að vinna í 2 tíma til þess að fólk gæti farið í pásur og svo fengum við að fara um 19:00. Við áttum pantað borð á veitingastað kl 20:30 og það var spes jóla-matseðill og allt rosa fínt. Við pöntuðum okkur kalkún sem var mjög góður en hann var auðvitað ekkert í líkingu við gourmet appelsínuöndina sem við borðum á jólunum heima..  Frekar erfitt að slá henni  við. Laura var rosa sátt við þetta en hún er vön því að borða kalkún á jólunum.
Mariu tókst að gera jólin æðislega góð fyrir okkur. Fengum eins mikið frí og mögulegt var en hún greyið sat sveitt inni á skrifstofu öll jólin að vinna í pappírum og veseni. Ótrúlega mikið lagt á verslunarstjórann hérna.
Áður en við vissum af vorum við á leiðinni “heim“ til Sydney aftur eftir mjög svo góða og afslappandi ferð.

Slæmar fréttir að heiman gerðu næstu daga mjög erfiða. Hef aldrei áður fengið svona mikla heimþrá og það er ótrúlegt hvað maður þarf á fjölskyldu og vinum að halda þegar eitthvað kemur uppá. Sem betur fer á ég æðislegt fólk að hérna sem tók mig algjörlega að sér. Veit sérstaklega ekki hvar ég væri án Mo vinar míns, hann er klárlega bestastur í heimi..
J

Dagurinn í Sydney milli jóla og nýárs var mjög óvanalegur. Æðislega Maria gaf mér frí til þess að komast út að hitta Ella frænda. Hann kom að skipinu og hitti mig í móttökunni niðri. Við fórum fyrst á kaffihús og sátum þar í smá tíma, röltum svo niður George Street sem er svaka löng verslunargata og enduðum svo á Paddy‘s Market í Chinatown. Það var aðeins sjoppað og ég hljóp svo í matvörubúð til þess að kaupa núðlur og fleira þar sem matarbyrgðirnar mínar voru alveg að klárast. Þá var klukkan orðin margt og ég þurfti að drífa mig aftur á skipið til þess að koma ekki seint á öryggisæfinguna.
Mjög góður dagur í alla staði og gott að fá að hitta einhvern úr fjölskyldunni. Svo skrítið að tala bara íslensku í nokkra tíma.. Tók mig smá tíma að venjast því, er orðin svo vön því að tala ensku alla daga
J

Áramótaferðin var frekar löng en hún var 6 dagar á sjó og 6 í höfn.
Gamlárskvöld var svo awesome! Eftir vinnu fórum við öll saman í myndartöku í okkar fínasta pússi. Svo var haldið upp á dekk 10 í kokteil í boði fyrirtækisinins og við vorum þar að blanda geði við farþega og starfsfólk í smá tíma. Svo fórum við niður á okkar elskulega bar og héldum gleðinni áfram með vinum og vandamönnum. Barinn hélt áfram að fyllast og það var alveg troðið eins og á aðfangadagskvöld. Rétt fyrir miðnætti fórum við nokkrar saman í partýrölt milli herbergja. Það var partý í öðrum hverjum klefa og allir rosa hressir. Barinn var svo opinn til rúmlega 5 en hann lokar vanalega um 2:30.

Svo voru nokkur partý í byrjun janúar, m.a. partý sem myndartökuliðið hélt og var þemað “Wear anything but clothes“... Það var eitt það skrautlegasta sem ég hef séð! Ýmindunaraflið sem fólk hefur sko.. Fólkið sem mætti umvafið í lökum og koddaverum var bara boring sko! Fólk var búið að sauma sér búninga úr gardínum, einn ljósmyndari var búin að búa til galla úr ljósmyndum, ein var í álpappírsgalla, vinur minn lagði mikla vinnu í galla úr pappa og honum tilheyrði hattur, sverð og skjöldur sem var mjög svalt! Spa stelpurnar voru í göllum úr leir og þangi, einn dansarinn var í búning úr JÁRNI.. Strákarnir okkar voru í göllum úr plastpokum og strigapokum.. mjööög fyndið! Svo voru tvær í göllum úr tímaritum og slógu algjörlega í gegn.. Ég, Laura og Michaela vorum ógeðslega boring og hunsuðum þemað og mættum bara í kjólum.. Ekki mjög vinsælt!
J Snilldar partý í alla staði .. J

Annars er veðrið er búið að vera frekar pirrandi síðustu vikur. Það er ekki það að það sé ekki nógu heitt, því það er algjör steik úti og eins og alltaf geðveikt rakt loftið en það er búið að rigna svo mikið að við erum alveg að bilast! Það er aldrei hægt að tana því ef það er ekki rigning þá er of skýjað! Erum búnar að lenda nokkrum sinnum í því að það byrji að rigna á okkur þegar við erum í sólbaði.. EKKI sáttar sko..!

