Friday, November 26, 2010

Boozecruise!

Sælar sælar!

Nú er þessi 10 daga cruise á enda komin. Við erum að sigla til Sydney núna og eigum að vera komin þangað í fyrramálið.
Ég er komin með svo nett ógeð af þessum farþegum, get ekki beðið eftir því að fá nýja um borð! Alltaf sama fólkið að röfla yfir öllu, rífandi allt úr umbúðunum, endalausar spurningar og vesen.. “How much is this? How much is this? How much is this??“... GUÐ!.. Það er allt verðmerkt .. $#$!“!#$“%
Ótrúlegt hvað maður verður þreyttur á þessu... Fæ alveg grænar bólur þegar ég sé þetta fólk!
En auðvitað eru líka fullt af uppáhalds farþegum sem maður hefur lent á spjalli við og eru aldrei með neitt vesen. Þeirra mun maður sakna!
J

Frídagarnir tveir í Cairns voru algjört æði. Ég varð alveg ástfangin af bænum og við vorum fljótlega farin að rata um allt. Höfnin var alveg í miðbænum, vorum 3 mín að labba niður á aðalgötuna sem var snilld.
Það var alveg ógeðslega rakt og heitt, þannig að maður var alveg sveittur og sætur þegar maður kom heim úr bænum
J
Við Becky mættum tímalega á Skydiving-skrifstofuna, alveg spenntar að fara af stað.. en nei.. við vorum auðvitað svo óheppnar að það var of skýjað til þess að fljúga báða dagana sem við vorum í Cairns, þannig að það varð ekkert úr því
L Við vorum svo svekktar, sérstaklega þar sem að hún er að fara heim eftir 4 daga þannig að við getum ekki farið seinna heldur .. En ég ÆTLA að finna einhvern til þess að koma með mér seinna..
Það var ekkert smá gott að fá svona langan tíma til þess að skoða sig um og komast af skipinu og fá góðan mat og verlsa aðeins. Ég var úti allan fyrri daginn, kom heim í nokkra  tíma til þess að gera mig til og við Bo fengum okkur lúr og svo fórum við út á lífið. Staffið á skipinu fékk frítt á risa skemmtistað og við hittumst öll þar seinna um kvöldið. Það var rosa mikið fjör og við komum seint heim.. Vorum ekkert svakalega hress á öryggisæfingunni morgunin eftir.. :S
En ótrúlegustu hlutir gerast ! Ég sá hóp af dönskum krökkum og sat og hleraði samtölin þeirra, en þorði þó ekki að fara og tala við þau. Seinna um kvöldið hitti ég þau aftur og ætlaði svoleiðis að fara að spreyta mig í dönskunni og ég veit ekki alveg hvað gerðist, en ég held ég hafi blandað saman öllum tungumálum sem ég kann eitthvað í þegar ég var að reyna að tala við eina stelpuna og hún greyið horfði bara á mig og skildi ekki upp né niður :O Freeeekar vandræðanlegt.. Ég er auðvitað næstum bara búin að tala ensku síðustu vikur og hef ekki talað dönsku í nokkra mánuði og varð alveg rugluð.  Þannig að þetta fór þannig að ég brosti bara og labbaði í burtu.. hahaha
J

Eftir Cairns sigldum við í einn dag til Brisbane. Sá dagur var frekar skrítinn þar sem að það var frekar vont í sjóinn (versta sem ég hef upplifað) og skipið vaggaði svakalega seinnipart dagsins og um kvöldið. Það var þó ekki svo slæmt að hlutirnir væru að þetta úr hillunum en það komu svona skjálftar inná milli og þá fóru þeir aðeins af stað. Magnað að sjá hvernig sjórinn var þegar þetta var sem verst. Hef aldrei séð neitt þessu líkt! Var alveg hissa yfir því hvað við fundum lítið fyrir þessu.
Fullt af farþegum voru sjóveikir og nokkrir sem ældu á gólfið inni í búðunum og um allt skip. Ég varð eiginlega ekkert sjóveik. Ég fann aðeins fyrir því þegar ég sá og heyrði aðra æla og ég fann lyktina.. :S Mér finnst það eiginlega bara gaman núna ef það er smá hreyfing. Svo fyndið að sjá farþegana labba um og halda sér í allt, því þeir halda að þetta sé svo rosalegt. Ég sef líka svooo vel þegar skipið vaggar svona. Ekki það að ég sef alveg eins og steinn alltaf, en það er pínu kósý að hafa smá hreyfingu :D

BRISBANE.. mögnuð borg! Við þurftum að vinna auka um morguninn því það var verið að breyta búðunum aðeins. Við fengum að fara nokkur um hádegi og drifum okkur í taxa niðrí bæ. Ég fór með Ian (S-Afríka, vinnur með mér) og Scotty (Skotland, vélstjóri) í bæinn og við byrjuðum á því að fá okkur gott að borða á rosa fínum stað á göngugötunni með útsýni yfir bæinn. Svo löbbuðum við göngugötuna og versluðum aðeins. Hugsa að þetta hafi verið fyrsta og síðasta sinn sem þeir fóru með mér að versla.. var pínu upptekin í stelpubúðunum á meðan þeir biðu þolinmóðir.. haha
J Náði að versla slatta og við fórum ekki heim fyrr en um 5 leitið og vorum svo að vinna um kvöldið frá 18-23. Það var aftur smá ókyrrð og einn og einn bjór sem rann á gólfið á barnum. Við Bo flugum upp stigann á leiðinni á barinn.. mjög fyndið!

Ég og Bo (roomie) erum alveg klesstar saman eftir að ég flutti yfir til hennar. Ekki nóg með það að við séum herbergisfélagar þá erum við alltaf eitthvað að brasa í vinnunni og utan vinnu.
Nýjasta nýtt hjá okkur núna er símaat. Það eru símar í öllum klefum og við erum búnar að þefa upp ýmis númer og skemmtum okkur við það að hringja og gera at.. hahaha, bara gaman
J Þetta er farið að fréttast út svo við verðum að fara að passa okkur.
Klefinn okkar er hálfgerð félags- og partýmiðstöð og mér hefur ítrekað verið hótað öllu illu ef hann verður það ekki áfram þegar Bo fer.
Bo er besti roomie í heimi og læðist um með slökkt ljósið ef ég er sofandi. Svo er hún alltaf að skrifa miða til mín..

Hi Bree!
Hope you have a nice break.
See you soon.
Love, Bo:*

Hahaha, algjört krútt...
J

Ég er með pínu hnút í maganum því hún er að fara frá mér eftir 4 daga og þá fæ ég nýjan roomie. Hún er búin að vera hérna í 6 mánuði núna og er rosa spennt að komast heim. Hún verður heima fram að áramótum og fer svo á annað skip sem mun sigla um Evrópu og fer m.a. til Íslands næsta sumar! Það verður geggjað, því þá verð ég komin heim og get sýnt henni allt :D

Lucy verslunarstjóri er farin og Mike hefur tekið við. Hann er svo fínn og er ekki eins ósanngjarn og hún átti það til að vera. Hann vill bara drífa hlutina af og komast sem fyrst út og ekkert vesen.. Enda er hann alltaf á leið á barinn.. haha, love it!
Við erum rosa gott team núna í búðunum. Seljum rosa mikið og erum alltaf að ná markmiðum sem fyrirtækið setur (Toptarget) og fáum þá hellings auka pening. Held við séum að fá ca. 25.000 kall ef við náum markmiðinu og svo hækkar það eftir því sem við seljum meira. Þessi markmið eru sett í hverju cruise og við erum búin að ná því síðustu 2 cruise og erum að fara að ná því auðveldlega í næsta cruise.. sem er NICE
J

Ég er alltaf að eignast nýja vini og nýjasti er Ryan frá Filippseyjum. Hann er í ræstingarliðinu og þrífur klefann okkar Bo. Hann kemur annan hvern dag og tekur allt í gegn.. þrífur baðherbergið, ryksugar, þurrkar af, tekur ruslið, skiptir um á rúmunum, skiptir um handklæði, brýtur saman fötin okkar, tekur til og raðar öllu upp. Mér fannst þetta íkt creepy fyrst því að hann tekur allt dótið af rúmunum, brýtur saman fötin og raðar þessu upp á rúmið aftur.. haha! Verð að taka mynd af þessu næst og reyna að setja inn.
En vá.. þetta er svo mikill LÚXUS.. Maður fer í vinnuna og allt í drasli í klefanum, svo kemur maður heim úr vinnunni og það er allt hreint og fínt. :D Við borgum honum 50 AUS dollara á mann á mánuði og það er svo þess virði! Held að flestir séu með einhvern sem þrífur, annað er bara rugl! Hahaha
J
En hann Ryan er algjör moli og hann elskar okkur Bo! Alltaf að heimsækja okkur í vinnuna og spjalla og knúsast.
Ég er búin að kynnast öllum í ljósmyndaliðinu en þau eru fáránlega mörg. Held þau séu ca. 10 bara í því að taka myndir, taka upp og selja myndavélar og eitthvað dót. Þau eru öll rosa hress og fara sko á djamm hvert einasta kvöld og þá er ekki nóg að fara á barinn heldur eru þau alltaf með partý langt fram eftir nóttu... haha!