Janúar er búinn að vera svakalega strembinn og við erum öll búin að vera á haus! Okkur vantaði 2 manneskjur fyrstu vikuna og svo fóru Tahnee og Maria heim og það kom ein ný inn sem þýðir að okkur vantaði 3 manneskjur í 10 daga. Ótrúlegt hvað maður finnur mikið fyrir þessu. Við vorum geðveikt busy alla daga að reyna að koma nýjum vörum upp og svo í þokkabót vorum við með útsölu þannig að við þuftum að merkja niður endalaust af vörum. Útsalan var geðveiki því það var allt að 80% afsláttur af öllu og fólk gjörsamlega missti sig í gleðinni. Þetta var í sömu ferð og stormurinn var og við þurftum að snúa við því það var svo slæmt í sjóinn og misstum þar 2 daga í höfn.. ekki gaman það! Held að ég hafi unnið að meðaltali 14 tíma á dag í 3 vikur og ég er vanalega með um 9-10 tíma... Við vorum líka öll að fara að kyrkja hvort annað því við vorum orðin svo þreytt og pirruð á þessu öllu saman.
Eeeen þetta lagaðist allt þegar við fengum loksins 3 nýjar manneskjur í Sydney síðast. Ég ætla bara að segja ykkur það að hún elskulega Andrea mín er komin aftur til okkar eftir 2 mánaða frí og ég hef alveg tekið gleði mína á ný og skil ekki hvernig ég gat verið án hennar svona lengi :D:D Hún er svooo fyndin að ég græt úr hlátri.. hahaha
J
En eins og ég sagði þá kom fyrst ein ný stelpa og hún flutti inn til mín. JÁ þetta er fjórði herbergisfélaginn minn á 3 mánuðum og ég var ein í klefa í 2 vikur líka.. Hahaha! En hún heitir Stephanie og er frá UK eins og svo margir aðrir hérna. Mér leist ekkert alltof vel á hana fyrst og var soldið hrædd um að ég þyrfti að reyna að fá nýjan herbergisfélaga aftur, en svo smullum við svona líka saman og erum góðar vinkonur í dag. Við höfum það rosa gott núna þar sem að ísskápurinn okkar virkar nú loksins!! :D Fórum að versla í matinn í Noumea og sitjum nú oftar en ekki með osta, kex og sultu á pappakassa á gólfinu í góðu yfirlæti.. Allir frekar abbó útí okkur þar sem að við erum einu sem erum með ísskáp.. Hahaha !
J Hún verður með mér hérna í klefa 277 það sem eftir er af mínum samningi.. Sem er sniiilld J
Jájájá.. svo komu þessar 3 nýju og það var í fyrsta lagi Andrea mín. Svo er það Meagan sem er frá S-Afríku og elska hana líka! Þær systur eru saman í klefa og er alltaf ágætis háfaði á þeim bæ.
Svo er það Victoria sem er frá UK. Hún er pínu skrítin en ágæt þrátt fyrir það. Hún flutti inn til Láru minnar sem fær ennþá tár í augun ef minnst er á Sonet sem yfirgaf hana eftir 3,5 mánaða samveru þeirra í klefanum á móti mér.
Mike elsku besti verslunarstjóri er kominn aftur og ég var næstum búin að gleyma því hvað hann er skemmtilegur! Það er töluvert rólegra yfir öllu, enda er hann ekkert að æsa sig yfir einhverju smotteríi eins og stelpurnar. Hann er alltaf hangandi yfir mér í búðinni minni að fíflast.. elska hann! Haha
J Hann verður líka hérna alveg þangað til að ég fer.. sem er snilld J
Já, það er búin að vera rosaleg endurnýjun í hópnum núna.. 3 stelpur farnar og svo fóru Luke og John heim í dag. Ég og Lára litla erum ekki sáttar með þetta en það eru tveir í viðbót að fara í febrúar og þá erum við bara fjögur eftir úr hópnum sem var hérna þegar ég kom :O