Næsta cruise er frekar pirrandi en hún er bara 4 dagar. Við förum frá Sydney og erum bara að sigla um í 2 daga og förum svo aftur til Sydney. Þau kalla það turnaround day þegar við förum til Sydney, fáum nýja farþega og förum af stað í nýja ferð. Þá fáum við vörur um morguninn og erum að vesenast í því fram yfir hádegi og að öryggisæfingu kl. 15 og svo vinna um kvöldið. Þetta þýðir að næstu 4 dagar er stanslaus vinna... amk 14 tímar á dag! Gotta love it!
Svona cruise eru kallaðar boozecruise því  þetta yfir helgi og fólk fer bara í þær til þess að detta í það og vera fullt í 3 daga. Það þýðir lots of money fyrir okkur, því fólk verslar og verslar þegar það er drukkið. :D

Ég ætla að fara að segja þetta gott í bili..

Ég sakna Íslands ekkert ennþá og ég vona að þið sakni mín ekki heldur :D

Love,
Bree
J

Friday, November 19, 2010

Meira um lífið á Pacific Sun!

Lífið gengur sinn vanagang hér á Pacific Sun. Við erum nú í 10 daga cruise við austurströnd Ástralíu og erum að sigla hjá The great barrier reef sem er held ég bara stærsta kóralrif svæði í heiminum. Á
 að vera sjúklega fallegt, mæli með að þið googlið þetta.
Fyrsti áfangastaður er Airlie Beach og það tekur okkur 2 daga að sigla þangað. Þar eru allir að fara að snorkla í kóralrifjunum, sem er örugglega geggjað. Ég get því miður ekki gert það í þetta sinn, er að vinna..
J Svo siglum við til Cairns á einni nóttu og verðum þar í 2 daga. Það er geggjað því þegar við erum í höfn þá megum við ekki opna búðirnar því þetta er Duty free. Það þýðir að við erum öll í fríi fyrsta kvöldið í Cairns og ætlum að fara út að borða og djamma og svona :D við megum ekki gleyma því að ég og Becky erum að fara í fallhlífarstökkið þann dag ! Guuuð hvað ég er spennt!
Seinni daginn í Cairns siglum við ekki fyrr en um kvöldið, þannig að við erum í fríi allan þann dag líka..
OG svo erum við 4 í fríi það kvöld..sweeet
J

Nýtt að frétta ... Tvö úr hópnum fóru heim í Sydney. Strákur frá UK og svo Andrea besta vinkona mín hérna. Soldið erfitt þegar fólk fer og allir pínu sad þessa dagana. En þegar fólk fer kemur nýtt fólk og það komu tvö frá The Pacific Jewel í gær. Það skip er bilað og er búið að vera fast í Sydney í 2 vikur og verður þar 2 vikur í viðbót. Strákurinn er frá UK og heitir John og stelpan heitir Tahnee og er frá Canada. Þau eru bæði rosa fín og það þurfti auðvitað að fagna komu þeirra í gærkvöldið á Crew-barnum, þannig að það var smá þynnka í gangi í morgun, eins og svo margar aðra morgna... Bölvað fyllerí alltaf hérna!
Ég ákvað að flytja mig um klefa og fara yfir til Bo sem er stelpa frá S-Afríku. Hún er algjört æði og okkur kemur vel saman. Hún er reyndar að fara heim eftir 2 vikur en þá fæ ég neðri kojuna og sængina hennar.. jei!
Lucy verslunarstjórinn okkar er að fara frá okkur og er að fara á annað skip. Það kom nýr verslunarstjóri um borð í Sydney og hann er að læra inná þetta allt áður en Lucy fer. Hann heitir Mike og er frá UK. Rosa hress gaur og ég er alveg viss um að það verði nice að hafa hann sem yfirmann. Hann er búinn að koma með okkur á barinn öll kvöldin og honum líst rosa vel á hópinn. Þetta er 8. skipið hans og hann hefur komin til Íslands nokkrum sinnum. Hann var eins og allir svaka hissa yfir því að ég væri frá Íslandi og sagðist aldrei á þessum 10 árum sem hann hefur verið á sjó hitt né unnið með Íslendingi. Alveg merkilegt!