Ég hélt það myndi líða yfir mig um daginn þegar Ryan sem þrífur klefann minn sagði mér að þeir væru að fara að banna það að þeir væru að þrífa starfsmannaklefa. Þetta þurfti að gera því það var búið að gerast nokkrum sinnum að verðmætum var stolið úr klefum hjá staffi og þar sem að þeir eru með lykla þá þurfti að banna þetta alveg. Þetta tók gildi fyrir um viku og ég get sagt ykkur það klefinn okkar er ógeð!! Það var slæmt þegar hann kom ekki að þrífa í 3 daga og núna er það sko slæmt. Við vitum ekki einusinni hvar við eigum að fá hreinsiefni til þess að þrífa, ryksugu, rúmföt, handklæði eða klósettpappír! Við erum búnar að skiptast á að fara í mission og stela handklæðum og klósettpappír úr vögnunum sem þeir eru með til þess að þrífa farþegaklefana.. haha! Slææææmt ástand sko..
Eins og ég sagði ykkur í síðasta bloggi þá stóð til að ég myndi taka við gjafavörubúðinni þegar Tahnee færi. Þannig að ég tók við henni í byrjun janúar og það hefur gengið mjög vel. Það er rosalega mikil vinna í kringum þetta þannig að ég er á fullu alla daga sem er mjög góð tilbreyting. Tíminn líður ótrúlega hratt og áður en ég veit af erum við að fara að loka.
Ég byrjaði á því að taka litla lagerinn minn alveg í gegn og skipulagði allt eftir mínu höfði. Það tók mig 4 daga þar sem að sumir höfðu ekki alveg verið að vinna vinnuna sína áður og það var allt á hvolfi! Næst var það afgreiðsluborðið og það tók mig heilan dag að taka til, þrífa og skipuleggja þar. Það má heldur ekki koma nálægt því núna, þá verð ég alveg ær. Stranglega bannað að rugla skipulagið sko!!
J Svo fékk ég risa sendingu af Rip Curl sem er rosa vinsælt merki með fötum og fylgihlutum í surf-stíl. Svo fæ ég alltaf sendingu í hvert sinn sem við förum til Sydney þannig að ég er alltaf busy að verðmerkja og koma öllu inn í búðina, breyta og bæta til að allt líti vel út. Ég er alveg í skýjunum yfir þessu því ég hef aldrei fengið að ráða svona miklu sjálf og fengið að gera allt svona eftir mínu höfði.. algjör draumur J Yfirmennirnir eru rosa ánægðir með mig og ég og yfirmaðurinn sem sér um alla sölu um borð (Revenue-officer) erum nú bestu vinir. Hann er reyndar alltaf að koma inn og stríða mér..Hrinda hlutum af borðunum og rústa öllu til að reyna að vera fyndinn.. Hann er algjör snilli J


Fyrir þá sem misstu af því á Facebook þá er ég komin með dagsetninguna hvenær ég fer heim :D Mun yfirgefa The ship of dreams 20. júní og ætti að vera komin heim á klakann 21. eða 22. Júní
J Verð að viðurkenna það að ég er orðin pínu spennt þó svo að það séu ennþá tæpir 5 mánuðir í þetta.. Er farin að sakna ykkar ogguponsulítið.. Verður svo gaman að hitta alla eftir svona langan tímaJ Svo get ég líka ekki beðið eftir því að fá smá SPACE í kringum mig. Það er ótrúlega erfitt að búa með einhverjum í svona litlu herbergi og hafa svona lítið pláss fyrir allt.. Alltaf allt á hvolfi því maður hefur ekkert pláss fyrir dótið sitt.. Haha! J Get líka ekki beðið eftir ... góðum og FERSKUM mat.. vera úti í fersku lofti og kulda(Já, mjög ofarlega á lista).. að drekka  íslenskt vatn.. interneti sem virkar.. NÓA KROPPI.. að tala ÍSLENSKU J
Síðast en ekki síst þá get ég hreint ekki beðið eftir því að sjá Golla minn og kyssast og knúsast í honum og pína hann til þess að kúra þangað til að hann móðgast og fer í fýlu..Hahaha! Óóóó ég sakna hans svo mikið!
J
Annars er ég strax orðin stressuð yfir því hvernig ég á að koma öllum farangrinum mínum heim.. :S Ég á víst að fá einhverja undanþágu og fæ að taka tvær töskur með mér heim.. en ég get svo svarið það að ég held bara að ég eigi ekkert eftir að koma þessu öllu fyrir :S Fyrir utan það að við eigum eftir að fara í svo margar stórborgir á næstu vikum og þið vitið hvað það þýðir.. SHOPPIIIIING...Jæææks..