Ég held áfram að fá stanslausa athygli fyrir það að vera Íslendingur og lendi í því oft á dag að farþegarnir séu að spyrja hvaðan ég sé og finnst þetta rosalega merkilegt. Hitti hjón í dag sem höfðu ferðast um Norðurlöndin 2008 og fóru til Íslands í 3 daga. Þau urðu algjörlega ástfangin af landinu okkar, enda ekkert annað til í dæminu.. Fallegast í heimi :D
Ég er líka búin að eignast nokkra “stalker“ á veitingastaðnum á móti búðunum. Þeir eru frá Indlandi og einn frá Vanuatu. Þeir eru alltaf að koma yfir og hanga yfir okkur og vita um allar mínar ferðir. Þeir vita alltaf ef ég hef verið á barnum kvöldið áður, hvenær ég kom og fór og í hverju ég var.. Alveg creepy! Þessi frá Vanuatu býður mér á date reglulega og er orðinn töluvert meira uppáþrengjandi  síðan kærastan hans fór heim í Sydney.. hahaha! Hann er alltaf að spyrja asnalegra spurninga og spurði m.a. í gær af hverju ég væri með svona blá augu.. DÖÖ! Hahaha, það er gaman að þessu
J

Ég upplifaði mína fyrstu liquor-order í lok síðasta cruise. Þetta virkar þannig að farþegarnir geta ekki keypt áfengi og tóbak í búðunum heldur þurfa þau að panta það og fá það svo sent í klefana sína síðasta daginn á sjó. Þetta er allt okkar verkefni, nema það að ræstingarliðið fer með pantaninar í klefana. Þið getið ekki ýmindað ykkur hvað þetta er mikið af pöntunum, mikið af áfengi og tóbaki og MIIIKIL vinna að pakka þessu. Við erum nokkra daga að taka niður pantanir og þurfum að sækja byrgðirnar niðrá 2. dekk og bera þetta upp á 3. dekk þar sem við pökkum þessu inni í rusla-svæðinu. Svo þarf að flokka þetta allt og setja á trillur svo það sé tilbúið fyrir ræstingarliðið.
Síðasta pöntun var víst mjög lítil en tók okkur (9 manns) 7 tíma. Krakkarnir segja að þau séu vanalega að gera þetta langt fram á nótt.
Gaman að segja frá því að næsta pöntun á víst að vera svakaleg og í þokkabót erum við að missa einn tíma þá nótt því klukkunni verður breytt um klst. Við breyttum klukkunni í nótt og græddum einn tíma sem var bara nice!

Við megum ekki nota farþegalyfturnar á skipinu, heldur eru sér crew-lyftur. Þær eru alltaf pakkaðar og allir að flytja vörur allan daginn. Við erum t.d. með 6 lagera. Tveir eru uppí í búðunum (dekk 8), tveir á dekki 6 og tveir á dekki 2. Annar lagerinn á dekki 2 er svooo creepy. Hann er inni í LÍKHÚSINU.. JÁ, ég sagði líkhúsinu! Vá hvað ég vissi ekki að það væru líkhús á skipuð, þótt það segi sig soldið sjálft að það sé nauðsýnlegt ef einhver skyldi deyja. Maria sagði mér að á einu skipinu sem hún var á var svo mikið af gömlu fólki að það var ekkert sjaldgæft að fólk hafi verið að deyja um borð á skipinu. Hún sagði að það hafi gerst í svona annað hvert skipti sem þau voru í miðri ferð... :O Vona að það gerist aldrei hérna :S
Eeeen allavega.. Aðal crew-lyftan var biluð í dag, sem var algjör krísa! Fyrir utan það að við löbbum svona 100 km á dag á milli staða og upp og niður stiga andalaust með vörur og dót þá margfaldaðist það í dag og við erum búin að vera í algjörum bobba að stelast í farþegalyfturnar og hlaupa ennþá meira með vörur á milli dekkja, sem er alls ekkert grín. Eins gott að lyftan virki á morgun, erum alveg búin á því eftir daginn!

Yfirmennirnir mínir eru svo ánægðir með mig að þau eru að leyfa mér alls konar sem þau leyfa lengra komnum ekki. Eru alltaf að hrósa mér og treysta mér fyrir öllu, sem er awesome! Er búin að vera inni á lager meira og minna síðastu daga að merkja og telja vörur sem komu í Sydney.. 13 bretti.. Takk fyrir kærlega!
Þau eru strax byrjuð að spyrja mig hvað mig langi til þess að gera, þ.e.a.s. hvað ég vilji vera þjálfuð sem. Það sem er í boði er að vera yfir gjafavörubúðinni , vera yfir litlu búðinni (Sunshop), vera þjálfuð sem jeweler, perfumist, watch specialist eða accessory specialist. Svo er auðvitað hægt að láta þjálfa sig í Assistant Manager og svo í Manager. Satt að segja langar mig eiginlega ekkert í neitt af þessu. Það sem heillar mig mest er Watch specialist... Það væri geggjað! Ætla aðeins að sjá til og sjá hvernig þetta virkar og hvenær ég myndi byrja í þjálfuninni. Er að hugleiða Assistant Manager líka, en það er bara svo mikil aukavinna. Vakna fyrr alla morgna og ýmis verkefni sem maður þarf að sinna.

Jæja.. vinnan kallar..! Þið eigið að getað commentað á bloggið auðveldlega núna.. Veljið bara name og skrifið svo nafnið ykkar og commentið
J

Over and Out..
 -Bree

Friday, November 12, 2010

Bree á sjó!


Lucy(verslunarstjórinn), Sonet(jeweler frá S-Afríku, Laura (N-UK), ég og Karina sem er frá Canada og vinnur í barnagæslunni)
Borðin fyrir utan búðirnar

Djamm! Andrea besta vinkona min herna (S-Afríka), Laura, Matt(UK), Maria (herbergisfélaginn minn, UK) og Bo (S-Afríka og tilvonandi herbergisfélaginn minn)

Andrea (S-Afríka) með hárlengingarnar mínar.. hahahaha sniiiillingur þessi gella..
Ég ætla að byrja á því að afsaka mig fyrir þetta bloggleysi, er búin að vera rosa busy!

Mér hefur loksins tekist að taka nokkrar myndir til að sýna ykkur hvernig þetta allt er... OKEI eruði tilbúin fyrir lengsta blogg í heimi.. !! :D

Skipið er medium-size, ótrúlegt því það er svo stórt! Það er frekar gamalt og soldið þreytt, ekkert svakalega fancy heldur. Það eru 12 dekk á skipinu. Ég hef aldrei komið á dekk 1 og 2 svo ég viti af. Það eru einhverjir crew-klefar þar og örugglega eitthvað rosa creepy dót. Á dekki 3 eru crew-klefar, ruslið, þvottahús og einhverjar skrifstofur og dót. Á dekki 4 eru flestir crew-klefarnir og þar á meðal minn klefi
J Þar eru 2 matsalir fyrir crewið, crew-skrifstofur og svo farþegaklefar líka. Upp að dekki 8 eru farþegaklefar og við skulum ekki gleyma að á dekki 6 er crew-barinn vinur minn J Á dekkjum 8 og upp eru búðirnar, veitingastaðirnir, sundlaugarnar, barirnir, veislusalirnir, sundeck og svo framvegis... !

Við erum 2500 manns um borð og þar af um 600-700 crew. Ég myndi giska á að ca. 75% af crewinu sé frá Filippseyjum og mjög mörg af þeim vinna á neðstu dekkjunum og á börunum. Svo er rosa mikið af fólki frá Englandi, Írlandi, Skotlandi, S-Afríku, Malasíu og Indlandi.
Ég er klárlega sjaldgæfasta eintakið á skipinu og hef vakið mikla athygli, bæði á meðal farþega og starfsmanna.. alltaf gaman að því! Ég er líka nokkuð viss um að ég sé eini norðurlandabúinn á skipinu til margra ára.. Já! Ótrúlegt, en satt..
J Fólk á ekki til aukatekið orð yfir því að ég sé Íslendingur og mörg þeirra hafa ekki einusinni hugmynd um hvar landið okkar góða er staðsett! Ég ætla ekkert að dæma neinn, landafræðikunnáttan mín örugglega verri en þeirra :/

Meirihluti farþeganna á skipinu eru Ástralar og eru ofur kammó og chatty! Sama saga með staffið, allir rosa glaðir og ólmir í að kynnast sem flestum og  sérstaklega forvitinir að vita hvaðan ég er. Er búin að kynnast ótrúlega mikið af fólki og er í mesti basli við að muna nöfn og uppruna fólks, en það er þó allt að koma til.