Talandi um næstu vikur.. Planið okkar er alltaf að verða betra og betra og þá meina ég lengri ferðir, betri hafnir og meira frí frí frí
J Eftir þessa ferð erum við að flytja okkur yfir til New Castle og verður það heimahöfnin okkar næstu vikur í stað Sydney. Svo förum við í langa ferð til Vanuatu og Noumea aftur, sem er nice og svo er það bara Nýja Sjáland :D:D Sú ferð verður awesome .. Hún er 12 dagar og 8 af þeim eru í höfn.. J Shopping, djamm, sólbað og chiiill my friends.. Ég og Euan vinur minn ætlum að reyna að fara í fallhlífarstökk þar og mig langar líka dáááldið að fara í teygjustökk.. En við sjáum til hvað gerist J
Eftir þessa Nýja Sjáland hættum við eiginlega þessum Vanuatu ferðum og förum m.a. til Brisbane, Melbourne og Cairns aftur sem eru allt awesome borgir! Siglum hjá The great barrier reef í næstum hverri ferð og svo erum við nokkrum sinnum yfir nótt í Cairns í mars og apríl.. Frí, frí, frí... JEI
J

En ég man ekki eftir neinu öðru sem ég þarf að segja ykkur í bili.. Enda er þetta ágætt og það er búið að taka mig næstum viku að skrifa þessa ágætis færslu!
J

Ég verð mjög reið ef ég fæ ekki comment frá ykkur í þetta sinn!! Ég verð að fá eitthvað feedback til að ég nenni þessari bloggvitleysu elsku börnin mín
J
Knúúús á ykkurs!

Bri
J

Sorrymeðmig!

HALLÓÓÓ!

Ég ætla að byrja á því að biðjast velvirðingar á þessu bloggleysi en mér sýnist vera komin rúmur mánuður síðan ég bloggaði síðast... Ég er bara alveg steinhissa á því hvað þið eruð búin að kvarta lítið yfir þessu.

Úúúff.. where to start!

Eins og vanalega líður tíminn mjög hratt hérna, en mér líður eins og aðfangadagur hafi verið í gær. Veit ekki hvort þið áttið ykkur á því, en ég er búin að vera hérna í næstum 3 mánuði núna og á bara tæpa 5 mánuði eftir :O Vóóó..
J
En jólin og áramótin voru eins og ég bjóst við ekkert nema djamm og meira djamm. Það voru partý hvert einasta kvöld og allir í góðum gír.
Barinn var algjörlega STAPPAÐUR á aðfangadagskvöld en hann er mjög lítill miðað við fjöldann sem vinnur á skipinu. Mjög vel heppnað partý. Vorum svo í Port Vila daginn eftir þannig að við fengum flest að sofa út, sem er alltaf lúxus.
Eins og ég sagði ykkur í síðasta bloggi þá var vildi svo skemmtilega til að ég og Laura vorum í fríi á jóladag. Þurftum að koma að vinna í 2 tíma til þess að fólk gæti farið í pásur og svo fengum við að fara um 19:00. Við áttum pantað borð á veitingastað kl 20:30 og það var spes jóla-matseðill og allt rosa fínt. Við pöntuðum okkur kalkún sem var mjög góður en hann var auðvitað ekkert í líkingu við gourmet appelsínuöndina sem við borðum á jólunum heima..  Frekar erfitt að slá henni  við. Laura var rosa sátt við þetta en hún er vön því að borða kalkún á jólunum.
Mariu tókst að gera jólin æðislega góð fyrir okkur. Fengum eins mikið frí og mögulegt var en hún greyið sat sveitt inni á skrifstofu öll jólin að vinna í pappírum og veseni. Ótrúlega mikið lagt á verslunarstjórann hérna.
Áður en við vissum af vorum við á leiðinni “heim“ til Sydney aftur eftir mjög svo góða og afslappandi ferð.

Slæmar fréttir að heiman gerðu næstu daga mjög erfiða. Hef aldrei áður fengið svona mikla heimþrá og það er ótrúlegt hvað maður þarf á fjölskyldu og vinum að halda þegar eitthvað kemur uppá. Sem betur fer á ég æðislegt fólk að hérna sem tók mig algjörlega að sér. Veit sérstaklega ekki hvar ég væri án Mo vinar míns, hann er klárlega bestastur í heimi..
J

Dagurinn í Sydney milli jóla og nýárs var mjög óvanalegur. Æðislega Maria gaf mér frí til þess að komast út að hitta Ella frænda. Hann kom að skipinu og hitti mig í móttökunni niðri. Við fórum fyrst á kaffihús og sátum þar í smá tíma, röltum svo niður George Street sem er svaka löng verslunargata og enduðum svo á Paddy‘s Market í Chinatown. Það var aðeins sjoppað og ég hljóp svo í matvörubúð til þess að kaupa núðlur og fleira þar sem matarbyrgðirnar mínar voru alveg að klárast. Þá var klukkan orðin margt og ég þurfti að drífa mig aftur á skipið til þess að koma ekki seint á öryggisæfinguna.
Mjög góður dagur í alla staði og gott að fá að hitta einhvern úr fjölskyldunni. Svo skrítið að tala bara íslensku í nokkra tíma.. Tók mig smá tíma að venjast því, er orðin svo vön því að tala ensku alla daga
J

Áramótaferðin var frekar löng en hún var 6 dagar á sjó og 6 í höfn.
Gamlárskvöld var svo awesome! Eftir vinnu fórum við öll saman í myndartöku í okkar fínasta pússi. Svo var haldið upp á dekk 10 í kokteil í boði fyrirtækisinins og við vorum þar að blanda geði við farþega og starfsfólk í smá tíma. Svo fórum við niður á okkar elskulega bar og héldum gleðinni áfram með vinum og vandamönnum. Barinn hélt áfram að fyllast og það var alveg troðið eins og á aðfangadagskvöld. Rétt fyrir miðnætti fórum við nokkrar saman í partýrölt milli herbergja. Það var partý í öðrum hverjum klefa og allir rosa hressir. Barinn var svo opinn til rúmlega 5 en hann lokar vanalega um 2:30.

Svo voru nokkur partý í byrjun janúar, m.a. partý sem myndartökuliðið hélt og var þemað “Wear anything but clothes“... Það var eitt það skrautlegasta sem ég hef séð! Ýmindunaraflið sem fólk hefur sko.. Fólkið sem mætti umvafið í lökum og koddaverum var bara boring sko! Fólk var búið að sauma sér búninga úr gardínum, einn ljósmyndari var búin að búa til galla úr ljósmyndum, ein var í álpappírsgalla, vinur minn lagði mikla vinnu í galla úr pappa og honum tilheyrði hattur, sverð og skjöldur sem var mjög svalt! Spa stelpurnar voru í göllum úr leir og þangi, einn dansarinn var í búning úr JÁRNI.. Strákarnir okkar voru í göllum úr plastpokum og strigapokum.. mjööög fyndið! Svo voru tvær í göllum úr tímaritum og slógu algjörlega í gegn.. Ég, Laura og Michaela vorum ógeðslega boring og hunsuðum þemað og mættum bara í kjólum.. Ekki mjög vinsælt!
J Snilldar partý í alla staði .. J

Annars er veðrið er búið að vera frekar pirrandi síðustu vikur. Það er ekki það að það sé ekki nógu heitt, því það er algjör steik úti og eins og alltaf geðveikt rakt loftið en það er búið að rigna svo mikið að við erum alveg að bilast! Það er aldrei hægt að tana því ef það er ekki rigning þá er of skýjað! Erum búnar að lenda nokkrum sinnum í því að það byrji að rigna á okkur þegar við erum í sólbaði.. EKKI sáttar sko..!

Janúar er búinn að vera svakalega strembinn og við erum öll búin að vera á haus! Okkur vantaði 2 manneskjur fyrstu vikuna og svo fóru Tahnee og Maria heim og það kom ein ný inn sem þýðir að okkur vantaði 3 manneskjur í 10 daga. Ótrúlegt hvað maður finnur mikið fyrir þessu. Við vorum geðveikt busy alla daga að reyna að koma nýjum vörum upp og svo í þokkabót vorum við með útsölu þannig að við þuftum að merkja niður endalaust af vörum. Útsalan var geðveiki því það var allt að 80% afsláttur af öllu og fólk gjörsamlega missti sig í gleðinni. Þetta var í sömu ferð og stormurinn var og við þurftum að snúa við því það var svo slæmt í sjóinn og misstum þar 2 daga í höfn.. ekki gaman það! Held að ég hafi unnið að meðaltali 14 tíma á dag í 3 vikur og ég er vanalega með um 9-10 tíma... Við vorum líka öll að fara að kyrkja hvort annað því við vorum orðin svo þreytt og pirruð á þessu öllu saman.
Eeeen þetta lagaðist allt þegar við fengum loksins 3 nýjar manneskjur í Sydney síðast. Ég ætla bara að segja ykkur það að hún elskulega Andrea mín er komin aftur til okkar eftir 2 mánaða frí og ég hef alveg tekið gleði mína á ný og skil ekki hvernig ég gat verið án hennar svona lengi :D:D Hún er svooo fyndin að ég græt úr hlátri.. hahaha
J
En eins og ég sagði þá kom fyrst ein ný stelpa og hún flutti inn til mín. JÁ þetta er fjórði herbergisfélaginn minn á 3 mánuðum og ég var ein í klefa í 2 vikur líka.. Hahaha! En hún heitir Stephanie og er frá UK eins og svo margir aðrir hérna. Mér leist ekkert alltof vel á hana fyrst og var soldið hrædd um að ég þyrfti að reyna að fá nýjan herbergisfélaga aftur, en svo smullum við svona líka saman og erum góðar vinkonur í dag. Við höfum það rosa gott núna þar sem að ísskápurinn okkar virkar nú loksins!! :D Fórum að versla í matinn í Noumea og sitjum nú oftar en ekki með osta, kex og sultu á pappakassa á gólfinu í góðu yfirlæti.. Allir frekar abbó útí okkur þar sem að við erum einu sem erum með ísskáp.. Hahaha !
J Hún verður með mér hérna í klefa 277 það sem eftir er af mínum samningi.. Sem er sniiilld J
Jájájá.. svo komu þessar 3 nýju og það var í fyrsta lagi Andrea mín. Svo er það Meagan sem er frá S-Afríku og elska hana líka! Þær systur eru saman í klefa og er alltaf ágætis háfaði á þeim bæ.
Svo er það Victoria sem er frá UK. Hún er pínu skrítin en ágæt þrátt fyrir það. Hún flutti inn til Láru minnar sem fær ennþá tár í augun ef minnst er á Sonet sem yfirgaf hana eftir 3,5 mánaða samveru þeirra í klefanum á móti mér.
Mike elsku besti verslunarstjóri er kominn aftur og ég var næstum búin að gleyma því hvað hann er skemmtilegur! Það er töluvert rólegra yfir öllu, enda er hann ekkert að æsa sig yfir einhverju smotteríi eins og stelpurnar. Hann er alltaf hangandi yfir mér í búðinni minni að fíflast.. elska hann! Haha
J Hann verður líka hérna alveg þangað til að ég fer.. sem er snilld J
Já, það er búin að vera rosaleg endurnýjun í hópnum núna.. 3 stelpur farnar og svo fóru Luke og John heim í dag. Ég og Lára litla erum ekki sáttar með þetta en það eru tveir í viðbót að fara í febrúar og þá erum við bara fjögur eftir úr hópnum sem var hérna þegar ég kom :O