Fyrir þá sem ekki vissu þá vinn ég í verslununum á skipinu, sem eru 4.
Það er ein lítil búð sem heitir Sun-shop sem selur nammi, póstkort, tannbursta, sjampó, verkjatöflur og þannig dót. Þar er bara einn starfsmaður að vinna.
Það er ein búð uppi á dekki 10 við aðra sundlaugina sem heitir Aqua-Hut. Hún selur ýmist snorkle dót, sund-og stranddót. Líka bara einn starfsmaður þar.
Svo er það Logo-shop, sem er gjafavörubúð..  Föt og ýmis gjafavara fáanleg þar. Yfirleitt bara einn starfsmaður þar.
Síðast, en ekki síst er það stóra duty free verslunin.. JÁ ég sagði DUTY FREE.. Hún er stærst af öllum búðunum og er í miðjunni. Þar fær maður allt sem við kemur snyrtivörum, ilmvötnum, skargripum og fylgihlutum. Þar eru yfirleitt 4 að vinna við að afgreiða og aðstoða og einhverjir að fylla á. Það er einn watch-specialist, einn jeweler, einn perfumist og einn í fylgihlutunum. Þessi búð lítur nánast nákvæmlega eins út og duty free búðir í fríhöfnum og er jafn ódýr. Ég vil líka koma því á framfæri að ég fæ 35% afslátt ofan á duty free verðið..  Já, það er bara of erfitt og já, mig langar að kaupa alla búðina!
Á hverjum degi byrjum við á að raða vörum á borð fyrir framan búðirnar. Það eru ýmst úr, ilmvötn og skartgripir og eru þessar vörur “special price for you my friend“. Fólk virðist bara missa sig ef það sér að einhverjar vörur eru á tilboði og verður alveg kaupsjúkt. Svo eru auðvitað alltaf sömu kerlingarnar að koma aftur og aftur og eru alveg að sjoppa galið. Hálfgerð bilun!
En á þessum borðum erum við ýmst 3,4 eða 5 að vinna og þarna þjálfa þau nýja fólkið. Þannig að ég hef verið þar síðan ég kom.

Við erum 15 starfsmenn sem sjáum um búðirnar, 6 strákar og 9 stelpur.
Verslunarstjórinn er braselísk og heitir Lucy. Hún á það til að vera soldið hvöss og oft mjög pirruð. Hugsa að hún vinni svona minnst 300 tíma á viku og yfirleitt um 350 tíma, rosalegt álag á henni. Hún hikar ekkert við það að æpa á starfsmann fyrir framan alla hina, sem er soldið scary.
3 af strákunum eru breskir, einn frá Filippseyjum, einn frá S-Afríku og man ekki alveg hvaðan síðasti er.
3 af stelpunum eru breskar, 3 frá S-Afríku, ein frá Filippseyjum og svo auðvitað Íslendingurinn ég.
Þau er öll rosa nice og það er ágætis mórall í hópnum. Bretarnir eru rosa mikið í því að hópa sig saman og loka sig af, enda finnst mér hin miklu hressari og skemmtilegri :)
Við erum tvö og tvö saman í klefa og erum öll á sama svæði. Stelpan sem er með mér í klefa er bresk, 29 ára og heitir Maria. Hún er rosa fín og okkur kemur vel saman. Hún er búin að vera á þessu skipi í 2,5 mán en á sjó síðustu 3-4 árin held ég. Hún er ekki eins og þau hin sem hópa sig saman, hún er algjörlega sammála þvi að þetta sé þreytandi í fari Breta.

Lífið á skipinu er mjög skemmtilegt en ekkert smá erfitt! Ég vissi að þetta yrði mikil vinna, en vá! Þetta virkar semsagt þannig að þegar við erum á sjó þá vinnum við öll frá 8:30 til amk 22:30, mjög erfiðir dagar! Svo þegar við erum í landi eigum við oftast ekki að mæta fyrr en kl. 17 og þá erum við til amk 23:30.
Svo getur er litla búðin (Sun shop) alltaf opin þegar við erum í landi, á meðan hinar eru þá lokaðar og við skiptumst öll á að vinna í henni. Ég er t.d. þar í dag frá 12:30-17:00 og það er algjörlega dautt, allir farþegarnir á ströndinni. Þannig að við megum bara taka tölvuna, bók, tónlist eða hvað sem er með okkur á þessum vöktum.
Svo skiptumst við öll á að vera á ipm vöktum sem þýðir að þú mátt ekki yfirgefa skipið allan daginn, ég er líka á þeirri vakt í dag. Þetta er gert því það verða að vera ákveðið margir um borð á skipinu ef eitthvað kæmi uppá. Svo eru líka stundum einhverjar æfingar og öryggistest sem eru alveg óþolandi og guð minn góður outfittið sem við þurfum að vera í, ég verð að taka mynd af mér í vestinu og með neongulu húfuna næst og setja inn..