Ég hélt það myndi líða yfir mig um daginn þegar Ryan sem þrífur klefann minn sagði mér að þeir væru að fara að banna það að þeir væru að þrífa starfsmannaklefa. Þetta þurfti að gera því það var búið að gerast nokkrum sinnum að verðmætum var stolið úr klefum hjá staffi og þar sem að þeir eru með lykla þá þurfti að banna þetta alveg. Þetta tók gildi fyrir um viku og ég get sagt ykkur það klefinn okkar er ógeð!! Það var slæmt þegar hann kom ekki að þrífa í 3 daga og núna er það sko slæmt. Við vitum ekki einusinni hvar við eigum að fá hreinsiefni til þess að þrífa, ryksugu, rúmföt, handklæði eða klósettpappír! Við erum búnar að skiptast á að fara í mission og stela handklæðum og klósettpappír úr vögnunum sem þeir eru með til þess að þrífa farþegaklefana.. haha! Slææææmt ástand sko..
Eins og ég sagði ykkur í síðasta bloggi þá stóð til að ég myndi taka við gjafavörubúðinni þegar Tahnee færi. Þannig að ég tók við henni í byrjun janúar og það hefur gengið mjög vel. Það er rosalega mikil vinna í kringum þetta þannig að ég er á fullu alla daga sem er mjög góð tilbreyting. Tíminn líður ótrúlega hratt og áður en ég veit af erum við að fara að loka.
Ég byrjaði á því að taka litla lagerinn minn alveg í gegn og skipulagði allt eftir mínu höfði. Það tók mig 4 daga þar sem að sumir höfðu ekki alveg verið að vinna vinnuna sína áður og það var allt á hvolfi! Næst var það afgreiðsluborðið og það tók mig heilan dag að taka til, þrífa og skipuleggja þar. Það má heldur ekki koma nálægt því núna, þá verð ég alveg ær. Stranglega bannað að rugla skipulagið sko!!
J Svo fékk ég risa sendingu af Rip Curl sem er rosa vinsælt merki með fötum og fylgihlutum í surf-stíl. Svo fæ ég alltaf sendingu í hvert sinn sem við förum til Sydney þannig að ég er alltaf busy að verðmerkja og koma öllu inn í búðina, breyta og bæta til að allt líti vel út. Ég er alveg í skýjunum yfir þessu því ég hef aldrei fengið að ráða svona miklu sjálf og fengið að gera allt svona eftir mínu höfði.. algjör draumur J Yfirmennirnir eru rosa ánægðir með mig og ég og yfirmaðurinn sem sér um alla sölu um borð (Revenue-officer) erum nú bestu vinir. Hann er reyndar alltaf að koma inn og stríða mér..Hrinda hlutum af borðunum og rústa öllu til að reyna að vera fyndinn.. Hann er algjör snilli J


Fyrir þá sem misstu af því á Facebook þá er ég komin með dagsetninguna hvenær ég fer heim :D Mun yfirgefa The ship of dreams 20. júní og ætti að vera komin heim á klakann 21. eða 22. Júní
J Verð að viðurkenna það að ég er orðin pínu spennt þó svo að það séu ennþá tæpir 5 mánuðir í þetta.. Er farin að sakna ykkar ogguponsulítið.. Verður svo gaman að hitta alla eftir svona langan tímaJ Svo get ég líka ekki beðið eftir því að fá smá SPACE í kringum mig. Það er ótrúlega erfitt að búa með einhverjum í svona litlu herbergi og hafa svona lítið pláss fyrir allt.. Alltaf allt á hvolfi því maður hefur ekkert pláss fyrir dótið sitt.. Haha! J Get líka ekki beðið eftir ... góðum og FERSKUM mat.. vera úti í fersku lofti og kulda(Já, mjög ofarlega á lista).. að drekka  íslenskt vatn.. interneti sem virkar.. NÓA KROPPI.. að tala ÍSLENSKU J
Síðast en ekki síst þá get ég hreint ekki beðið eftir því að sjá Golla minn og kyssast og knúsast í honum og pína hann til þess að kúra þangað til að hann móðgast og fer í fýlu..Hahaha! Óóóó ég sakna hans svo mikið!
J
Annars er ég strax orðin stressuð yfir því hvernig ég á að koma öllum farangrinum mínum heim.. :S Ég á víst að fá einhverja undanþágu og fæ að taka tvær töskur með mér heim.. en ég get svo svarið það að ég held bara að ég eigi ekkert eftir að koma þessu öllu fyrir :S Fyrir utan það að við eigum eftir að fara í svo margar stórborgir á næstu vikum og þið vitið hvað það þýðir.. SHOPPIIIIING...Jæææks..

Talandi um næstu vikur.. Planið okkar er alltaf að verða betra og betra og þá meina ég lengri ferðir, betri hafnir og meira frí frí frí
J Eftir þessa ferð erum við að flytja okkur yfir til New Castle og verður það heimahöfnin okkar næstu vikur í stað Sydney. Svo förum við í langa ferð til Vanuatu og Noumea aftur, sem er nice og svo er það bara Nýja Sjáland :D:D Sú ferð verður awesome .. Hún er 12 dagar og 8 af þeim eru í höfn.. J Shopping, djamm, sólbað og chiiill my friends.. Ég og Euan vinur minn ætlum að reyna að fara í fallhlífarstökk þar og mig langar líka dáááldið að fara í teygjustökk.. En við sjáum til hvað gerist J
Eftir þessa Nýja Sjáland hættum við eiginlega þessum Vanuatu ferðum og förum m.a. til Brisbane, Melbourne og Cairns aftur sem eru allt awesome borgir! Siglum hjá The great barrier reef í næstum hverri ferð og svo erum við nokkrum sinnum yfir nótt í Cairns í mars og apríl.. Frí, frí, frí... JEI
J

En ég man ekki eftir neinu öðru sem ég þarf að segja ykkur í bili.. Enda er þetta ágætt og það er búið að taka mig næstum viku að skrifa þessa ágætis færslu!
J

Ég verð mjög reið ef ég fæ ekki comment frá ykkur í þetta sinn!! Ég verð að fá eitthvað feedback til að ég nenni þessari bloggvitleysu elsku börnin mín
J
Knúúús á ykkurs!

Bri
J

Monday, December 20, 2010

Jól hjá Bree

Við vorum núna að leggja af stað í 10 daga Christmas-cruise til Vanuatu. Við erum 3 daga að sigla til Wala (Þorláksmessa) og svo daginn eftir er það Port Vila (Aðfangadagur), Mystery Island (Jóladagur) og svo endum við í Noumea (Annar í jólum) og erum svo 2 daga á leiðinni aftur til Sydney.
Þessir 4 port-dagar verða sweeeet en við erum búin að vera að vinna rosa mikið síðustu 2 vikur og svo eru 3 langir dagar framundan.
Ég nældi mér í bölvaða flensu og er búin að vera að drepast síðustu daga. Fór ekkert út í Isle of Pines og var fárveik í vinnunni 2 daga í röð og svo fór ég loksins að hressast... Nei, maður fær sko ekkert frí þó svo að maður sé veikur. Ég var þó neydd til að fara til læknis og hún lét mig hafa 3 box af töflum, hóstasaft og Strepsils og þá fór mér aðeins að líða betur og er öll að koma til núna.