En það sem bjargar þessum löngu vinnudögum eru matartímarnir. Við fáum alltaf klst í hádeginu og svo 1-1.5 tíma á kvöldin, stundum 2 tíma.
Það er matur hérna fjórum sinnum á dag og bara í tæpa tvo tíma í senn. Það eru nokkrir réttir og svo er salat og brauð. Morgunmatuirnn er mjög fínn, allt mögulegt í boði. Hádegismaturinn og kvöldmaturinn er í 95% tilfelli algjör viðbjóður! Ég borðaði eiginlega bara brauð fyrstu vikuna og er alveg komin með nóg af því! Skil ekki alveg hvað þessir kokkar eru að spá því það er ekki það að hráefnið sé ekki gott, þeir bara kunna ekki að elda það! Það er einstaka sinnum pizza sem er skítsæmileg. Það er ekkert í boði á daginn og stundum er maður kannski í hádegismat frá 11-12 og svo kvöldmat frá 20-21 og er þá orðinn veeel svangur. Þeir eru með einhvern mat á nóttunni fyrir þá sem vinna á nóttunni. Við megum fara upp á hlaðborðið þar sem farþegarnir borða, en bara á ákveðnum tímum og það er aldrei þegar við erum í mat.


Núna er ég búin að vera hérna í næstum 2 vikur og tíminn búinn að líða ótrúlega hratt. Fyrstu dagarnir voru rosa erfiðir. Taskan mín kom ekki fyrr en ég var búin að vera hérna í viku og ég var ekki með neina skó, né föt. Bjargaði mér að ég fékk vinnuföt þegar ég kom og fékk svo lánuð föt hjá stelpunum.
Fyrstu dagana vorum við að vinna ógeðslega mikið og ég þurfti að vinna frá 16-23 sama dag og ég kom og þetta var bara eitt það erfiðasta sem ég hef gert. Ég var mjög illa sofin, búin að sofa ca 7 tíma á tæpum 3 sólarhringum og þreytt eftir flugið og stressið út af töskunni og öllu. Ég var í óþæginlegum skóm og þreytt í löppunum og nældi mér í svona 6 blöðrur á fæturnar fyrsta kvöldið. Næstu dagar voru langir og ég var að drepast í fótunum alla daga og öll kvöld. Svo var ég svo heppin að lenda í talningu og vann um 20 tíma þann dag!
Svo komum við loksins til Melbourne og fórum að djamma eftir vinnu. Mjög gaman! Svo fékk ég loksins töskuna þegar ég kom aftur til Sydney, sem var best í heimi. Var nokkra daga að koma mér fyrir því við vorum að sigla í 2 daga og þá hefur maður ekki tíma til neins.

Svo var siglt af stað til Vanuatu og byrjuðum á að fara til Isle of Pines. Án efa eitt það skemmtilegasta sem ég hef upplifað. Ótrúúúlega falleg eyja og allt í kóral-rifjum þarna í kring. Það sem það var engin höfn á eyjunni þá stoppaði skipið bara við ströndina og við tókum svona litla báta frá skipinu yfir á eyjuna, frekar spes upplifun :D Ég var svo spennt að stelpurnar héldu að það væri að líða yfir mig! Alveg með myndavélina á lofti allan daginn og snorkle græjur og froskalappir. Ætlaði að fara að snorkla en fékk svo smávegis panicattack þegar við vorum að synda út á svæðið og synti til baka.. hahaha :D Æðislegur dagur í alla staði.. svo gott að fá loksins smá afslöppun og njóta sólarinnar.