Í dag var allt skipið skreytt og jólatónlist spiluð um allt.. geggjað kosý! Við þurfum að vera með jólasveinahúfur næstu 10 daga, sem mér finnst nú ekki leiðinlegt! :D
Það eru allir í góðu skapi, bæði farþegar og starfsfólk, enda ekki annað í boði þegar jólin eru handan við hornið. Það verður stanslaust partý hjá okkur hérna um jólin og ég hef engar áhyggjur af þessu öllu saman lengur
J

Við fáum öll eitt fríkvöld í þessu cruise og ég og Laura vorum svo heppnar að fá jóladag :D Þannig að við þurfum bara að vinna frá 17:00-19:00 og erum í fríi morguninn eftir líka.. Lúxus!
J

Mike kvaddi okkur með bros á vör í gær og er farinn heim í 4 vikna frí. Hann hefur ekki verið heima um jólin síðustu ár og var rosa spenntur að fá loksins að vera heima með fjölskyldunni um jóli. Ég mun klárlega sakna hans á meðan hann er í burtu en hann kemur aftur eftir 4 vikur.. sem betur fer!
J

Ég fékk bestu fréttir í heimi í lok síðasta cruise :D Mo besti vinur minn er EKKI að fara á The Pacific Pearl, heldur verður hann áfram hjá okkur og verður assistant manager hér alveg þangað til að ég fer
J Ég var svooo ánægð, því það eru 5 að fara heim í janúar og ég var alveg að fara á taugum yfir þessu öllu saman.. Þetta reddast allt svo lengi sem hann er hér og býr hérna á móti mér þessi elskaJ

Annað skemmtilegt.. Maria bauð mér að vera þjálfuð sem Perfumist, en Mary sem var Perfumist áður er farin heim og okkur vantar nú einhvern nýjan til þess að sjá um ilmvötnin og snyrtivörurnar. Ég þurfti því miður að hafna þessu mjög svo góða boði því ég fæ svo mikinn hausverk á að vera í kringum ilmvatnslyktina
L Eeen þá bauð hún mér að taka yfir gjafavörubúðinni sem er frekar stór og mikil vinna í kringum hana, en þið sem þekkið mig vitið að það þarf ekki mikið til þess að mér sé farið að leiðast, þannig að þetta er sko aldeilis eitthvað fyrir mig.. NÓG að gera! J Ég mun taka yfir búðinni þegar Tahnee fer heim sem verður 10. jan og verð í þjálfun hjá henni alveg þangað til.

Við erum núna tveimur færri en við eigum að vera en það virðist vera sem þeim vanti starfsfólk, sem er ótrúlegt því það er svo mikil aðsókn í að vinna á skipum. En fyrir ykkur sem voruð áhugasöm um að vinna á skipi þá hvet ég ykkur til að sækjið um hjá Harding Brothers, þ.e.a.s. ef þið hafið einhverja reynslu af búðarstörfum og langar að vinna í búðunum á skipi
J Mæli að sjálfsögðu með þessu.. en ekki hvað ! Vantar klárlega fleiri Íslendinga á þessi skip miðað við það sem ég hef heyrt.. fólk hefur aldrei rekist á Íslending um borð á skipi! Þetta gengur ekki J

En frá einu yfir í annað... Mér tókst að redda mér og Michaela litlum ísskáp og mun hann koma okkar að góðum notum. Sérstaklega þar sem ég þarf nauðsýnlega að kæla Malt & Appelsín dósina mína sem ég tók með mér að heiman og ætla að drekka á aðfangadag... Mmmm!
J Hann er reyndar eitthvað bilaður í augnablikinu en ég get lofað ykkur því að við systur verðum búnar að blikka einhvern af vinum okkar og fá hann til að gera við hann fyrir jól! J

Svo eru vinir okkar Michaela frá Filippseyjum allir búnir að bjóða okkur í partý 22. des og eru alveg óðir í að fá okkur.. Erum spurðar margsinnis á dag hvort við ætlum ekki að koma. Veit ekki alveg hvort við treystum okkur í slíkt strákapartý, en það er aldrei að vita hvað gerist
J

Aðfangadagur hjá mér verður frekar skrítinn í ár. Við verðum í Port Vila í ca. 25° hita og ég er á vakt í Aqua Hut frá 8-12 og er svo í fríi til 18:00. Má samt ekki fara af skipinu því ég er á vakt. Svo erum við að vinna frá 18:00-23:00 og svo er það risa partý á barnum og við munum sko ekki láta okkur vanta þar :D Þegar ég skríð heim úr því partýi munu einhverjir mjög svo heppnir aðilar fá símtal frá mér en þá verðið þið um það bil að bíða eftir jólamatnum, því þið eruð svo helvíti slow þarna hinum megin á hnettinum
J

HAPPY CHRISTMAS elsku dúllurnar mínar!!
JJJJJ
Hafiði það ógó rosa mega gíga gott um jólin og ekki vera abbó vitandi af mér á ströndinni að tana og drekka Malt & Appelsín.. HAHAHA
J

Kossar og knúúús :*

-JólaBree