Svo daginn eftir var það Mystery Island og þá var ég á ipm og að vinna (skrifa þetta blogg í vinnunni) Komum svo til höfuðborg Vanuatu sem heitir Port Vila. Mjög skítug borg en ofboðslega fallegt allt þarna. Fullt af duty free búðum og fólk út um allt að betla og selja alls konar drasl. Frábær upplifun að koma þangað!
Komumst í matvöruverslun og ég verslaði núðlur í tonnatali og einhvern mat til að bjarga mér þegar allt er óætt í matsalnum.. stelpunum fannst þetta mjög fyndið :D
Í gær vorum við í Wala, sem er eiginlega bara strönd og engar búðir eða neitt svona. Kannski 100 manns sem búa þarna í “húsum“ úr pálmatrjám.
Í dag vorum við svo í Luganville, Vanuatu. Við rétt skruppum út og röltum aðeins. Skítugt og fólk að selja sama dótið og á hinum eyjunum. Svo fórum við upp á 12. dekk og lágum þar að tana í allan dag. Mjööög nice! Fullt að gerast við sundlaugina og frábært veður. Kellingin orðin frekar tönuð eftir síðustu daga!

Ótrúlegt en satt þá er ég í FRÍI í kvöld :D S-Ameríska vinkona mín Sonet er í fríi með mér og það er stíft plan í kvöld. Ætlum að fara upp á 11. dekk að borða eitthvað gourmet og svo detta inn á crew barinn í einn, tvo eða þrjá.. jafnvel fleiri. Ætlum að kíkja á eitthvað show og gera eitthvað gaman. Svo er Island night í kvöld, sem þýðir að allt er skreytt og staffið er í spes fötum í Hawaii stíl og allt rosa flott
J

Það eru svona þema kvöld í hverri ferð. Var formal night fyrsta kvöldið og þá eigum við að vera rosa fín í hælum og dragt, stundum í kjólum. Strákarnir með bindi og allir farþegarnir uppdressaðir. Svo var country night í fyrradag og þá voru allir í skyrtum með kúrekahatta og kúrekashow á stóra sviðinu.

Við erum búin að vera á crew barnum öll kvöld síðan við komum til Vanuatu, barþjóninn strax byrjaður að þekkja mig og gerir drykkina mína um leið og ég labba inn og kallar á eftir mér á daginn ef hann sér mig... “Hey! Miss Iceland..  vodka and redbull?“.. haha, algjör sko!

Ég er komin með þónokkuð mörg viðurnefni hérna.. Krakkarnir nefndu mig Bree þar sem að þeim fannst Brynja bara of flókið og erfitt. Svo kalla strákarnir á barnum mig Miss Iceland eða Icequeen, já merkilegt að vera frá Íslandi. Svo eru ýmis önnur nöfn í gangi.

Ég er alveg að byrja að skilja alla þessi ensku-hreimi. Það er ein frá N-Englandi að vinna með mér og guð minn góður!! Ég skildi ekki orð af því sem hún sagði fyrst. Brosti bara og kinkaði kolli þegar hún var að tala við mig. Svo eru sumir Ástralar alveg óskiljanlegir og ég á í mesta basli við að afgreiða suma af þeim. Var eitt stórt spurningamerki fystu dagana, en svo er þetta allt að koma núna.
Maður er líka smá tíma að komast inn í þessa ofur kurteisis menningu sem er hérna. Þeir nota mikið dear, love, darling, maddam, sir og svo framvegis. Svo segja sumir Ástralarnir Taaahh í stað Thank you.. haha, hljómar soldið einsog takk
J

Ég hef sem betur fer ekki orðið mikið sjóveik. Verð alltaf smá sjóveik þegar ég er að drekka og daginn eftir það líka. Það er búið að vera mjög gott í sjóinn, einn dagur sem var pínu slæmur og við áttum ekki að komast í land daginn eftir.

Ég og stelpa sem vinnur með mér (Becky) vorum rétt í þessu að panta fallhlífarstökk á laugardaginn eftir viku! JÚÚÚHÚÚ!! Förum í þetta í Cairns, Ástralíu og úr 14.000 fetum takk fyrir bless! Það er minnst 60 sek free fall og svo er fallhlífin opnuð.. Ég get ekki beðið sko.. Kostar 350 AUS dali, sem er um 40.000 kall en vá það verður svo þess virði.. :D

Sorry hvað þetta blogg er ruglingslegt, skrifaði það á nokkrum dögum :)

Verð að drífa mig aftur að vinna, reyni að blogga fljótlega aftur ;) Ég gat ekki sett myndir inn í bloggið, eitthvað vesen í gangi.. Er að reyna að setja inn á Facebook, en netið er svo hægt að það tekur ages!

Lots of love!
-Bree